Ísland í dag - Fallegar jólaskreytingar í Garðabænum

Um daginn fór Vala Matt og skoðaði heimili hjá bloggaranum vinsæla Maríu Gomez. Þar sýndi María hvernig þau hjónin tóku í gegn húsið sitt á Álftanesi og þar voru margar góðar hugmyndir skoðaðar. Ævintýralega fallegt svefnherbergi hjónanna og einnig krakkanna. Að þessu sinni sýnir María okkur húsið sem þau eru nýflutt í í Garðabænum sem einnig hefur fengið algera yfirhalningu með nýjum innréttingum og hönnun og oft mjög skemmtilegum og ódýrum lausnum í bland við dýrari. Til dæmis lét María setja upp ódýrar hillur á heilan vegg í eldhúsinu sem kemur einstaklega vel út með fínni og dýrari eldhúsinnréttingunni. Við sjáum ótrúlegar fyrir og eftir myndir. Svo sýnir María okkur einnig nokkrar aðventu og jólaskreytingar.

25927
11:49

Vinsælt í flokknum Ísland í dag