KÚNST - Hanna Dís Whitehead

Listakonan og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead afmarkar sig ekki við ákveðinn listmiðil og lýsir sér sem forvitinni í sinni sköpun. Hanna Dís er búsett í Hornafirði og vinnur verk sín mikið úr ull og stráum sem hún sækir í nærumhverfi sitt. Á sínum yngri árum ætlaði hún sér að verða íslenskukennari eða skurðlæknir áður en upplifði straumhvörf í lífi sínu þegar myndmenntakennari hennar stakk upp á því að hún legði fyrir sig hönnun. Hanna Dís er óhrædd við litagleði og skapar draumkennda heima, sem hún segir þó ekki þurfa að vera draumkennda þar sem heimili geta jú alveg fengið að vera litrík. Hanna Dís Whitehead er viðmælandi í þessum þætti af Kúnst.

1469
11:18

Vinsælt í flokknum Kúnst