„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 15:32 Sigurðar Ingimundarson á ærið verk fyrir höndum við að rétta af gengi Keflavíkur áður en það verður um seinan. vísir/Diego Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru að vanda yfir víðan völl en beindu sjónum sínum sérstaklega að Keflavík sem er aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, eftir tap gegn ÍR í síðasta leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði Keflavík í þeim leik, eftir að Pétur Ingvarsson hætti fyrir viku, en nú hefur Sigurður, sem unnið hefur fjölda Íslandsmeistaratitla þó að nokkuð sé liðið síðan síðast, tekið við stjórnartaumunum. Vesenið á Keflvíkingum er orðið það mikið að KR-ingurinn Helgi vonast til þess að þeim takist einhvern veginn að rétta úr kútnum en Sigurður þarf þá að vinna hratt því aðeins fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Okkar Siggi Ingimundar, sem við þekkjum, gamli landsliðs Siggi Ingimundar, það er maður sem einmitt labbar inn, sparkar upp hurðinni og keyrir menn í gang. Heldurðu að það sé að fara að ganga? Er of mikill tími liðinn frá því að Siggi Ingimundar var Siggi Ingimundar, til að hann geti núna labbað inn og gert þetta?“ spurði Pavel í GAZinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um Keflavík hefst eftir rúmar 14 mínútur. „Þú ert ekki að ganga inn í klefa með sterkan, íslenskan kjarna sem þekkir til Sigga. Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið,“ benti Helgi á og bætti við: „Ég ímynda mér að stjórn Keflavíkur hafi bara fengið nóg af því hvernig menn bera sig inni á vellinum. Keflvíkingar eiga ekki að vera litlir inni á vellinum, ég tala nú ekki um í Keflavík og gegn liði sem þeir „ættu“ að vinna. Menn voru ragir, kraftlitlir og að vorkenna sér. Stjórn Keflavíkur hefur bara sagt „stopp hér“. Menn gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fara að verða Íslandsmeistarar en fjandinn hafi það, það þarf að berja eitthvað Keflavíkurlegt í þetta lið. „Svona eigið þið að spila sem Keflvíkingar.“ Ég held að Siggi Ingimundar sé tilvalinn í það.“ Gæti Remy Martin snúið aftur? Um leið og Sigurður kemur nú inn sem nýr þjálfari Keflavíkur þá hefur félagið losað sig við Jarell Reischel og Marek Dolezaj. GAZ-bræður veltu svo vöngum yfir því hvort að Keflavík myndi mögulega geta teflt hinum magnaða Remy Martin fram áður en þessi leiktíð er á enda. Hann hefur verið frá keppni síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. „Þetta eru 9-12 mánaða meiðsli og hann er skráður í Keflavík. Ég ímynda mér að þeir þurfi bara að borga eitthvað gjald og þá megi hann spila. Myndir þú [taka Remy inn í liðið]?“ spurði Helgi og Pavel var fljótur til svars: „Ég myndi skoða það mjög alvarlega já. Þó það séu ekki nema 15 mínútur af Remy á annarri löpp. Geturðu hlaupið upp og niður í korter til tuttugu mínútur í leik? Komdu!“ Hér að ofan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Fleiri fréttir Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru að vanda yfir víðan völl en beindu sjónum sínum sérstaklega að Keflavík sem er aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, eftir tap gegn ÍR í síðasta leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði Keflavík í þeim leik, eftir að Pétur Ingvarsson hætti fyrir viku, en nú hefur Sigurður, sem unnið hefur fjölda Íslandsmeistaratitla þó að nokkuð sé liðið síðan síðast, tekið við stjórnartaumunum. Vesenið á Keflvíkingum er orðið það mikið að KR-ingurinn Helgi vonast til þess að þeim takist einhvern veginn að rétta úr kútnum en Sigurður þarf þá að vinna hratt því aðeins fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Okkar Siggi Ingimundar, sem við þekkjum, gamli landsliðs Siggi Ingimundar, það er maður sem einmitt labbar inn, sparkar upp hurðinni og keyrir menn í gang. Heldurðu að það sé að fara að ganga? Er of mikill tími liðinn frá því að Siggi Ingimundar var Siggi Ingimundar, til að hann geti núna labbað inn og gert þetta?“ spurði Pavel í GAZinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um Keflavík hefst eftir rúmar 14 mínútur. „Þú ert ekki að ganga inn í klefa með sterkan, íslenskan kjarna sem þekkir til Sigga. Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið,“ benti Helgi á og bætti við: „Ég ímynda mér að stjórn Keflavíkur hafi bara fengið nóg af því hvernig menn bera sig inni á vellinum. Keflvíkingar eiga ekki að vera litlir inni á vellinum, ég tala nú ekki um í Keflavík og gegn liði sem þeir „ættu“ að vinna. Menn voru ragir, kraftlitlir og að vorkenna sér. Stjórn Keflavíkur hefur bara sagt „stopp hér“. Menn gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fara að verða Íslandsmeistarar en fjandinn hafi það, það þarf að berja eitthvað Keflavíkurlegt í þetta lið. „Svona eigið þið að spila sem Keflvíkingar.“ Ég held að Siggi Ingimundar sé tilvalinn í það.“ Gæti Remy Martin snúið aftur? Um leið og Sigurður kemur nú inn sem nýr þjálfari Keflavíkur þá hefur félagið losað sig við Jarell Reischel og Marek Dolezaj. GAZ-bræður veltu svo vöngum yfir því hvort að Keflavík myndi mögulega geta teflt hinum magnaða Remy Martin fram áður en þessi leiktíð er á enda. Hann hefur verið frá keppni síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. „Þetta eru 9-12 mánaða meiðsli og hann er skráður í Keflavík. Ég ímynda mér að þeir þurfi bara að borga eitthvað gjald og þá megi hann spila. Myndir þú [taka Remy inn í liðið]?“ spurði Helgi og Pavel var fljótur til svars: „Ég myndi skoða það mjög alvarlega já. Þó það séu ekki nema 15 mínútur af Remy á annarri löpp. Geturðu hlaupið upp og niður í korter til tuttugu mínútur í leik? Komdu!“ Hér að ofan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Fleiri fréttir Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Sjá meira