Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2025 16:24 Björgunarsveitarfólk stóð vaktina við Grindavíkurveg þegar síðasta eldgos hófst í nóvember. Vísir/Vilhelm Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast sama mark og fyrir síðasta kvikuhlaup og eldgos í nóvember. „Það er sama staða núna og hefur verið síðustu daga. Við erum komin inn á þetta tímabil þar sem líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi eru farnar að aukast. Þetta heldur allt áfram með því sama,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nema ekki minni skjálfta í illviðri Slæmt veður og snjóþyngsl geta haft áhrif á getu mælitækja Veðurstofunnar til að nema undanfara kvikuhlaups, en rólegt veður er á svæðinu þessa stundina. „Staðan á mælikerfunum er góð núna. Við erum á milli lægða þannig að það er ekkert sem truflar jarðskjálftamælana okkar núna. Það verður lægðagangur næstu vikuna, þannig að það mun koma tími þar sem viðbragðsgetan okkar er örlítið skert.“ Taka verður veðrið með í reikninginn Kristín hvetur fólk til að taka mið af veðrinu þegar dvalið er í og við Grindavík. „Þegar það er mjög vont veður þá skerðir það viðbragðstímann okkar. Þá sjáum við ekki þessa allra minnstu skjálfta sem eru allra fyrstu merkin um að það sé eitthvað að gerast. Þegar það er vont veður þá skerðir það líka getu fólks sem er á svæðinu til að rýma, því þá getur verið erfitt fyrir Vegagerðina til að halda vegum opnum og svoleiðis. Það getur verið gott fyrir fólk að taka það með í reikninginn þegar það ákveður að vera á svæðinu í mjög slæmu veðri,“ sagði Kristín. Síðdegis á morgun tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi og þá má eiga von á vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sú viðvörun gildir til klukkan níu annað kvöld. Samlita viðvörun hefur þá verið gefin út fyrir svæðið klukkan sex á miðvikudag, og endist hún fram yfir hádegi daginn eftir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast sama mark og fyrir síðasta kvikuhlaup og eldgos í nóvember. „Það er sama staða núna og hefur verið síðustu daga. Við erum komin inn á þetta tímabil þar sem líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi eru farnar að aukast. Þetta heldur allt áfram með því sama,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nema ekki minni skjálfta í illviðri Slæmt veður og snjóþyngsl geta haft áhrif á getu mælitækja Veðurstofunnar til að nema undanfara kvikuhlaups, en rólegt veður er á svæðinu þessa stundina. „Staðan á mælikerfunum er góð núna. Við erum á milli lægða þannig að það er ekkert sem truflar jarðskjálftamælana okkar núna. Það verður lægðagangur næstu vikuna, þannig að það mun koma tími þar sem viðbragðsgetan okkar er örlítið skert.“ Taka verður veðrið með í reikninginn Kristín hvetur fólk til að taka mið af veðrinu þegar dvalið er í og við Grindavík. „Þegar það er mjög vont veður þá skerðir það viðbragðstímann okkar. Þá sjáum við ekki þessa allra minnstu skjálfta sem eru allra fyrstu merkin um að það sé eitthvað að gerast. Þegar það er vont veður þá skerðir það líka getu fólks sem er á svæðinu til að rýma, því þá getur verið erfitt fyrir Vegagerðina til að halda vegum opnum og svoleiðis. Það getur verið gott fyrir fólk að taka það með í reikninginn þegar það ákveður að vera á svæðinu í mjög slæmu veðri,“ sagði Kristín. Síðdegis á morgun tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi og þá má eiga von á vestan 15 til 23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sú viðvörun gildir til klukkan níu annað kvöld. Samlita viðvörun hefur þá verið gefin út fyrir svæðið klukkan sex á miðvikudag, og endist hún fram yfir hádegi daginn eftir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira