„Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. febrúar 2025 20:32 Jón Þór Víglundsson hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. Stöð 2/Skjáskot Aftakaveður er í kortunum á öllu landinu næstu daga og verulegar raskanir verða á flugsamgöngum. Björgunarsveitir hafa þegar hafið undirbúning vegna yfirvofandi óveðurs. Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu landinu í kvöld en síðdegis á morgun verður farið að bera á appelsínugulum viðvörunum víðast hvar á landinu. Aðfaranótt fimmtudags verður allt landið undirlagt af slíkum viðvörunum, þar sem von er á sunnan illviðri með roki eða jafnvel ofsaveðri. Icelandair hefur aflýst 38 ferðum á morgun og fimmtudag og seinkað öllu Evrópuflugi eftir hádegi á morgun. Play hefur aflýst öllum sínum ferðum á morgun nema þremur, en félagið gerir ráð fyrir óbreyttri áætlun á fimmtudag. Endurvinnslustöðvar Sorpu verða lokaðar á morgun, og var fólk hvatt til þess að fara í nauðsynlegar sorpuferðir fyrir lokun í dag. Í gærmorgun fór hviða sem mældist 54 metrar á sekúndu á Austurlandi og olli skemmdum. Illviðrinu hefur verið líkt við óveðrið í mars 2015. Hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum „Þetta er búið að vera í kortunum í svolítinn tíma. Sveitir, sérstaklega á Norðurlandi, hafa undirbúið sig fyrir þetta og farið sérstaklega yfir þann búnað sem gæti þurft að grípa til,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segist hafa mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. „Mönnum verður hætta á að verða værukærir af því að það hefur ekki verið stórviðrasamur vetur en það eru byggingarsvæði. Síðan náttúrulega hvetjum við aðra til þess að líta í kringum sig. Þetta brestur ekki á fyrr en upp úr hádegi á morgun. Það er tími til þess að huga að lausamunum og því sem gæti farið af stað.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu landinu í kvöld en síðdegis á morgun verður farið að bera á appelsínugulum viðvörunum víðast hvar á landinu. Aðfaranótt fimmtudags verður allt landið undirlagt af slíkum viðvörunum, þar sem von er á sunnan illviðri með roki eða jafnvel ofsaveðri. Icelandair hefur aflýst 38 ferðum á morgun og fimmtudag og seinkað öllu Evrópuflugi eftir hádegi á morgun. Play hefur aflýst öllum sínum ferðum á morgun nema þremur, en félagið gerir ráð fyrir óbreyttri áætlun á fimmtudag. Endurvinnslustöðvar Sorpu verða lokaðar á morgun, og var fólk hvatt til þess að fara í nauðsynlegar sorpuferðir fyrir lokun í dag. Í gærmorgun fór hviða sem mældist 54 metrar á sekúndu á Austurlandi og olli skemmdum. Illviðrinu hefur verið líkt við óveðrið í mars 2015. Hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum „Þetta er búið að vera í kortunum í svolítinn tíma. Sveitir, sérstaklega á Norðurlandi, hafa undirbúið sig fyrir þetta og farið sérstaklega yfir þann búnað sem gæti þurft að grípa til,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segist hafa mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. „Mönnum verður hætta á að verða værukærir af því að það hefur ekki verið stórviðrasamur vetur en það eru byggingarsvæði. Síðan náttúrulega hvetjum við aðra til þess að líta í kringum sig. Þetta brestur ekki á fyrr en upp úr hádegi á morgun. Það er tími til þess að huga að lausamunum og því sem gæti farið af stað.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira