Gerendur yngri og brotin alvarlegri Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 17:51 Fyrr í mánuðinum varð ungmenni fyrir árás í Mjóddinni. Vísir/Vilhelm Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu. Um helgina var fjallað um hóp drengja sem rændu úlpu af fimmtán ára dreng. Tveir strákar voru á gangi í undirgöngum skammt frá Smáralind þegar sex drengir hóta þeim og ræna úlpu annars. Í vasanum var hann með þráðlaus heyrnatól frá Apple. Sjá nánar: Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu „Þetta hefur alltaf verið til en mín tilfinning er kannski sé sú að þetta sé að aukast,“ segir Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur í Reykjavík síðdegis. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra síðasta árs fari líkamsárásum fækkandi. „Líkamsárásum hefur fækkað en þegar þær verða þá verða þær alvarlegri,“ segir Eyþór. Gerendur sé þá að verða yngri. „Ég kannast nú við eina sem að þekkir til þarna í Mjóddar-málinu og við vorum að ræða þetta sem gerðist síðast í undirgöngunum [hjá Smáralind]. Ég ætla ekki að fullyrða það en einhvers staðar heyrði ég að þetta væri sami hópurinn.“ Sjá nánar: Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stelpa úlpu Fleiri ábendingar um úlpustuldur borist Fréttastofu hefur einnig borist ábending um fleiri atvik sem varða sama hóp. Móðir í Kópavogi segir son sinn og vini hafa lent í sama hóp. Fimm strákar á aldrinum tólf til þrettán ára voru á leið í bíó um kvöld í Smáralind. Þeir mæta fimm unglingsstrákum, um fimmtán til sextán ára, í innganginum á Smáralind. Að sögn móðurinnar var einn drengur í hópi þeirra yngri með merkjavöruhúfu og annar í merkjavöruúlpu. Unglingarnir hafi tekið húfuna af fyrri drengnum og neitað að skila henni. Þá hafi þeir tekið hinn drenginn fastann og skipað honum að fara úr úlpunni. Hópurinn hafi skilað húfunni og sleppt hinum drengnum eftir að fullorðinn maður mætti á staðinn. „Þeir eru svo heppnir að það er maður þarna sem stöðvar þá,“ segir móðirin í samtali við fréttastofu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Engir hlutir það dýrir að það sé virði heilsu eða mannslífi Eyþór segir hegðunina vera birtingarmynd mikillar vanlíðan. Þá segir hann að með því að koma í veg fyrir þessi minni atvik sé hægt að koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gerist. „Ég veit að það er verið að vinna mikið í þessu máli og önnur málum, þetta er ekki bara þessi hópur. En þetta er flókið og koma margir að málunum,“ segir Eyþór. Hann ráðleggur fólki að, ef það lendi í samskonar aðstæðum, að afhenda hlutina, forða sér og reyna ná í lögreglu. Þá geti fólk líka verið vart um sig en hann vill þó ekki draga úr því að fólk fari ferða sinna í myrkri. Það sé nú myrkur tuttugu tíma á sólarhring í nokkra mánuði. „Láta hluti bara af hendi, það er ekkert svo dýrt að það sé meira virði en heilsa manns eða líf.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ofbeldi barna Lögreglumál Reykjavík síðdegis Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Um helgina var fjallað um hóp drengja sem rændu úlpu af fimmtán ára dreng. Tveir strákar voru á gangi í undirgöngum skammt frá Smáralind þegar sex drengir hóta þeim og ræna úlpu annars. Í vasanum var hann með þráðlaus heyrnatól frá Apple. Sjá nánar: Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu „Þetta hefur alltaf verið til en mín tilfinning er kannski sé sú að þetta sé að aukast,“ segir Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur í Reykjavík síðdegis. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra síðasta árs fari líkamsárásum fækkandi. „Líkamsárásum hefur fækkað en þegar þær verða þá verða þær alvarlegri,“ segir Eyþór. Gerendur sé þá að verða yngri. „Ég kannast nú við eina sem að þekkir til þarna í Mjóddar-málinu og við vorum að ræða þetta sem gerðist síðast í undirgöngunum [hjá Smáralind]. Ég ætla ekki að fullyrða það en einhvers staðar heyrði ég að þetta væri sami hópurinn.“ Sjá nánar: Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stelpa úlpu Fleiri ábendingar um úlpustuldur borist Fréttastofu hefur einnig borist ábending um fleiri atvik sem varða sama hóp. Móðir í Kópavogi segir son sinn og vini hafa lent í sama hóp. Fimm strákar á aldrinum tólf til þrettán ára voru á leið í bíó um kvöld í Smáralind. Þeir mæta fimm unglingsstrákum, um fimmtán til sextán ára, í innganginum á Smáralind. Að sögn móðurinnar var einn drengur í hópi þeirra yngri með merkjavöruhúfu og annar í merkjavöruúlpu. Unglingarnir hafi tekið húfuna af fyrri drengnum og neitað að skila henni. Þá hafi þeir tekið hinn drenginn fastann og skipað honum að fara úr úlpunni. Hópurinn hafi skilað húfunni og sleppt hinum drengnum eftir að fullorðinn maður mætti á staðinn. „Þeir eru svo heppnir að það er maður þarna sem stöðvar þá,“ segir móðirin í samtali við fréttastofu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Engir hlutir það dýrir að það sé virði heilsu eða mannslífi Eyþór segir hegðunina vera birtingarmynd mikillar vanlíðan. Þá segir hann að með því að koma í veg fyrir þessi minni atvik sé hægt að koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gerist. „Ég veit að það er verið að vinna mikið í þessu máli og önnur málum, þetta er ekki bara þessi hópur. En þetta er flókið og koma margir að málunum,“ segir Eyþór. Hann ráðleggur fólki að, ef það lendi í samskonar aðstæðum, að afhenda hlutina, forða sér og reyna ná í lögreglu. Þá geti fólk líka verið vart um sig en hann vill þó ekki draga úr því að fólk fari ferða sinna í myrkri. Það sé nú myrkur tuttugu tíma á sólarhring í nokkra mánuði. „Láta hluti bara af hendi, það er ekkert svo dýrt að það sé meira virði en heilsa manns eða líf.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ofbeldi barna Lögreglumál Reykjavík síðdegis Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira