Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar 19. mars 2025 11:00 Þessa dagana er mikið talað um öryggis- og varnamál í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Líst er yfir stuðning við „góða gæjann“ og útskýrt hvað „hinn vondi“ er að gera og ætlar að gera, ef hann er ekki stoppaður af með hervaldi. Mörg tala af þekkingu og reynslu af alþjóðastjórnmálum og aðrir sem leikmenn. Oft er talað óljóst þegar sagt er: ..„þetta er að færast nær“ ...“við verðum að vera viðbúin“… „við verðum að bregðast við ástandinu í Evrópu“.. án þess að það sé nánar skilgreint hver hættan er fyrir okkur á Íslandi og þá hvaða viðbrögð séu raunhæf og komi að gagni. Lengi hefur verið litið á að karlar hafi sérþekkingu á hernaðar- öryggis- og varnamálum og ég sé ekki að margar konur sem úttala sig um öryggismál hafi aðra nálgun. Þær ganga margar inn í ríkjandi orðræðu hernaðarhyggjunnar þar sem gengið er út frá að heimurinn sé hættulegur og hættunni verði að mæta með hervaldi. Ég verð ekki mikið vör við nálgun þar sem ekki er alið á ótta eða þar sem bent er á leiðir til fyrirbyggja ofbeldi, leysa mál eða takast á við óöryggi án þess að beita, eða ógna, með hervaldi. Ég man hvað mér fannst óspennandi að hlusta á vini mína ræða um seinni heimstyrjöldina þegar ég var að vaxa úr grasi. Það var eins og eina fólkið sem átti heima í Evrópu og BNA væru hershöfðingjar og þjóðarleiðtogar. Ekki hjálpaði að græjur og farartæki höfðuðu ekki til mín. Ég vissi því ekkert um skriðdreka og orustuflugvélar og ég hafði engan áhuga á skotvopnum og sprengjum og svo man ég aldrei nein nöfn og dagsetningar. Ég hafði og hef áhuga á stríði sem áhugamanneskja um mannlega hegðun og samfélög og ég hugsaði oft hvað myndi ég gera ef stríð kæmi til Íslands. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það spennandi tilhugsun á unglingsárunum. Ég var viss um að ég myndi vera virk í andspyrnuhreyfingu og ég myndi bjarga minni máttar. Anna Frank færi ekki í útrýmingarbúðir á minni vakt. Ég hafði og hef áhuga á spurningunni: Af hverju stríð? Ekki af því að ég meiri friðarsinni en þessir vinir mínir eða aðrir, heldur af því að ég vildi vita hver væri tilgangurinn með stríði. Þess vegna hef ég lengi verið að skoða hvaða sögur fólk segir sér og öðrum sem réttlætir það að drepa ókunnuga. Hvaða goðsagnir og sögur lifa með fólki í samfélögum þeirra, sem vekja það mikinn ótta og reiði að hægt er að virkja fólk í að fremja ódæði eins og að drepa börn og að styðja skipulagt ofbeldi gegn ókunnugum? Hvaðan koma sögurnar? Hverjir hafa ávinning af hervæðingu og stríði og þá hvernig? Ég hef aldrei haft sterka þjóðerniskennd, en ég lít á það sem forréttindi að búa í „herlausu“ landi sem bíður uppá ósnortna náttúru og að tala þetta fátalaða tungumál auk annarra tungumála, og að tilheyra. Það hafa verið mikil forréttindi að vera hluti af svona lítilli þjóð sem enn ógnar engum og vera með vegabréf sem enn virkar í flestum ríkjum heims. Með tímanum höfum við á Íslandi orðið margra þjóða samlandar og ríkidæmi okkar byggist m. a. á að tæplega fjórðungur vinnandi fólks, sem heldur samfélaginu gangandi, eru innflytjendur. Þegar ég starfaði í fyrrum Júgóslavíu stuttu eftir stríðið þá hlustaði ég á fólk segja mér sögur úr stríðinu. Ég man sérstaklega eftir einu samtali við eldri mann sem sagði mér að fyrir stríð hefði allt þeirra skipulag og undirbúningur fyrir viðbrögð við árásum, beinst að hættunni að utan. Hin illu Vesturlönd voru ógnin. Hann sagði:… „Við áttum hillumetra af möppum þar sem fjallað var um ógnina úr vestri. Það hvarflaði ekki að okkur, þrátt fyrir flókna samsetningu ríkisins, að við íbúar Júgóslavíu ættum eftir að beita hvort annað ofbeldi.“ Flest stríð eru á milli nágranna og meira að segja tala margir þeirra sama tungumál og deila svipaðri menningu. Utanaðkomandi herveldi og fyrirtæki taka þó yfirleitt þátt, beint eða óbeint, með stuðningi við ofbeldið, afskipti af stjórnmálum, hernaðarráðgjöf og vopnasölu. Þessir utanaðkomandi aðilar hagnast líka oft þegar þeir fá aðgengi að náttúruauðlindum þegar stríðið hefur brotið niður samfélagið. Ég tel ekki þörf á að við hervæðumst gegn ógn að utan. Hervæðing mun ekki auka öryggi mitt og minna og ég tel að fjármagni sé betur varið í annað. Þeir sem ásælast auðlindir okkar virðast því miður geta keypt eða notað þær fyrir lítið og þurfa því ekki að ráðast á okkur eða ýta undir upplausn samfélagsins. Ég hef meiri áhyggjur af siðferðilegu skipbroti okkar og annarra Vesturlanda (norður Ameríku og Evrópu) sem ekki hafa gripið til refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Ísrael. Restin af heiminum mun taka enn minna mark á okkur þegar tölum um mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga. Vestrið er að brotna innan frá og með því alþjóðakerfið sem var veikt fyrir. Ég hef líka áhyggjur af því að við sem búum hér á landi séum að aðskilja okkur í „við og hin.“ Ég hef því áhyggjur af veldi þeirra ofur ríku sem hafa stjórnvöld ríkja í vasanum og miðla upplýsingum sem notaðar eru til að vekja ótta og ýta undir rasisma og ofbeldi. Ég hef áhyggjur af því öryggisleysi sem fátæktin getur af sér og þeirri vanmáttarkennd og reiði sem það vekur að upplifa óréttlæti í landi þar sem þú færð ekki að vera með, nema sem ódýrt vinnuafl. Ég hef því áhyggjur af börnum innflytjenda sem ekki fá þann stuðning sem er nauðsynlegur til þess að þau hafi aðgang að öllum gæðum okkar samfélags. Það er hættulegt þegar ungt fólk upplifir að það tilheyrir ekki, að það fái ekki það sama og hinir, að það njóti ekki virðingar og að það hafi engu að tapa. Fjármunum sem eyða á í hervæðingu og kaup á hergögnum væri betur varið í að auka öryggi okkar á Íslandi með því að fjárfesta í ungu fólki og öflugu samfélagi. En það sem þarf er að þau okkar jarðarbúa sem ekki trúum á ofbeldi sem lausn, látum ekki óttan ná tökum á okkur. Við getum búið til nýjar sögur og við þurfum ekki að sætta okkur við ofbeldi sem lausn á vanda. Samfélag okkar jarðarbúa bíður uppá svo margt annað en ógnir og hættur. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið talað um öryggis- og varnamál í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Líst er yfir stuðning við „góða gæjann“ og útskýrt hvað „hinn vondi“ er að gera og ætlar að gera, ef hann er ekki stoppaður af með hervaldi. Mörg tala af þekkingu og reynslu af alþjóðastjórnmálum og aðrir sem leikmenn. Oft er talað óljóst þegar sagt er: ..„þetta er að færast nær“ ...“við verðum að vera viðbúin“… „við verðum að bregðast við ástandinu í Evrópu“.. án þess að það sé nánar skilgreint hver hættan er fyrir okkur á Íslandi og þá hvaða viðbrögð séu raunhæf og komi að gagni. Lengi hefur verið litið á að karlar hafi sérþekkingu á hernaðar- öryggis- og varnamálum og ég sé ekki að margar konur sem úttala sig um öryggismál hafi aðra nálgun. Þær ganga margar inn í ríkjandi orðræðu hernaðarhyggjunnar þar sem gengið er út frá að heimurinn sé hættulegur og hættunni verði að mæta með hervaldi. Ég verð ekki mikið vör við nálgun þar sem ekki er alið á ótta eða þar sem bent er á leiðir til fyrirbyggja ofbeldi, leysa mál eða takast á við óöryggi án þess að beita, eða ógna, með hervaldi. Ég man hvað mér fannst óspennandi að hlusta á vini mína ræða um seinni heimstyrjöldina þegar ég var að vaxa úr grasi. Það var eins og eina fólkið sem átti heima í Evrópu og BNA væru hershöfðingjar og þjóðarleiðtogar. Ekki hjálpaði að græjur og farartæki höfðuðu ekki til mín. Ég vissi því ekkert um skriðdreka og orustuflugvélar og ég hafði engan áhuga á skotvopnum og sprengjum og svo man ég aldrei nein nöfn og dagsetningar. Ég hafði og hef áhuga á stríði sem áhugamanneskja um mannlega hegðun og samfélög og ég hugsaði oft hvað myndi ég gera ef stríð kæmi til Íslands. