Ísland í dag - Apple gæinn varð ástfanginn af Ýr og komst ekki aftur heim!

Apple hönnuðurinn Anthony Bacigalupo kom í frí til Íslands fyrir nokkrum árum. Álpaðist inná Kaffibarinn og varð þar ástfanginn af Ýr Káradóttur hönnuði og við það breyttist allt hans líf því hann vildi í framhaldinu vera hér hamingjusamur og búa hér á Íslandi með Ýr. Og í dag eiga þau tvö börn og búa í Hafnarfirði þar sem þau eru með hönnunarverslun The Shed í uppgerðum bílskúr og þau hafa einnig hannað ævintýralegan verðlaunagarð þar sem við sjáum hugmyndir og garðlausnir sem ekki hafa sést áður hér á landi. Vala Matt fór í Íslandi í dag og skoðaði þennan ævintýraheim hjónanna.

9382
11:53

Vinsælt í flokknum Ísland í dag