Innlent

Um níu­tíu hælis­leit­endur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brott­vísun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Fangelsismálin verða rædd í hádegisfréttum Bylgjunnar en verkefnisstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir engin úrræði í boði en að vista hælisleitendur sem bíða brottvísunar í fangelsi. 

Alls hafa um níutíu hælisleitendur verið vistaðir í fangelsi síðustu mánuðina sem hefur sett mikið álag á kerfið.

Þá fjöllum við um NATO æfinguna Dynamic Mongoose sem hófst í morgun en hér við land eru nú stödd fjölmörg herskip og einn pólskur kafbátur.

Einnig fjöllum við um stöðuna í Úkraínu en Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Úkraínumenn séu tilbúnir til þess að gefa Krímskaga upp á bátinn, í skiptum fyrir frið.

Í íþróttum dagsins verður svo fjallað um úrslitakeppnina í körfubolta kvenna en nú er komið í ljós hvaða lið keppa um titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×