Merino aftur hetja Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel Merino fagnar sigurmarki sínu í dag með félögum sínum í Arsenal.
Mikel Merino fagnar sigurmarki sínu í dag með félögum sínum í Arsenal. Getty/Neal Simpson

Arsenal minnkaði forskot Liverpool á toppnum í tólf stig eftir 1-0 heimasigur á Chelsea í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal hafði ekki náð að fagna sigri í síðustu þremur deildarleikjum og sigurinn í dag var því langþráður og nauðsynlegur.

Spánverjinn Mikel Merino heldur áfram að skila sínu í stöðu framlínumanns þar sem hann hefur spilað eftir að allir náttúrulegu framherjar Arsenal meiddust.

Merino kom Arsenal í 1-0 með laglegu skallamark á 20. mínútu. Sá spænski skallaði þá hornspyrnu Martin Ödegaard aftur sig af nærstönginni og boltinn datt í fjærhornið.

Arsenal var með algjöra yfirburði fram að markinu en tókst ekki að nýta fjölda færa sem liðið fékk í opnum leik. Á endanum var það fast leikatriði sem skilaði marki eins og oft áður snemma á tímabilinu.

Chelsea sótti í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn en náði ekki að opna Arsenal vörnina fyrir alvöru. Þegar kom fram í leikinn þá hægðist á færasköpun hjá báðum liðum.

Það var mikið um brot og spjöld en minna um marktækifæri og hættulegar sóknir.

Arsenal liðið spilaði skynsamlega og varnarleikur liðsins var sterkur frá fyrsta manni til þess aftasta. Fyrir vikið var lítið að frétta af sóknartilþrifum Chelsea.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira