Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 14:36 Perla Ruth Albertsdóttir verður ekki með Íslandi í komandi leikjum en greindi frá skilaboðunum í hlaðvarpsviðtali. Getty/Christina Pahnke Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Fjölmargur hefur gagnrýnt komandi leiki vegna framgangs Ísraela gagnvart Palestínumönnum undanfarna mánuði og ásakana um þjóðarmorð. Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn, segir Kristinn. „Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ segir Kristinn enn fremur. Leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í samræmi við tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhættugreining lögregluembættisins segi til um að vísast sé að áhorfendum verði ekki hleypt á leikinn. Auglýsingum vegna leiksins hefur þá verið haldið í lágmarki, sem og aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins. Leikmönnum borist skilaboð á samfélagsmiðlum Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, átti að spila leikina tvo en dró sig úr hópi Íslands í vikunni þar sem hún er ólétt. Perla snerti á leikjunum og aðdraganda þeirra í samtali við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefinn. „Við leikmenn höfum lítið verið að spá í þessu. HSÍ er bara að sjá um þetta og við leikmenn erum að hugsa um að spila þessa leiki og komast á HM. Sigurvegarinn kemst á HM og það er það eina sem við erum að hugsa um,“ segir Perla Ruth. Perla greinir frá því að leikmönnum hafi borist ýmis skilaboð og merkingar á samfélagsmiðlinum Instagram. „Þetta er smá flókið út af þessu Ísraelsdæmi og það voru ákveðnir leikmenn í liðinu fengu skilaboð þegar það var dregið. Við vorum taggaðar í myndbönd á Instagram um að þessir leikmenn (íslenska landsliðsins) væru að styðja Ísrael því við ætluðum að spila þessa leiki. Við vorum taggaðar í ljót myndbönd af stríðsástandinu,“ „Við leikmenn erum bara að hugsa um leikinn, ætlum að mæta klárar, spila handbolta og koma Íslandi á HM,“ segir Perla Ruth enn fremur. Fyrri leikur liðanna fer fram í tómum Ásvöllum annað kvöld klukkan 19:30 og sá síðari í sömu höll sólarhring síðar. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjá meira
Fjölmargur hefur gagnrýnt komandi leiki vegna framgangs Ísraela gagnvart Palestínumönnum undanfarna mánuði og ásakana um þjóðarmorð. Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn, segir Kristinn. „Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ segir Kristinn enn fremur. Leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í samræmi við tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhættugreining lögregluembættisins segi til um að vísast sé að áhorfendum verði ekki hleypt á leikinn. Auglýsingum vegna leiksins hefur þá verið haldið í lágmarki, sem og aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins. Leikmönnum borist skilaboð á samfélagsmiðlum Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, átti að spila leikina tvo en dró sig úr hópi Íslands í vikunni þar sem hún er ólétt. Perla snerti á leikjunum og aðdraganda þeirra í samtali við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefinn. „Við leikmenn höfum lítið verið að spá í þessu. HSÍ er bara að sjá um þetta og við leikmenn erum að hugsa um að spila þessa leiki og komast á HM. Sigurvegarinn kemst á HM og það er það eina sem við erum að hugsa um,“ segir Perla Ruth. Perla greinir frá því að leikmönnum hafi borist ýmis skilaboð og merkingar á samfélagsmiðlinum Instagram. „Þetta er smá flókið út af þessu Ísraelsdæmi og það voru ákveðnir leikmenn í liðinu fengu skilaboð þegar það var dregið. Við vorum taggaðar í myndbönd á Instagram um að þessir leikmenn (íslenska landsliðsins) væru að styðja Ísrael því við ætluðum að spila þessa leiki. Við vorum taggaðar í ljót myndbönd af stríðsástandinu,“ „Við leikmenn erum bara að hugsa um leikinn, ætlum að mæta klárar, spila handbolta og koma Íslandi á HM,“ segir Perla Ruth enn fremur. Fyrri leikur liðanna fer fram í tómum Ásvöllum annað kvöld klukkan 19:30 og sá síðari í sömu höll sólarhring síðar.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjá meira