Innlent

Húsbrot, þjófnaðir og slags­mál

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt í tengslum við húsbrot, í tveimur aðskildum málum. Þá var tilkynnt um innbrot í heimahús og er það mál í rannsókn. 

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um þjófnað úr bifreið og þjófnaði úr verslun. Þá var tilkynnt um þjófnað á vörum í anddyri hótels. Einn var handtekinn grunaður um þjófnaðinn og vistaður í fangaklefa.

Þrír voru handteknir grunaðir um vörslu fíkniefna og þá var tilkynnt um slagsmál í verslunarmiðstöð þar sem þrír voru sagðir hafa ráðist gegn einum. Það mál er í rannsókn, svo og önnur líkamsárás.

Einn var stöðvaður í umferðinni grunaður um akstur undir áhrifum og þá aðstoðaði lögregla við að vísa ölvuðum einstakling út úr verslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×