Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 15:41 Félagarnir hafa flogið þvert yfir hnöttinn saman og tekist á við ýmislegt. Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður betur þekktur sem Steindi jr. er ekki að flytja úr Mosfellsbænum og í Garðabæ líkt og fram kemur í nýjasta tölublaði Mosfellingsins. Þar lítur út fyrir að um viðtal við Steinda sé að ræða þegar raunin er sú að stríðnispúkinn Auðunn Blöndal heldur þar á penna. „Það hafa nokkrir verið að senda á mig í dag og spyrja mig út í þetta viðtal hérna í Mosfellingi. Ég sá þetta bara á sama tíma og þið líka, það er spurning hver sé á bakvið þetta viðtal?“ segir Steindi jr. á Instagram þar sem hann er staddur á veitingastað með þeim Audda og Agli Einarssyni sem stýra með honum FM95Blö. Þar eru þeir að undirbúa þátt dagsins sem hefst klukkan 16:00. Hálf skömmustulegur Auðunn Blöndal viðurkennir að hafa verið með í plottinu. Flutningar, kvikmyndahlutverk og pillur Í hinu meinta viðtali, sem merkt er sem kynning í blaðinu og er við hlið auglýsingar um Alheimsdrauminn, væntanlegrar þáttaraðar með strákunum, er því slengt upp að Steindi hyggi á flutninga í Garðabæinn og að fjölskyldan ætli sér að stækka við sig. Afar ósennilegt fyrir Steinda, sem er líklega mesti Mosfellingur landsins. Þá eru ýmis önnur svör sem eru ansi „ó-Steindaleg.“ Þannig segir „Steindi“ í viðtalinu það ekki vera spurningu hvor sé fyndnari, hann eða Dóri DNA. Það megi eiginlega segja að það sé honum að þakka að Dóri sé á þessum stað í dag í skemmtanabransanum. Án hans væri Dóri ábyggilega lagergómur í dag. Þá segist Steindi, eða öllu heldur Auddi, líka vera búinn að næla sér í nýtt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, spennumyndinni 2Guns2 og er ferlega góður með sig. „Ertu eitthvað ruglaður?“ Ljóst er á Instagram myndbandi Steinda að honum líst ekkert á þetta viðtal. Auðunn viðurkennir hálf skömmustulegur að hann hafi verið með í plottinu. „Ertu eitthvað ruglaður?“ spyr Steindi en Egill Einarsson er í öllu meiri stríðnisgír vegna viðtalsins en Auddi. Segist hafa gaman af því að heyra að Steindi sé að flytja í Garðabæinn. „Ég er ekki að flytja í Garðabæinn,“ segir Steindi. Í lok myndbandsins segir hann Audda að henda blaðinu í ruslið. Svo viðurkennir hann að hann hafi verið tekinn. Alheimsdraumurinn Grín og gaman Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Það hafa nokkrir verið að senda á mig í dag og spyrja mig út í þetta viðtal hérna í Mosfellingi. Ég sá þetta bara á sama tíma og þið líka, það er spurning hver sé á bakvið þetta viðtal?“ segir Steindi jr. á Instagram þar sem hann er staddur á veitingastað með þeim Audda og Agli Einarssyni sem stýra með honum FM95Blö. Þar eru þeir að undirbúa þátt dagsins sem hefst klukkan 16:00. Hálf skömmustulegur Auðunn Blöndal viðurkennir að hafa verið með í plottinu. Flutningar, kvikmyndahlutverk og pillur Í hinu meinta viðtali, sem merkt er sem kynning í blaðinu og er við hlið auglýsingar um Alheimsdrauminn, væntanlegrar þáttaraðar með strákunum, er því slengt upp að Steindi hyggi á flutninga í Garðabæinn og að fjölskyldan ætli sér að stækka við sig. Afar ósennilegt fyrir Steinda, sem er líklega mesti Mosfellingur landsins. Þá eru ýmis önnur svör sem eru ansi „ó-Steindaleg.“ Þannig segir „Steindi“ í viðtalinu það ekki vera spurningu hvor sé fyndnari, hann eða Dóri DNA. Það megi eiginlega segja að það sé honum að þakka að Dóri sé á þessum stað í dag í skemmtanabransanum. Án hans væri Dóri ábyggilega lagergómur í dag. Þá segist Steindi, eða öllu heldur Auddi, líka vera búinn að næla sér í nýtt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, spennumyndinni 2Guns2 og er ferlega góður með sig. „Ertu eitthvað ruglaður?“ Ljóst er á Instagram myndbandi Steinda að honum líst ekkert á þetta viðtal. Auðunn viðurkennir hálf skömmustulegur að hann hafi verið með í plottinu. „Ertu eitthvað ruglaður?“ spyr Steindi en Egill Einarsson er í öllu meiri stríðnisgír vegna viðtalsins en Auddi. Segist hafa gaman af því að heyra að Steindi sé að flytja í Garðabæinn. „Ég er ekki að flytja í Garðabæinn,“ segir Steindi. Í lok myndbandsins segir hann Audda að henda blaðinu í ruslið. Svo viðurkennir hann að hann hafi verið tekinn.
Alheimsdraumurinn Grín og gaman Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira