Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2025 10:46 Trausti Breiðfjörð Magnússon (t.h.) líkir Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, (t.v.) við einræðisherra í aðsendri grein á Vísi. Vísir Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. Hatrammar deilur hafa geisað innan Sósíalistaflokksins undanfarnar vikur. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungliðahreyfingar flokksins, og Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins, hafa gagnrýnt ofríki Gunnars Smára en formaður framkvæmdastjórnarinnar hefur svarað allri gagnrýni af mikilli hörku. Nú fullyrðir Trausti að framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hafi rætt það af alvöru að henda fólki sem „ali á óeiningu“ úr flokknum. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Trausti að til þess gæti stjórnin virkjað Samvisku, nefnd sem á meðal annars að skera úr ágreiningsmálum sem koma upp innan flokksins. Samviska getur meðal annars veitt almennum félagsmönnum í Sósíalistaflokknum skriflegar áminningar eða vikið þeim úr flokknum, að því er segir á vefsíðu flokksins. Trausti skrifar að þrátt fyrir að Samviska hafi aldrei verið virk frá stofnun Sósíalistaflokksins hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að slembivelja fólk til þess að sitja í nefndinni fyrir tveimur vikum. „Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir,“ skrifar fyrrverandi borgarfulltrúinn og vísar til sósíalistaþings sem er jafnframt vettvangur aðalfundar Sósíalistaflokksins sem halda á í maí. Vill nýja forystu en býður sig ekki fram sjálfur Gagnrýnir Trausti að fólki sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hálfu Gunnars Smára hafi verið vísað á að beina kvörtunum til Samviskunnar. Margir hafi viljað gera það en nefndin hafi hins vegar aldrei tekið við erindum frá því að flokkurinn var stofnaður. „En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi,“ skrifar Trausti. Hvetur Trausti félaga sína til þess að fjölmenna á sósíalistaþingið í maí. Vonast hann til þess að hægt verði að kjósa fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu flokksins til forystu. Hann ætli þó ekki að bjóða sig fram þar. Lýsir gagnrýnendum sem hræætum og takmarkar tjáningu félagsmanna Deilur sósíalista urðu opinberar þegar Karl Héðinn, formaður ungliðahreyfingar þeirra, sagði sig úr kosningastjórn til þess að mótmæla því sem hann kallað „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára. formanns framkvæmdastjórnar flokksins í síðasta mánuði. Í kjölfarið steig Trausti fram og sagðist hafa hrökklast úr embætti að hluta til vegna þess að forysta flokksins hefði ráðskast með hann. Gunnar Smári hefði þannig reynt að handstýra því sem hann og Sanna Magdalena Mörtudóttir, hinn borgarfulltrúi flokksins, gerðu. Hann hefði auk þess greitt tíunda hluta mánaðarlauna sinna sem borgarfulltrúi til félags á vegum flokksins án þess að fá nokkrar þakkir fyrir. Gunnar Smári hefur svarað öllum gagnrýnisröddum af hörku, meðal annars í sjónvarpsþætti sínum á Samstöðinni sem hann á. Hann hefur lýst Karli Héðni sem „loddara“ og sakað hann um undirróður. Vísaði hann til Karls Héðins og Trausta sem „gjammandi hýenuhvolpa“ og „ungherra“ sem væru viðkvæmir því þeir hefðu verið „særðir af einelti“ í uppeldi. Formenn stjórna Sósíalistaflokksins hafa fylkt sér að baki formanninum. Framkvæmdastjórn flokksins hefur meðal annars reynt að bæla niður gagnrýnisraddir með því að takmarka hversu oft félagsmenn geta tjáð sig á umræðuvettvangi flokksins á Facebook. Frá því um helgina geta félagsmenn aðeins sett inn eina færslu í hópinn á viku og aðeins skrifað eina athugasemd við færslur á klukkustund. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Hatrammar deilur hafa geisað innan Sósíalistaflokksins undanfarnar vikur. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungliðahreyfingar flokksins, og Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins, hafa gagnrýnt ofríki Gunnars Smára en formaður framkvæmdastjórnarinnar hefur svarað allri gagnrýni af mikilli hörku. Nú fullyrðir Trausti að framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hafi rætt það af alvöru að henda fólki sem „ali á óeiningu“ úr flokknum. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Trausti að til þess gæti stjórnin virkjað Samvisku, nefnd sem á meðal annars að skera úr ágreiningsmálum sem koma upp innan flokksins. Samviska getur meðal annars veitt almennum félagsmönnum í Sósíalistaflokknum skriflegar áminningar eða vikið þeim úr flokknum, að því er segir á vefsíðu flokksins. Trausti skrifar að þrátt fyrir að Samviska hafi aldrei verið virk frá stofnun Sósíalistaflokksins hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að slembivelja fólk til þess að sitja í nefndinni fyrir tveimur vikum. „Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir,“ skrifar fyrrverandi borgarfulltrúinn og vísar til sósíalistaþings sem er jafnframt vettvangur aðalfundar Sósíalistaflokksins sem halda á í maí. Vill nýja forystu en býður sig ekki fram sjálfur Gagnrýnir Trausti að fólki sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hálfu Gunnars Smára hafi verið vísað á að beina kvörtunum til Samviskunnar. Margir hafi viljað gera það en nefndin hafi hins vegar aldrei tekið við erindum frá því að flokkurinn var stofnaður. „En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi,“ skrifar Trausti. Hvetur Trausti félaga sína til þess að fjölmenna á sósíalistaþingið í maí. Vonast hann til þess að hægt verði að kjósa fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu flokksins til forystu. Hann ætli þó ekki að bjóða sig fram þar. Lýsir gagnrýnendum sem hræætum og takmarkar tjáningu félagsmanna Deilur sósíalista urðu opinberar þegar Karl Héðinn, formaður ungliðahreyfingar þeirra, sagði sig úr kosningastjórn til þess að mótmæla því sem hann kallað „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára. formanns framkvæmdastjórnar flokksins í síðasta mánuði. Í kjölfarið steig Trausti fram og sagðist hafa hrökklast úr embætti að hluta til vegna þess að forysta flokksins hefði ráðskast með hann. Gunnar Smári hefði þannig reynt að handstýra því sem hann og Sanna Magdalena Mörtudóttir, hinn borgarfulltrúi flokksins, gerðu. Hann hefði auk þess greitt tíunda hluta mánaðarlauna sinna sem borgarfulltrúi til félags á vegum flokksins án þess að fá nokkrar þakkir fyrir. Gunnar Smári hefur svarað öllum gagnrýnisröddum af hörku, meðal annars í sjónvarpsþætti sínum á Samstöðinni sem hann á. Hann hefur lýst Karli Héðni sem „loddara“ og sakað hann um undirróður. Vísaði hann til Karls Héðins og Trausta sem „gjammandi hýenuhvolpa“ og „ungherra“ sem væru viðkvæmir því þeir hefðu verið „særðir af einelti“ í uppeldi. Formenn stjórna Sósíalistaflokksins hafa fylkt sér að baki formanninum. Framkvæmdastjórn flokksins hefur meðal annars reynt að bæla niður gagnrýnisraddir með því að takmarka hversu oft félagsmenn geta tjáð sig á umræðuvettvangi flokksins á Facebook. Frá því um helgina geta félagsmenn aðeins sett inn eina færslu í hópinn á viku og aðeins skrifað eina athugasemd við færslur á klukkustund.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16
Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45