Innlent

Hópur drengja rændi fimm­tán ára dreng og stal af honum úlpu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Gerendurnir voru sex talsins og hótuðu drengnum barsmíðum gæfi hann þeim ekki úlpuna sína.
Gerendurnir voru sex talsins og hótuðu drengnum barsmíðum gæfi hann þeim ekki úlpuna sína. Vísir/Vilhelm

Fimmtán ára drengur var rændur af hópi sex drengja og úlpu stolið af honum skammt frá Smáralind í Kópavogi í gær.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að drengurinn hafi gangi með vini sínum í undirgöngum við Smáralind þegar sex drengja hópur gengur til þeirra og hótar þeim. Morgunblaðið greindi fyrst frá.

Öðrum drengjanna tókst að koma sér undan og hringja í lögregluna. Hópurinn hótaði hinum drengnum ofbeldi léti hann ekki úlpuna sína af hendi sem hann gerði en í úlpunni voru einnig heyrnartól af gerðinni Airpods.

Jóhann segir að ekki sé talið að tengsl séu á milli gerendanna og þolandans. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×