Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar Ólafsson skrifar 19. mars 2025 19:00 Menn féllust í faðma þegar leiknum lauk. Vísir/Anton Brink KR lagði Stjörnuna að velli í hádramatískum leik í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í Smáranum í kvöld. Lokatölur í leiknum sem var jafn og spennandi allan tímann urðu 94-91 KR í vil. Stjarnan var skrefinu á undan í fyrsta leikhluta og náði mest átta stiga forskoti þegar Ægir Þór Steinarsson kom liðinu í 23-15 undir lok leikhlutans. KR-ingar náðu hins vegar þá góðum kafla. Orri Hilmarsson batt endahnútinn á þá rispu Vesturbæjarliðsins þegar hann jafnaði metin í 25-25 rétt áður en flautan gall og fyrsta fjórðung lauk. Sama spenna hélt áfram í öðrum leikhluta en þar skiptust liðin á að hafa forystuna. Þar var það svo Jase Febres sem sá til þess að Stjörnuliðið leiddi með einu stigi, 53-52, þegar liðin gengu til búningsherbergja í háfleik. Liðin héldu áfram að skiptast á að vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og það var vítaskot Nimrod sem kom KR yfir 73-72 fyrir lokafjórðunginn. Háspennan og lífshættan var áfram til staðar í fjórða leikhluta. Þegar sjö sekúndur voru eftir kom Nimrod KR í 94-91 og Jase Febres brást bogalistin þegar hann freistaði þess að setja leikinn í framlenginu með lokaskot leiksins. KR mætir annað hvort Keflavík eða Val í bikarúrslitum á laugardaginn kemur en Keflvíkingar og Valsmenn mætast í hinum undanúrslitaleik keppninnar klukkan 20.00 seinna í kvöld. Þar getur KR, sem er sigursælasta lið bikarkeppninnar í körfubolta karla, bætt 13. bikartitli sínum í bikarsafn sitt í Vesturbænum. Atvik leiksins Lokasekúndurnar voru æsispennandi þar sem bæði lið gerðu mistök sem rekja má að öllum líkindum til þeirrar taugaspennu sem var alltumlykjandi í Smáranum. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Febres brenndi af lokaskoti leiksins. Stjörnur og skúrkar Þorvaldur Orri Árnason var stigahæstur hjá KR með 22 stig en Nimrod kom næstur með 19 stig. Nimrod steig upp þegar mest á reyndi og setti mikilvæg stig á ögurstundu. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lagði svo sín lóð á vogarskálina með 10 stigum, sjö fráköstum og 10 stoðsendingum. Hjá Stjörnunni var áðurnefndur Febres atkvæðamestur með 26 en hann tók þar að auki 13 fráköst. Febres mun hins vegar leggjast á koddann í kvöld hugsandi um skotið sem hann klikkaði á þegar leiktíminn rann út. Ægir Þór Steinarsson skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem og Birgir Örn Hjörvarsson, Stemming og umgjörð VÍS-bikarinn KR Stjarnan
KR lagði Stjörnuna að velli í hádramatískum leik í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í Smáranum í kvöld. Lokatölur í leiknum sem var jafn og spennandi allan tímann urðu 94-91 KR í vil. Stjarnan var skrefinu á undan í fyrsta leikhluta og náði mest átta stiga forskoti þegar Ægir Þór Steinarsson kom liðinu í 23-15 undir lok leikhlutans. KR-ingar náðu hins vegar þá góðum kafla. Orri Hilmarsson batt endahnútinn á þá rispu Vesturbæjarliðsins þegar hann jafnaði metin í 25-25 rétt áður en flautan gall og fyrsta fjórðung lauk. Sama spenna hélt áfram í öðrum leikhluta en þar skiptust liðin á að hafa forystuna. Þar var það svo Jase Febres sem sá til þess að Stjörnuliðið leiddi með einu stigi, 53-52, þegar liðin gengu til búningsherbergja í háfleik. Liðin héldu áfram að skiptast á að vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og það var vítaskot Nimrod sem kom KR yfir 73-72 fyrir lokafjórðunginn. Háspennan og lífshættan var áfram til staðar í fjórða leikhluta. Þegar sjö sekúndur voru eftir kom Nimrod KR í 94-91 og Jase Febres brást bogalistin þegar hann freistaði þess að setja leikinn í framlenginu með lokaskot leiksins. KR mætir annað hvort Keflavík eða Val í bikarúrslitum á laugardaginn kemur en Keflvíkingar og Valsmenn mætast í hinum undanúrslitaleik keppninnar klukkan 20.00 seinna í kvöld. Þar getur KR, sem er sigursælasta lið bikarkeppninnar í körfubolta karla, bætt 13. bikartitli sínum í bikarsafn sitt í Vesturbænum. Atvik leiksins Lokasekúndurnar voru æsispennandi þar sem bæði lið gerðu mistök sem rekja má að öllum líkindum til þeirrar taugaspennu sem var alltumlykjandi í Smáranum. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Febres brenndi af lokaskoti leiksins. Stjörnur og skúrkar Þorvaldur Orri Árnason var stigahæstur hjá KR með 22 stig en Nimrod kom næstur með 19 stig. Nimrod steig upp þegar mest á reyndi og setti mikilvæg stig á ögurstundu. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lagði svo sín lóð á vogarskálina með 10 stigum, sjö fráköstum og 10 stoðsendingum. Hjá Stjörnunni var áðurnefndur Febres atkvæðamestur með 26 en hann tók þar að auki 13 fráköst. Febres mun hins vegar leggjast á koddann í kvöld hugsandi um skotið sem hann klikkaði á þegar leiktíminn rann út. Ægir Þór Steinarsson skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem og Birgir Örn Hjörvarsson, Stemming og umgjörð