Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Valur Páll Eiríksson skrifar 3. febrúar 2025 10:01 Alf Inge Haaland var ekki skemmt eftir 5-1 tap sonar hans og félaga í Manchester City. James Gill - Danehouse/Getty Images Alf-Inge Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir Erlings, framherja liðsins, var ekki parsáttur eftir tap liðsins fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal vann öruggan 5-1 sigur á City á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær. Haaland yngri jafnaði leikinn fyrir City í síðari hálfleik áður en Arsenal skoraði fjögur mörk. Töluverð áfergja einkenndi leikinn og skot á milli manna. Enda andað köldu milli liðanna síðustu misseri. Upp úr sauð þegar liðin áttust við fyrr á leiktíðinni en þá jafnaði Manchester City seint í uppbótartíma. Í kjölfarið kom til orðaskaks og handalögmála milli leikmanna liðanna og frægt að Erling Haaland sagði Mikel Arteta, þjálfara Arsenal, að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt (e. be humble). Arsenal svaraði í gær en lag Kendricks Lamar, Humble, hljómaði í hljóðkerfinu eftir lokaflautið, sem var augljóslega vísun í móðgun Haalands nokkrum mánuðum fyrr. Leikmenn Arsenal fögnuðu vel í leikslok en þau fagnaðarlæti fóru eitthvað illa í Haaland eldri. Hann birti mynd af fögnuði Arsenal á samfélagsmiðlinum X eftir leik í gær og skrifaði við, hæðnislega: „Þetta lið sem vinnur allt. Ehhhh, not.“ «This Team» that wins everything. Ehhhhh, not. 🩵 https://t.co/B81Ais3J6a— Alfie Haaland (@alfiehaaland) February 2, 2025 Haaland sendir þar með keimlík skilaboð og sonur hans gerði fyrir nokkrum mánuðum síðan og bendir á að Arsenal hafi, þrátt fyrir góðan árangur síðustu misseri, ekki unnið neitt af viti. Arsenal hefur unnið FA-bikarinn einu sinni, árið 2020, og Samfélagsskjöldinn 2020 og 2023 í tæplega sex ára stjóratíð Mikels Arteta. Á sama tíma hefur Manchester City unnið fjóra Englandsmeistaratitla í röð, auk þess að vinna enska bikarinn, Samfélagsskjöldinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á árunum sex. Manchester City hefur hins vegar verið í sögulegri lægð á yfirstandandi tímabili. Liðið er með 41 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapað sjö leikjum af 24. City komst þá naumlega áfram í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Club Brugge í lokaumferð deildarkeppninnar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Arsenal vann öruggan 5-1 sigur á City á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær. Haaland yngri jafnaði leikinn fyrir City í síðari hálfleik áður en Arsenal skoraði fjögur mörk. Töluverð áfergja einkenndi leikinn og skot á milli manna. Enda andað köldu milli liðanna síðustu misseri. Upp úr sauð þegar liðin áttust við fyrr á leiktíðinni en þá jafnaði Manchester City seint í uppbótartíma. Í kjölfarið kom til orðaskaks og handalögmála milli leikmanna liðanna og frægt að Erling Haaland sagði Mikel Arteta, þjálfara Arsenal, að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt (e. be humble). Arsenal svaraði í gær en lag Kendricks Lamar, Humble, hljómaði í hljóðkerfinu eftir lokaflautið, sem var augljóslega vísun í móðgun Haalands nokkrum mánuðum fyrr. Leikmenn Arsenal fögnuðu vel í leikslok en þau fagnaðarlæti fóru eitthvað illa í Haaland eldri. Hann birti mynd af fögnuði Arsenal á samfélagsmiðlinum X eftir leik í gær og skrifaði við, hæðnislega: „Þetta lið sem vinnur allt. Ehhhh, not.“ «This Team» that wins everything. Ehhhhh, not. 🩵 https://t.co/B81Ais3J6a— Alfie Haaland (@alfiehaaland) February 2, 2025 Haaland sendir þar með keimlík skilaboð og sonur hans gerði fyrir nokkrum mánuðum síðan og bendir á að Arsenal hafi, þrátt fyrir góðan árangur síðustu misseri, ekki unnið neitt af viti. Arsenal hefur unnið FA-bikarinn einu sinni, árið 2020, og Samfélagsskjöldinn 2020 og 2023 í tæplega sex ára stjóratíð Mikels Arteta. Á sama tíma hefur Manchester City unnið fjóra Englandsmeistaratitla í röð, auk þess að vinna enska bikarinn, Samfélagsskjöldinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á árunum sex. Manchester City hefur hins vegar verið í sögulegri lægð á yfirstandandi tímabili. Liðið er með 41 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapað sjö leikjum af 24. City komst þá naumlega áfram í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Club Brugge í lokaumferð deildarkeppninnar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira