Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2025 10:00 Craig Pedersen þakkar áhorfendum í Laugardalshöll fyrir stuðninginn eftir sigurinn á Tyrklandi á sunnudaginn. vísir/anton Kanadamaðurinn geðþekki Craig Pedersen hefur nú komið íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á þrjú Evrópumót og var einu skoti frá því að koma því á heimsmeistaramót. Samt er tilfinningin að hann ætti að vera í meiri metum hjá íslensku þjóðinni en hann er. Laugardalshöllin er auðvitað fyrir lifandis löngu úr sér gengin og þörfin fyrir nýja höll verður ríkari með hverjum deginum. En Höllin er okkar ónýti hjallur og þegar vel gengur er hvergi skemmtilegra að vera. Þarna myndast einstök stemmning. Höllin geymir minningar og ein þeirra sem mun lifa er frá sunnudeginum þegar Ísland vann frækinn sigur á Tyrklandi, 83-71, og tryggði sér þar með sæti á EM næsta haust. „Þetta var stórkostlegur sigur. Extra sætur þar sem Ungverjaland vann Ítalíu. Mér fannst þetta einn besti leikur sem við höfum spilað, gríðarleg orka í öllum og allir sem komu inn af bekknum skiluðu sínu. Það hjálpaði okkur að byrja sterkt, við fengum fólkið í stúkunni með okkur strax og þau voru með orku á pöllunum allan leikinn. Sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því við þrífumst á þessum stuðningi. Þetta var bara alveg frábært,“ sagði Pedersen í samtali við Vísi eftir leikinn í Höllinni í fyrradag. Þrátt fyrir að vera orðinn vanur maður, enda komið Íslandi á þrjú stórmót, var ljóst að augnablikið var stórt og mikilvægt fyrir Pedersen. Hann er vanalega yfirvegunin uppmáluð en stundum taka tilfinningarnar yfir, aldrei á ýktan hátt heldur bara nóg til þess að sjá að íslenska landsliðið skiptir hann máli. Enginn verið lengur Pedersen hefur enda þjálfað landsliðið í ellefu ár. Það er hellings tími. Enginn landsliðsþjálfari í stóru boltagreinunum þremur (fót-, hand- og körfubolta) hefur verið samfleytt lengur með lið en Pedersen með karlalandsliðið í körfubolta. Pedersen gefur skipanir á hliðarlínunni í leiknum gegn Tyrkjum.vísir/anton Það er kannski erfitt að trúa því en það eru ekki nema fjórtán ár síðan Körfuknattleikssamband Íslands hafði ekki efni á því að halda úti landsliði. Frá 29. ágúst 2009 til 23. júlí 2011 spilaði karlalandsliðið enga leiki. Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag. Landsliðið var endurreist 2011 og Svíinn Peter Öqvist hóf uppbygginguna. Í mars 2014 var Pedersen ráðinn eftirmaður hans, nokkrum mánuðum síðar tryggðu Íslendingar sér sæti á EM í fyrsta sinn og framhaldið þekkja flestir. Við erum á leið á þriðja Evrópumótið á tíu árum og ef skot Elvars Más Friðrikssonar í Georgíu hefði verið nokkra sentímetra í hina áttina hefði Ísland keppt á HM 2023. Árangurinn er eftirtektarverður og það þarf varla að taka fram að Ísland er langfámennasta þjóðin sem hefur komist á EM. Og núna erum við komin þangað í þriðja sinn. Sama niðurstaða, ólík upplifun Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum á EM 2015 eru dagarnir í Berlín litaðir rósrauðum bjarma. Þetta var jú allt svo nýtt og ferskt, stúkan blá og ekki möguleiki að vera svekktur út í íslenska liðið sem sýndi á köflum aðdáunarverða frammistöðu gegn risakörfuboltaþjóðunum Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Spáni (sem stóð uppi sem sigurvegarar) og Tyrklandi. Hver getur til dæmis gleymt skotinu hans Loga Gunnarssonar í Tyrkjaleiknum? Pedersen fylgist með leik Íslands og Grikklands á EM 2017.getty/Norbert Barczyk Niðurstaðan á EM 2017 