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það spennandi tilhugsun á unglingsárunum. Ég var viss um að ég myndi vera virk í andspyrnuhreyfingu og ég myndi bjarga minni máttar. Anna Frank færi ekki í útrýmingarbúðir á minni vakt. Ég hafði og hef áhuga á spurningunni: Af hverju stríð? Ekki af því að ég meiri friðarsinni en þessir vinir mínir eða aðrir, heldur af því að ég vildi vita hver væri tilgangurinn með stríði. Þess vegna hef ég lengi verið að skoða hvaða sögur fólk segir sér og öðrum sem réttlætir það að drepa ókunnuga. Hvaða goðsagnir og sögur lifa með fólki í samfélögum þeirra, sem vekja það mikinn ótta og reiði að hægt er að virkja fólk í að fremja ódæði eins og að drepa börn og að styðja skipulagt ofbeldi gegn ókunnugum? Hvaðan koma sögurnar? Hverjir hafa ávinning af hervæðingu og stríði og þá hvernig? Ég hef aldrei haft sterka þjóðerniskennd, en ég lít á það sem forréttindi að búa í „herlausu“ landi sem bíður uppá ósnortna náttúru og að tala þetta fátalaða tungumál auk annarra tungumála, og að tilheyra. Það hafa verið mikil forréttindi að vera hluti af svona lítilli þjóð sem enn ógnar engum og vera með vegabréf sem enn virkar í flestum ríkjum heims. Með tímanum höfum við á Íslandi orðið margra þjóða samlandar og ríkidæmi okkar byggist m. a. á að tæplega fjórðungur vinnandi fólks, sem heldur samfélaginu gangandi, eru innflytjendur. Þegar ég starfaði í fyrrum Júgóslavíu stuttu eftir stríðið þá hlustaði ég á fólk segja mér sögur úr stríðinu. Ég man sérstaklega eftir einu samtali við eldri mann sem sagði mér að fyrir stríð hefði allt þeirra skipulag og undirbúningur fyrir viðbrögð við árásum, beinst að hættunni að utan. Hin illu Vesturlönd voru ógnin. Hann sagði:… „Við áttum hillumetra af möppum þar sem fjallað var um ógnina úr vestri. Það hvarflaði ekki að okkur, þrátt fyrir flókna samsetningu ríkisins, að við íbúar Júgóslavíu ættum eftir að beita hvort annað ofbeldi.“ Flest stríð eru á milli nágranna og meira að segja tala margir þeirra sama tungumál og deila svipaðri menningu. Utanaðkomandi herveldi og fyrirtæki taka þó yfirleitt þátt, beint eða óbeint, með stuðningi við ofbeldið, afskipti af stjórnmálum, hernaðarráðgjöf og vopnasölu. Þessir utanaðkomandi aðilar hagnast líka oft þegar þeir fá aðgengi að náttúruauðlindum þegar stríðið hefur brotið niður samfélagið. Ég tel ekki þörf á að við hervæðumst gegn ógn að utan. Hervæðing mun ekki auka öryggi mitt og minna og ég tel að fjármagni sé betur varið í annað. Þeir sem ásælast auðlindir okkar virðast því miður geta keypt eða notað þær fyrir lítið og þurfa því ekki að ráðast á okkur eða ýta undir upplausn samfélagsins. Ég hef meiri áhyggjur af siðferðilegu skipbroti okkar og annarra Vesturlanda (norður Ameríku og Evrópu) sem ekki hafa gripið til refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Ísrael. Restin af heiminum mun taka enn minna mark á okkur þegar tölum um mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga. Vestrið er að brotna innan frá og með því alþjóðakerfið sem var veikt fyrir. Ég hef líka áhyggjur af því að við sem búum hér á landi séum að aðskilja okkur í „við og hin.“ Ég hef því áhyggjur af veldi þeirra ofur ríku sem hafa stjórnvöld ríkja í vasanum og miðla upplýsingum sem notaðar eru til að vekja ótta og ýta undir rasisma og ofbeldi. Ég hef áhyggjur af því öryggisleysi sem fátæktin getur af sér og þeirri vanmáttarkennd og reiði sem það vekur að upplifa óréttlæti í landi þar sem þú færð ekki að vera með, nema sem ódýrt vinnuafl. Ég hef því áhyggjur af börnum innflytjenda sem ekki fá þann stuðning sem er nauðsynlegur til þess að þau hafi aðgang að öllum gæðum okkar samfélags. Það er hættulegt þegar ungt fólk upplifir að það tilheyrir ekki, að það fái ekki það sama og hinir, að það njóti ekki virðingar og að það hafi engu að tapa. Fjármunum sem eyða á í hervæðingu og kaup á hergögnum væri betur varið í að auka öryggi okkar á Íslandi með því að fjárfesta í ungu fólki og öflugu samfélagi. En það sem þarf er að þau okkar jarðarbúa sem ekki trúum á ofbeldi sem lausn, látum ekki óttan ná tökum á okkur. Við getum búið til nýjar sögur og við þurfum ekki að sætta okkur við ofbeldi sem lausn á vanda. Samfélag okkar jarðarbúa bíður uppá svo margt annað en ógnir og hættur. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun