Sport

Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram í ágúst ár hvert.
Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram í ágúst ár hvert. Vísir/Vilhelm

Það kostar mjög mikla orku að klára heilt maraþonhlaup enda þarf að hlaupa 42,195 kílómetra sem tekur bestu hlauparana tvo til þrjá klukkutíma og aðra enn lengur. Ný rannsókn sýnir betur hvað maraþonhlaupararnir pína líkama sinn í gegnum.

Niðurstöður rannsóknar um áhrif maraþonhlaups á líkamann birtist í náttúrufræðitímaritinu Nature Metabolism.

Einfalda skýringin á niðurstöðunum er að heilinn fer í raun að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi.

Orkuþörfin er það mikil hjá líkamanum undir þessum krefjandi aðstæðum að heilinn fer að sækja í sinn eigin forða í heilanum.

Rannsóknin var gerð hjá CIC biomaGUNE á Spáni. Rannsakendur skönnuðu heila hlaupara fyrir og eftir maraþonhlaup.

Þar sáu þeir að mýelín forðinn á vissum lykilstöðum minnkaði um allt að 28 prósent. Þetta voru svæði sem stjórna hreyfingu og tilfinningum.

Það þykir benda til þess að heilinn sæki í sjálfan sig til að redda orku undir þessu mikla álagi.

Það fylgir þó sögunni að sem betur fer þá vann heilinn þetta til baka á tveimur mánuðum.

'



Fleiri fréttir

Sjá meira


×