Enski boltinn

Kastaði sýru í and­lit Wissa og reyndi að stela barninu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yoane Wissa hefur farið á kostum með Brentford liðinu í vetur. Hér fagnar hann einu af ellefu deildarmörkum sínum.
Yoane Wissa hefur farið á kostum með Brentford liðinu í vetur. Hér fagnar hann einu af ellefu deildarmörkum sínum. Getty/Stephanie Meek

Réttarhöld eru hafin gegn konu sem réðst á enska úrvalsdeildarleikmanninn Yoane Wissa og reyndi að ræna dóttur hans.

Yoane Wissa fer þessa dagana á kostum með Brentford í enska fótboltanum en í júlí 2021 var hann heppinn að slasast ekki mjög alvarlega. Hann fór til Frakkaland í vikunni til að taka þátt í réttarhöldunum yfir konunni sem réðst á hann.

Kona baust þá inn á heimili hans í Frakklandi og reyndi að ræna nýfæddri dóttur hans. Hún henti sýru í andlit Wissa.

Wissa tókst að koma í veg fyrir að konan tæki barnið hans en hann var heppinn að missa ekki sjónina. Wissa þurfti samt að ganga undir aðgerð til að bjarga sjóninni.

„Sem betur fer þá missti hann ekki sjónina og það var bara hans skjótu viðbrögðum að þakka að þau tóku ekki dóttur hans,“ sagði lögmaður Wissa en Marca segir frá.

„Yoane Wissa þjáist samt enn vegna afleiðinga árásarinnar. Hann hefur gert allt í hans valdi til að sanna að það sé í lagi með hann. Hann er einnig að reyna að sinna starfi sínu eins vel og hann getur. Í dag eru hann og kona hans örugg á Englandi og þeim líður vel þar, sagði lögmaður Wissa.

Yoane Wissa kom til Brenford í ágúst 2021, eða aðeins mánuði eftir árásina og skrifaði undir fjögurra ára samning.

Hann skoraði 12 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og er kominn með 11 mörk í 19 leikjum í deildinni í ár.

Góð frammistaða Wissa í deildinni hefur kallað eftir áhuga frá öðum liðum og hann gæti því verið á leiðinni í stærra lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×