Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 22:30 Sjókvíaeldi í Berufirði. Tillaga til rekstrarleyfis til sjókvíaeldis í Seyðisfirði var kynnt á dögunum. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf. til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rann út í gær. Í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, segir að í upphafi árs hafi VÁ og eigendur jarðarinnar Dvergasteins á Seyðisfirði óskað eftir því við Matvælastofnun að frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði yrði framlengdur. Kærendur hafi vísað til þess að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Matvælastofnun hafi gefið þau svör að stofnunin teldi ekki þörf á að framlengja umræddan frest. Kærendur hafi þá ítrekað beiðni sína en stofnunin vísað til fyrra svars og hafnað beiðninni. Í kjölfarið hafi synjunin verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að samkvæmt stjórnsýslulögum verði stjórnvaldsákvörðun, sem ekki bindi enda á mál, ekki kærð fyrr en málið hafi verið til lykta leidd. Hin kærða ákvörðun varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en ekki sé að ræða um ákvörðun sem bindi enda á mál. Þá eigi undantekningar frá því ákvæði ekki við í málinu. Með vísan til þess yrði kærumálinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Rætt var við Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur formann félagsins og Katrínu Oddsdóttur lögmann um áformin í Kvöldfréttum á dögunum. Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitinguna. Sjókvíaeldi Múlaþing Stjórnsýsla Fiskeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf. til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rann út í gær. Í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, segir að í upphafi árs hafi VÁ og eigendur jarðarinnar Dvergasteins á Seyðisfirði óskað eftir því við Matvælastofnun að frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði yrði framlengdur. Kærendur hafi vísað til þess að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Matvælastofnun hafi gefið þau svör að stofnunin teldi ekki þörf á að framlengja umræddan frest. Kærendur hafi þá ítrekað beiðni sína en stofnunin vísað til fyrra svars og hafnað beiðninni. Í kjölfarið hafi synjunin verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að samkvæmt stjórnsýslulögum verði stjórnvaldsákvörðun, sem ekki bindi enda á mál, ekki kærð fyrr en málið hafi verið til lykta leidd. Hin kærða ákvörðun varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en ekki sé að ræða um ákvörðun sem bindi enda á mál. Þá eigi undantekningar frá því ákvæði ekki við í málinu. Með vísan til þess yrði kærumálinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Rætt var við Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur formann félagsins og Katrínu Oddsdóttur lögmann um áformin í Kvöldfréttum á dögunum. Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitinguna.
Sjókvíaeldi Múlaþing Stjórnsýsla Fiskeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira