Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 25. mars 2025 10:00 Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur. Á þessari stundu vitum við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðunandi aðstæður. Þeir sem gerast sekir um dýraníð fá í mesta lagi sekt ef tekst að sanna gjörðir þeirra þótt oft þurfi að aflífa dýr eftir misþyrmingar eða slæman aðbúnað af hálfu eiganda. Þetta er auðvitað með öllu óásættanlegt. Nú hefur atvinnuvegaráðherra óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan taki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar fólk verður vart við dýr í neyð. Það verði síðan Neyðarlínunnar að vinna úr umræddum tilkynningum og koma boðum til eftirlitsaðila. Hér væri því möguleg leið til að fá upplýsingar um óviðunandi aðbúnað og aðstæður dýra eða ef grunur leikur á að verið sé að meiða eða níðast á dýri. Tryggja þarf fjármagn og þjálfun starfsfólks Neyðarlínunnar sem ætti að vera einfalt og auðleysanlegt verkefni. Finna verður leiðir til að allir þeir sem hafa minnsta grun eða vísbendingu um eða verða vitni að dýraníði geta komið upplýsingum umsvifalaust til eftirlitsaðila svo hægt sé að bregðast strax við. Fyrsta skrefið er auðvitað að tryggja að dýrið sé öruggt og að meint ofbeldi sé stöðvað. Refsa ætti þeim sem fara illa með skepnur og níðast á dýrum með tilhlýðilegum hætti ásamt því að bjóða upp á betrun og bætta hegðun. Dýr eiga velferð sína alfarið undir eigendum eða þeim sem sinna þeim. Dýraníðingar sem eru staðnir að verki en ganga frá verknaðinum án afleiðinga eru líklegir til halda atferli sínu áfram. Matvælastofnun gegnir nú eftirlitshlutverki dýraverndar. Þetta eftirlit má styrkja með skýrari heimildum til víðtækra aðgerða og inngripa þegar aðstæður kalla. Kostnaðarsöm kærumál hafa komið upp þar sem Matvælastofnun er sökuð um að hafa ekki gripið til vægustu aðgerðar. Með breyttu verklagi má flýta og styrkja eftirlitsaðila til að grípa af meiri krafti og áræðni inn í þessi mál með það að markmiði að draga úr ofbeldi gagnvart varnarlausum dýrum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Dýr Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur. Á þessari stundu vitum við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðunandi aðstæður. Þeir sem gerast sekir um dýraníð fá í mesta lagi sekt ef tekst að sanna gjörðir þeirra þótt oft þurfi að aflífa dýr eftir misþyrmingar eða slæman aðbúnað af hálfu eiganda. Þetta er auðvitað með öllu óásættanlegt. Nú hefur atvinnuvegaráðherra óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan taki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar fólk verður vart við dýr í neyð. Það verði síðan Neyðarlínunnar að vinna úr umræddum tilkynningum og koma boðum til eftirlitsaðila. Hér væri því möguleg leið til að fá upplýsingar um óviðunandi aðbúnað og aðstæður dýra eða ef grunur leikur á að verið sé að meiða eða níðast á dýri. Tryggja þarf fjármagn og þjálfun starfsfólks Neyðarlínunnar sem ætti að vera einfalt og auðleysanlegt verkefni. Finna verður leiðir til að allir þeir sem hafa minnsta grun eða vísbendingu um eða verða vitni að dýraníði geta komið upplýsingum umsvifalaust til eftirlitsaðila svo hægt sé að bregðast strax við. Fyrsta skrefið er auðvitað að tryggja að dýrið sé öruggt og að meint ofbeldi sé stöðvað. Refsa ætti þeim sem fara illa með skepnur og níðast á dýrum með tilhlýðilegum hætti ásamt því að bjóða upp á betrun og bætta hegðun. Dýr eiga velferð sína alfarið undir eigendum eða þeim sem sinna þeim. Dýraníðingar sem eru staðnir að verki en ganga frá verknaðinum án afleiðinga eru líklegir til halda atferli sínu áfram. Matvælastofnun gegnir nú eftirlitshlutverki dýraverndar. Þetta eftirlit má styrkja með skýrari heimildum til víðtækra aðgerða og inngripa þegar aðstæður kalla. Kostnaðarsöm kærumál hafa komið upp þar sem Matvælastofnun er sökuð um að hafa ekki gripið til vægustu aðgerðar. Með breyttu verklagi má flýta og styrkja eftirlitsaðila til að grípa af meiri krafti og áræðni inn í þessi mál með það að markmiði að draga úr ofbeldi gagnvart varnarlausum dýrum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar