Innlent

Maðurinn er laus úr haldi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Konan er komin til meðvitundar.
Konan er komin til meðvitundar. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem var handtekinn í morgun í tengslum við rannsókn lögreglu á áverkum konu í heimahúsi í Árnessýslu er laus úr haldi. Lögregla telur að um slys hafi verið að ræða.

Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.

Lögregla kom á vettvang eftir að maður sem tengdist konunni fjölskylduböndum tilkynnti um áverka konunnar. Þegar lögreglu bar að garði voru þau tvö á heimilinu. Hann var handtekinn í þágu rannsóknarhagsmuna en hefur nú verið látin laus.

Konan er að sögn Garðars komin til meðvitundar en verður áfram undir eftirliti lækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×