Atvinnulíf

Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það er ekkert nýtt að stjórnendur geta verið mishæfir sem yfirmenn. Svona eins og gengur og gerist. En hvaða rauðu flögg getum við verið vakandi yfir til að forða okkur frá því að vinna fyrir vanhæfan yfirmann?
Það er ekkert nýtt að stjórnendur geta verið mishæfir sem yfirmenn. Svona eins og gengur og gerist. En hvaða rauðu flögg getum við verið vakandi yfir til að forða okkur frá því að vinna fyrir vanhæfan yfirmann? Vísir/Getty

Það er ekkert óalgengt að fólk hætti í vinnunni sinni því það fílar ekki yfirmanninn. Enda löngum vitað að stjórnendur eru mishæfir til starfa.

Í nýlegri grein á Fastcompany er hins vegar vitnað í rannsókn sem dró saman fjögur atriði sem sögð eru vera rauðu flöggin þegar kemur að stjórnendum. En þeim er ætlað að hjálpa fólki til að átta sig á því hvort yfirmaðurinn þeirra er mögulega einn þeirra sem varað er við. Og fólk frekar hvatt til að halda sig frá.

Fyrsta rauða flaggið er stjórnandi sem reynir að fela sína eigin veikleika. Jafnvel þegar hann/hún gerir mistök. Þessi stjórnandi leggur hins vegar mikla áherslu á að virðast vera frábær stjórnandi. Svona ímyndarlega séð. Starfsfólkið sem heyrir undir viðkomandi, veit þó oft betur.

Annað rautt flagg er stjórnandi sem hefur engan áhuga á þér né þínu lífi né hvernig þér gengur eða þú hefur það. Og veit eiginlega ekki neitt um þig. Stjórnandi sem hefur engan áhuga á starfsfólkinu sínu, er ekki líklegur til að geta verið til staðar eða stutt sitt fólk þegar á reynir.

Þriðja rauða flaggið er stjórnandinn sem virðir að vettugi allt sem heitir aðskilnaður einkalífs og vinnu. Dritar til dæmis tölvupóstum til starfsfólks hvenær sem er. Jafnvel þegar þeir sjálfir eiga að vera í fríi.

Fjórða rauða flaggið er síðan það að viðkomandi hefur alltaf rétt fyrir sér. Þið þekkið þennan karakter; Það er einfaldlega bara ein rétt leið að fara og ein lausn á hverju máli og það er alltaf sú leið eða lausn sem stjórnandinn leggur til. Því hann/hún er einfaldlega klárari en aðrir. Sem auðvitað er kolrangt.


Tengdar fréttir

Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“

„Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu.

Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar

Rithöfundar tala stundum um ritstíflu. Þar sem engin orð komast á blað. Engar nýjar hugmyndir verða til. Síðan gerist eitthvað sem leysir úr þessu og bang: Úr verður geggjuð bók!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×