Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru vígður

Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguáras á menningarnótt var vígður við Salaskóla síðdegis í dag. Efnt var til ljósagöngu við skólann þar sem starfsfólk, nemendur og foreldrar Bryndísar Klöru komu saman. Bryndís gekk í Salaskóla í Kópavogi og var bekkurinn sem er fyrir utan skólann málaður í hennar uppáhalds lit.

1289
00:29

Vinsælt í flokknum Fréttir