Körfubolti

Sigurður Ingi­mundar.: Þurfum að vera meira solid

Árni Jóhannsson skrifar
Sigurður Ingimundarson þungt hugsi í leikhléi
Sigurður Ingimundarson þungt hugsi í leikhléi Vísir / Diego

Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti úr viðureign sinni í undanúrslitum VÍS bikarsins í kvöld. Þeir lutu í gras fyrir Val 67-91 og sáu ekki mikið til sólar í leiknum. Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins gat var ekki með skýringar á hittni sinna manna.

Keflvíkingar höfðu verið frábærir á föstudaginn þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli en gátu ekki framlengt þeirri orku yfir helgina. Hvað gerðist?

„Það er svolítið skrýtið. Við vorum að gera nokkuð vel í fyrsta leikhluta og ég hélt að við værum að fara að sækja á þetta en svo duttu engin skot. Ég er bara með skyttur í liðinu og ef þeir hitta ekkert þá erum við í vandræðum. Það er ekki flókið.“

Sigurður var spurður þá að því hvort hann sæi einhverja skýringu á lélegri hittni sinna manna. Heildarnýtingin náði 36,5% en þriggja stiga nýtingin var afleit eða 6/36 upp á 16,7% hittni fyrir utan línuna.

„Ég get illa útskýrt það. Þetta eru allt frábærar skyttur og þegar það hittir enginn þá er bara erfitt að eiga við þetta.“

Keflvíkingar fóru fljótlega inn í klefa eftir leik og áður en komið var í viðtöl. Var eitthvað sérstakt sem menn voru að ræða þá?

„Nei nei, við erum ekkert að afgreiða þetta núna. Við hittumst og fórum aðeins yfir þetta. Menn voru svekktir, eðlilega, ætluðu sér meira og ætluðu sér meira og eru ekki sáttir við þetta.“

Nú bíður Keflvíkinga annar úrslitaleikur upp á að komast í úrslitakeppnina sjálfa eftir tæpa viku. Hvað þurfa Keflvíkingar að hugsa um á milli leikja?

„Við þurfum bara að vera miklu meira solid. Ef eitthvað klikkar þá mega menn ekki fara að breyta og reyna að gera eitthvað annað. Ef þeir gera það sem þeir eiga að gera þá erum við í fínu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×