Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2025 16:57 Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er talinn hafa dregið sér að minnsta kosti þrettán milljónir króna, að sögn leikhússtjóra. Málið sé lamandi högg fyrir starfsfólk og listamenn. Framkvæmdastjórinn verður kærður til lögreglu á morgun. Tjarnarbíó við Tjarnargötu hefur um árabil verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra sviðslistahópa á landinu. Forsvarsmenn leikhússins hafa um árabil vakið athygli á bágri stöðu þess og árið 2023 var leikhúsinu næstum lokað fyrir fullt og allt, þangað til Reykjavíkurborg greip í taumana. Nýr leikhússtjóri tók við stjórnartaumunum í Tjarnarbíó í september og nú í janúar fór hann ofan í saumana á fjármálum hússins. Við þá yfirferð vöknuðu spurningar um tiltekinn reikning og í kjölfarið kviknuðu grunsemdir um fjárdrátt. „Og við erum nú búin að safna saman nægilegum gögnum og upplýsingum að við teljum okkur hafa ástæðu til þess að kæra. Bæði stjórn Tjarnarbíós og ég ætlum að taka þetta alla leið. Enda eru þetta töluverðar upphæðir og einbeittur brotavilji,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri. Viðtalið við hann í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hafi brugðist góðum vinum Sindri Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdráttinn. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár vegna málaferla hans og Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs. Sindra var sagt upp störfum hjá Tjarnarbíó um áramótin, áður en hinn meinti glæpur komst upp. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ segir Snæbjörn. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir ykkur í húsinu? „Ég er búinn að vera andvaka. Ég lýg því ekki. Við erum öll búin að vera í miklu áfalli. Ég kannski minnst, ég hef ekki unnið við hlið Sindra í mörg ár. Þetta er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og góða vini sem hann hefur brugðist.“ Starfsemi Tjarnarbíós verður seint talin umfangsmikil og ljóst að þrettán milljónir eru þar talsverður biti. Snæbjörn segir það einmitt sæta furðu hversu lengi meintur fjárdráttur viðgekkst. Hann telur þó framtíð Tjarnarbíós ekki í hættu. „Það var alveg lamandi þegar maður áttaði sig á þessu fyrst en ég vona að við náum að svara öllum spurningum og náum réttlátri niðurstöðu.“ Snæbjörn reiknar með að málið verði kært til lögreglu á morgun. Ekki hefur náðst í Sindra Þór vegna málsins í dag. Leikhús Reykjavík Lögreglumál Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Tjarnarbíó við Tjarnargötu hefur um árabil verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra sviðslistahópa á landinu. Forsvarsmenn leikhússins hafa um árabil vakið athygli á bágri stöðu þess og árið 2023 var leikhúsinu næstum lokað fyrir fullt og allt, þangað til Reykjavíkurborg greip í taumana. Nýr leikhússtjóri tók við stjórnartaumunum í Tjarnarbíó í september og nú í janúar fór hann ofan í saumana á fjármálum hússins. Við þá yfirferð vöknuðu spurningar um tiltekinn reikning og í kjölfarið kviknuðu grunsemdir um fjárdrátt. „Og við erum nú búin að safna saman nægilegum gögnum og upplýsingum að við teljum okkur hafa ástæðu til þess að kæra. Bæði stjórn Tjarnarbíós og ég ætlum að taka þetta alla leið. Enda eru þetta töluverðar upphæðir og einbeittur brotavilji,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri. Viðtalið við hann í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hafi brugðist góðum vinum Sindri Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdráttinn. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár vegna málaferla hans og Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs. Sindra var sagt upp störfum hjá Tjarnarbíó um áramótin, áður en hinn meinti glæpur komst upp. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ segir Snæbjörn. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir ykkur í húsinu? „Ég er búinn að vera andvaka. Ég lýg því ekki. Við erum öll búin að vera í miklu áfalli. Ég kannski minnst, ég hef ekki unnið við hlið Sindra í mörg ár. Þetta er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og góða vini sem hann hefur brugðist.“ Starfsemi Tjarnarbíós verður seint talin umfangsmikil og ljóst að þrettán milljónir eru þar talsverður biti. Snæbjörn segir það einmitt sæta furðu hversu lengi meintur fjárdráttur viðgekkst. Hann telur þó framtíð Tjarnarbíós ekki í hættu. „Það var alveg lamandi þegar maður áttaði sig á þessu fyrst en ég vona að við náum að svara öllum spurningum og náum réttlátri niðurstöðu.“ Snæbjörn reiknar með að málið verði kært til lögreglu á morgun. Ekki hefur náðst í Sindra Þór vegna málsins í dag.
Leikhús Reykjavík Lögreglumál Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58
Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57