var sú sama og 2015 en tilfinningin allt önnur. Töpin voru stærri og stemmningin súrari. Og í fyrsta sinn heyrðist gagnrýni á Pedersen. Að þessu sinni gerðu stuðningsmenn sér meiri vonir um að vinna leik en andstæðingarnar voru litlu lakari en tveimur árum fyrr. Grikkland, Pólland, Frakkland, Slóvenía (sem vann mótið með þarna Luka gaurinn) og heimalið Finnlands. Ísland mætir í þriðja sinn á stóra sviðið næsta haust og fyrsti sigurinn kemur vonandi þá. Og ævintýri á EM er kannski það sem Pedersen þarf til að komast í þjóðhetjutölu hjá Íslendingum. Hann mun eflaust seint ná hæðum Bogdans Kowalczyk og Lars Lagerbäck í þeim efnum. Til þess er samband þjóðarinnar við körfuboltann ekki jafn náið og við handboltann og fótboltann. Faldara landslið Svo er karlalandsliðið í körfubolta miklu faldara en handbolta- og fótboltalandsliðin. Landsleikirnir eru ekki margir og sárafáir hér á landi. Kastljósið beinist því svo sjaldan að landsliðinu og í skamman tíma í einu. Landsleikir í handbolta eru einnig fáir en Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eiga alltaf sinn stórmótajanúar. Körfuboltinn hefur bara fengið tvö svoleiðis tækifæri. Íslensku leikmennirnir fagna EM-sætinu.vísir/anton Pedersen virðist líka kunna ágætlega við sig á kantinum. Hann sækist ekki í athygli og KKÍ teflir honum sjaldan fram. Það skal þó tekið fram að leitun er að viðkunnanlegri manni í þessum bransa en Pedersen. Hann er líka hógværðin uppmáluð og er gjarn á að útdeila hrósi til aðstoðarmanna sinna. Nærtækast er að nefna hversu mikið Pedersen hældi Baldri Þór Ragnarssyni fyrir hans þátt í sigrinum frækna á Ítalíu í fyrra. Kannski er þessi bráðum sextugi Kanadamaður sem hefur alið manninn í Danmörku síðan 1989 líka bara sáttur meðan athyglin er annars staðar en á honum. En virðinguna á hann skilið og hver veit nema aðdáunin fylgi með einhvers konar EM-ævintýri næsta haust. Það mikilvægasta er samt að leikmenn virðast vera hrifnir af því sem Pedersen hefur fram að færa. Það kom meðal annars fram í stórskemmtilegu landsliðs-GAZI Pavels Ermolinskijs, Helga Más Magnússonar, Jóns Arnórs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar fyrir leikina gegn Ítalíu síðasta haust. Réttur maður á réttum tíma Jón Arnór segir að Pedersen hafi verið rétti maðurinn til að taka við landsliðinu af hinum stranga Öqvist sem hafi unnið mikilvægt starf við endurreisnina. „Hann kom inn á hárréttum tíma. Þá kemur þessi rólegi, yfirvegaði þjálfari sem er samt ofboðslega nákvæmur í öllu. Góður þjálfari, náði ofboðslega vel til okkar og hafði mikla trú á okkur,“ sagði Jón Arnór og félagar hans bættu við að Pedersen væri þjálfari sem leikmenn vildu standa sig vel fyrir. Jón Arnór og félagar hans í 1982-árganginum; Hlynur, Helgi og Jakob Örn Sigurðarson voru í lykilhlutverki þegar Pedersen tók við landsliðinu ásamt Loga, Pavel og Hauki Helga Pálssyni. Síðan eru liðin mörg ár og kynslóðaskiptunum löngu lokið. Nú er það raunar svo að ungu mennirnir á EM 2017; Martin Hermannsson, Elvar og Tryggvi Snær Hlinason eru orðnir burðarstólparnir og reynslumestu mennirnir í landsliðinu ásamt Hauki Helga og Ægi Þór Steinarssyni. Pedersen var aðstoðarþjálfari danska landsliðsins á árunum 2004-09.vísir/anton Pedersen hefur haldið gríðarlega vel utan um þessi kynslóðaskipti og breytingarnar á landsliðinu. Það virðist líka vera þægilegt fyrir leikmenn að koma inn í íslenska hópinn og liðsheildin virkar gríðarlega sterk. Allt þetta er vitnisburður um hæfni Pedersens sem þjálfara. Hann er fær í sínu fagi og við erum heppinn að hafa hann. Fögnum honum sem þjóðhetjunni sem hann ætti að vera. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Utan vallar Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Laugardalshöllin er auðvitað fyrir lifandis löngu úr sér gengin og þörfin fyrir nýja höll verður ríkari með hverjum deginum. En Höllin er okkar ónýti hjallur og þegar vel gengur er hvergi skemmtilegra að vera. Þarna myndast einstök stemmning. Höllin geymir minningar og ein þeirra sem mun lifa er frá sunnudeginum þegar Ísland vann frækinn sigur á Tyrklandi, 83-71, og tryggði sér þar með sæti á EM næsta haust. „Þetta var stórkostlegur sigur. Extra sætur þar sem Ungverjaland vann Ítalíu. Mér fannst þetta einn besti leikur sem við höfum spilað, gríðarleg orka í öllum og allir sem komu inn af bekknum skiluðu sínu. Það hjálpaði okkur að byrja sterkt, við fengum fólkið í stúkunni með okkur strax og þau voru með orku á pöllunum allan leikinn. Sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því við þrífumst á þessum stuðningi. Þetta var bara alveg frábært,“ sagði Pedersen í samtali við Vísi eftir leikinn í Höllinni í fyrradag. Þrátt fyrir að vera orðinn vanur maður, enda komið Íslandi á þrjú stórmót, var ljóst að augnablikið var stórt og mikilvægt fyrir Pedersen. Hann er vanalega yfirvegunin uppmáluð en stundum taka tilfinningarnar yfir, aldrei á ýktan hátt heldur bara nóg til þess að sjá að íslenska landsliðið skiptir hann máli. Enginn verið lengur Pedersen hefur enda þjálfað landsliðið í ellefu ár. Það er hellings tími. Enginn landsliðsþjálfari í stóru boltagreinunum þremur (fót-, hand- og körfubolta) hefur verið samfleytt lengur með lið en Pedersen með karlalandsliðið í körfubolta. Pedersen gefur skipanir á hliðarlínunni í leiknum gegn Tyrkjum.vísir/anton Það er kannski erfitt að trúa því en það eru ekki nema fjórtán ár síðan Körfuknattleikssamband Íslands hafði ekki efni á því að halda úti landsliði. Frá 29. ágúst 2009 til 23. júlí 2011 spilaði karlalandsliðið enga leiki. Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag. Landsliðið var endurreist 2011 og Svíinn Peter Öqvist hóf uppbygginguna. Í mars 2014 var Pedersen ráðinn eftirmaður hans, nokkrum mánuðum síðar tryggðu Íslendingar sér sæti á EM í fyrsta sinn og framhaldið þekkja flestir. Við erum á leið á þriðja Evrópumótið á tíu árum og ef skot Elvars Más Friðrikssonar í Georgíu hefði verið nokkra sentímetra í hina áttina hefði Ísland keppt á HM 2023. Árangurinn er eftirtektarverður og það þarf varla að taka fram að Ísland er langfámennasta þjóðin sem hefur komist á EM. Og núna erum við komin þangað í þriðja sinn. Sama niðurstaða, ólík upplifun Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum á EM 2015 eru dagarnir í Berlín litaðir rósrauðum bjarma. Þetta var jú allt svo nýtt og ferskt, stúkan blá og ekki möguleiki að vera svekktur út í íslenska liðið sem sýndi á köflum aðdáunarverða frammistöðu gegn risakörfuboltaþjóðunum Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Spáni (sem stóð uppi sem sigurvegarar) og Tyrklandi. Hver getur til dæmis gleymt skotinu hans Loga Gunnarssonar í Tyrkjaleiknum? Pedersen fylgist með leik Íslands og Grikklands á EM 2017.getty/Norbert Barczyk Niðurstaðan á EM 2017 var sú sama og 2015 en tilfinningin allt önnur. Töpin voru stærri og stemmningin súrari. Og í fyrsta sinn heyrðist gagnrýni á Pedersen. Að þessu sinni gerðu stuðningsmenn sér meiri vonir um að vinna leik en andstæðingarnar voru litlu lakari en tveimur árum fyrr. Grikkland, Pólland, Frakkland, Slóvenía (sem vann mótið með þarna Luka gaurinn) og heimalið Finnlands. Ísland mætir í þriðja sinn á stóra sviðið næsta haust og fyrsti sigurinn kemur vonandi þá. Og ævintýri á EM er kannski það sem Pedersen þarf til að komast í þjóðhetjutölu hjá Íslendingum. Hann mun eflaust seint ná hæðum Bogdans Kowalczyk og Lars Lagerbäck í þeim efnum. Til þess er samband þjóðarinnar við körfuboltann ekki jafn náið og við handboltann og fótboltann. Faldara landslið Svo er karlalandsliðið í körfubolta miklu faldara en handbolta- og fótboltalandsliðin. Landsleikirnir eru ekki margir og sárafáir hér á landi. Kastljósið beinist því svo sjaldan að landsliðinu og í skamman tíma í einu. Landsleikir í handbolta eru einnig fáir en Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eiga alltaf sinn stórmótajanúar. Körfuboltinn hefur bara fengið tvö svoleiðis tækifæri. Íslensku leikmennirnir fagna EM-sætinu.vísir/anton Pedersen virðist líka kunna ágætlega við sig á kantinum. Hann sækist ekki í athygli og KKÍ teflir honum sjaldan fram. Það skal þó tekið fram að leitun er að viðkunnanlegri manni í þessum bransa en Pedersen. Hann er líka hógværðin uppmáluð og er gjarn á að útdeila hrósi til aðstoðarmanna sinna. Nærtækast er að nefna hversu mikið Pedersen hældi Baldri Þór Ragnarssyni fyrir hans þátt í sigrinum frækna á Ítalíu í fyrra. Kannski er þessi bráðum sextugi Kanadamaður sem hefur alið manninn í Danmörku síðan 1989 líka bara sáttur meðan athyglin er annars staðar en á honum. En virðinguna á hann skilið og hver veit nema aðdáunin fylgi með einhvers konar EM-ævintýri næsta haust. Það mikilvægasta er samt að leikmenn virðast vera hrifnir af því sem Pedersen hefur fram að færa. Það kom meðal annars fram í stórskemmtilegu landsliðs-GAZI Pavels Ermolinskijs, Helga Más Magnússonar, Jóns Arnórs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar fyrir leikina gegn Ítalíu síðasta haust. Réttur maður á réttum tíma Jón Arnór segir að Pedersen hafi verið rétti maðurinn til að taka við landsliðinu af hinum stranga Öqvist sem hafi unnið mikilvægt starf við endurreisnina. „Hann kom inn á hárréttum tíma. Þá kemur þessi rólegi, yfirvegaði þjálfari sem er samt ofboðslega nákvæmur í öllu. Góður þjálfari, náði ofboðslega vel til okkar og hafði mikla trú á okkur,“ sagði Jón Arnór og félagar hans bættu við að Pedersen væri þjálfari sem leikmenn vildu standa sig vel fyrir. Jón Arnór og félagar hans í 1982-árganginum; Hlynur, Helgi og Jakob Örn Sigurðarson voru í lykilhlutverki þegar Pedersen tók við landsliðinu ásamt Loga, Pavel og Hauki Helga Pálssyni. Síðan eru liðin mörg ár og kynslóðaskiptunum löngu lokið. Nú er það raunar svo að ungu mennirnir á EM 2017; Martin Hermannsson, Elvar og Tryggvi Snær Hlinason eru orðnir burðarstólparnir og reynslumestu mennirnir í landsliðinu ásamt Hauki Helga og Ægi Þór Steinarssyni. Pedersen var aðstoðarþjálfari danska landsliðsins á árunum 2004-09.vísir/anton Pedersen hefur haldið gríðarlega vel utan um þessi kynslóðaskipti og breytingarnar á landsliðinu. Það virðist líka vera þægilegt fyrir leikmenn að koma inn í íslenska hópinn og liðsheildin virkar gríðarlega sterk. Allt þetta er vitnisburður um hæfni Pedersens sem þjálfara. Hann er fær í sínu fagi og við erum heppinn að hafa hann. Fögnum honum sem þjóðhetjunni sem hann ætti að vera.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Utan vallar Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira