Innlent

Lagði hendur á lög­reglu­menn í land­gangi

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn framdi brotið í landgangi á Keflavíkurflugvelli. Ekki liggur fyrir með hvaða flugfélagi hann var að koma eða fara með.
Maðurinn framdi brotið í landgangi á Keflavíkurflugvelli. Ekki liggur fyrir með hvaða flugfélagi hann var að koma eða fara með. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni með því að leggja hendur á tvo lögreglumenn í landgangi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum og brot gegn valdstjórninni að morgni föstudags í desember 2023, í landgangi flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Reykjanesbæ.

Hann hafi ekki hlýtt ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fylgja sér, slegið með krepptum hnefa í vinstra kinnbein lögreglumanns, þegar lögreglumaðurinn var að reisa hann við, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn kenndi til eymsla yfir kinnbeininu

Þá hafi hann reynt að skalla annan lögreglumann þegar lögreglumaðurinn hélt honum og beið aðstoðar, en lögreglumennirnir hafi verið við skyldustörf.

Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og því hafi dómur verið felldur í málinu án frekari sönnunarfærslu. Með vísan til játningar og yfirlýsingu mannsins um iðrun hafi refsing hans hæfilega verið ákveðin 60 daga skilorðsbundin fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×