Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 19:45 Gerandinn í stunguárásinni á menningarnótt var handtekinn skömmu eftir árásina. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps og er nú í varðhaldi. Vísir/Bjarni Forráðamenn drengsins, sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á menningarnótt, voru handteknir og grunaðir um að hafa komið sönnunargögnum undan við rannsókn málsins. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir árásina segja sorgina óbærilega en vona að hennar saga verði til þess að bjarga mannslífum. Stunguárásin á menningarnótt skók þjóðina og mikil umræða spratt upp um andlega líðan ungmenna og vopnaburð. Gerandinn sem þá var sextán ára gamall veittist með hníf að unglingum sem sátu saman í bíl við Skúlagötu og voru á heimleið eftir tónleika á Arnarhóli. Þrjú börn voru stungin og þeirra á meðal var Bryndís Klara sem lést af sárum sínum tæpri viku eftir árásina, aðeins sautján ára gömul. Gerandinn var fyrrverandi kærasti einnar stúlkunnar í bílnum og hafði elt hana í gegnum staðsetningarapp í síma hennar. „Það er aðdragandi þarna á milli aðila sem var gjörsamlega fyrir utan Bryndísi. Hún vissi ekkert um aðdragandann og hafði aldrei hitt gerandann,“ segir Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar. „Þessi árás byrjar í framsætinu og Bryndís og vinkona hennar fara út úr bílnum, koma sér í skjól og gerandinn kemur þá aftur fyrir og inn um dyrnar þar og er að byrja að ráðast á stelpu. Bryndís fer til baka og er að toga hann út úr bílnum þegar hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað.“ Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson, foreldrar Bryndísar Klöru.Vísir Gerandinn var handtekinn skömmu eftir árásina á heimili sínu og hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Forráðamenn hans voru einnig handteknir fyrir að hafa komið sönnunargögnum undan og grunaðir um hylmingu. Þau sendu drenginn í sturtu þegar hann kom heim, settu föt hans í þvottavél og komu undan hnífnum sem notaður var í árásinni. Samkvæmt heimildum fann lögregla hnífinn í bakpoka í skottinu á bíl forráðamanna hans. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn en slíkt er refsilaust þegar um nána vandamenn er að ræða. Foreldrar Bryndísar Klöru segja hana hafa verið einstaka stelpu. Sorgin sé óbærileg en þau reyna nú að beina henni í kærleiksríkan farveg í gegnum minningarsjóð sem þau hafa stofnað. Bryndís Klara ásamt móður sinni Iðunni.vísir „Þetta hafði áhrif á svo rosalega marga sem þekktu okkur ekki neitt vegna þess að þetta hefði getað verið hver sem er og maður trúir því aldrei að maður lendi í svona sjálfur. En með sjóðnum getum við haldið hennar minningu á lofti og komið einhverju góðu til leiðar,“ segir Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar. Birgir tekur undir. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum.“ Foreldrar Bryndísar Klöru voru í ítarlegu og opinskáu viðtali í Kompás. Í spilaranum ofar í fréttinni má sjá þáttinn í heild sinni. Kompás Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Stunguárásin á menningarnótt skók þjóðina og mikil umræða spratt upp um andlega líðan ungmenna og vopnaburð. Gerandinn sem þá var sextán ára gamall veittist með hníf að unglingum sem sátu saman í bíl við Skúlagötu og voru á heimleið eftir tónleika á Arnarhóli. Þrjú börn voru stungin og þeirra á meðal var Bryndís Klara sem lést af sárum sínum tæpri viku eftir árásina, aðeins sautján ára gömul. Gerandinn var fyrrverandi kærasti einnar stúlkunnar í bílnum og hafði elt hana í gegnum staðsetningarapp í síma hennar. „Það er aðdragandi þarna á milli aðila sem var gjörsamlega fyrir utan Bryndísi. Hún vissi ekkert um aðdragandann og hafði aldrei hitt gerandann,“ segir Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar. „Þessi árás byrjar í framsætinu og Bryndís og vinkona hennar fara út úr bílnum, koma sér í skjól og gerandinn kemur þá aftur fyrir og inn um dyrnar þar og er að byrja að ráðast á stelpu. Bryndís fer til baka og er að toga hann út úr bílnum þegar hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað.“ Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson, foreldrar Bryndísar Klöru.Vísir Gerandinn var handtekinn skömmu eftir árásina á heimili sínu og hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Forráðamenn hans voru einnig handteknir fyrir að hafa komið sönnunargögnum undan og grunaðir um hylmingu. Þau sendu drenginn í sturtu þegar hann kom heim, settu föt hans í þvottavél og komu undan hnífnum sem notaður var í árásinni. Samkvæmt heimildum fann lögregla hnífinn í bakpoka í skottinu á bíl forráðamanna hans. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn en slíkt er refsilaust þegar um nána vandamenn er að ræða. Foreldrar Bryndísar Klöru segja hana hafa verið einstaka stelpu. Sorgin sé óbærileg en þau reyna nú að beina henni í kærleiksríkan farveg í gegnum minningarsjóð sem þau hafa stofnað. Bryndís Klara ásamt móður sinni Iðunni.vísir „Þetta hafði áhrif á svo rosalega marga sem þekktu okkur ekki neitt vegna þess að þetta hefði getað verið hver sem er og maður trúir því aldrei að maður lendi í svona sjálfur. En með sjóðnum getum við haldið hennar minningu á lofti og komið einhverju góðu til leiðar,“ segir Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar. Birgir tekur undir. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum.“ Foreldrar Bryndísar Klöru voru í ítarlegu og opinskáu viðtali í Kompás. Í spilaranum ofar í fréttinni má sjá þáttinn í heild sinni.
Kompás Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira