Innlent

Veru­lega dregið úr jarðskjálftahrinunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skjálftahrina hefur verið að mælast við Reykjanestá.
Skjálftahrina hefur verið að mælast við Reykjanestá. Vísir/Einar

Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring.

Rúmlega sjö hundruð skjálftar hafa mælst í hrinunni, þar af sex á stærð. Samkvæmt aflögunarmælingum í vikunni sáust engar skýrar breytingar, sem bentu til að kvikuhreyfingar væru að valda hrinunni.

Mestur var ákafinn í upphafi, þegar fimmtíu til sextíu jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. Bryndís segir ekki útilokað að ákefðin aukist að nýju en aðeins tíminn muni leiða það í ljós.


Tengdar fréttir

Sex skjálftar yfir 3,0

Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð.

Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5

„Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×