Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Valur Páll Eiríksson skrifar 20. janúar 2025 11:31 Þjarmað að Degi á fjölmiðlasvæðinu í Zagreb í gær. Vísir/VPE Örtröð var á viðtalssvæðinu í íþróttahöllinni í Zagreb í gærkvöld eftir tap Króata fyrir Egyptalandi. Dagur Sigurðsson var vinsælastur þeirra sem gengu þar í gegn en ekki vegna þess að króatísku miðlarnir væru svo sáttir við hann. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Undirritaður náði stuttlega tali af Degi á fjölmiðlasvæðinu áður en hann þurfti að drífa sig á blaðamannafund. Þá hafði hann þegar farið í þrjú önnur viðtöl á hinu svokallaða „mixed zone“ þar sem öllum leikmönnum og þjálfurum er gert að ganga í gegn og gefa kost á viðtali. Fyrirsagnirnar sem blöstu við í morgun voru ekki sérlega hliðhollar okkar manni eftir 28-24 tap Króata fyrir Egyptum í gær. Króatar hófu leikinn ekki nægilega vel og áttu í 60 mínútna eltingaleik. Í miðlinum Jutarnji er talað um svartholskafla króatíska liðsins, en í hvert skipti sem þeir króatísku virtust ætla að jafna svöruðu Egyptar með nokkrum mörkum í röð til að auka forskotið. Veselin Vujovic var ekkert sérlega skemmt.Skjáskot Handboltaþjálfarinn Veselin Vujović segir þá við 24 Sata að Dagur hafi aldrei unnið leik sem skiptir máli með króatíska liðinu. Hann þurfi að axla ábyrgð. Degi til varnar, sem einhverjir króatísku miðlanna taka skýrt fram, þá var hann án tveggja heimsklassa leikmanna sem hrukku úr skaftinu fyrir leik. Fyrirliðinn Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru á meðal fremri útilínumanna heims. Báðir eru úr leik á HM. Duvnjak meiddist í síðasta leik og er frá út mótið. Því kom á óvart þegar Cindrić var tekinn úr hópnum en ekki Duvnjak í gærmorgun. Cindrić sagður meiddur en fyrrum hornamaðurinn Mirza Džomba greindi hins vegar frá því í sjónvarpsútsendingu í gær að Cindrić hefði verið tekinn úr hópnum vegna erja milli hans og Dags. Það var þétt setið og mikil stemning í 15 þúsund manna höllinni í Zagreb. Þúsundir Króata fór hins vegar heim fúlir.Vísir/Vilhelm Džomba gagnrýndi þar Cindrić fyrir egóstæla, hann ætti að setja liðið ofar sjálfum sér. Dagur var spurður út í téð rifrildi við Cindrić á blaðamannafundi eftir leikinn í gær og sagði engan fót fyrir þeim sögum. „Ég er ekki læknir en það er erfitt að búast við því að hann snúi aftur. Hann mun reyna, hann mun gera sitt besta, við sjáum hvort það er hægt. Voru átök á milli okkar? Ég hef heyrt um það frá öðrum blaðamönnum, en það er ekkert til í því,“ sagði Dagur á fundinum. Dagur tók nokkur leikhlé en tókst ekki að finna lausnir með nýju útilínuna.Vísir/Vilhelm Sóknarleikur Króata var stirður í gær og þarf Dagur nú að finna lausnir með glænýja útilínu fyrir komandi átök í milliriðli. Króatía mætir annað hvort Grænhöfðaeyjum eða Kúbu í næsta leik á miðvikudaginn kemur. Það veltur á úrslitum leiks þeirra liða síðar í dag hvort fer með Íslandi og Slóveníu í milliriðilinn. Ísland og Slóvenía mæta Króötum í næstu tveimur leikjum þeirra þar á eftir en í kvöld kemur í ljós hvort þeirra liða fer með fullt hús stiga í milliriðilinn. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. 20. janúar 2025 09:40 „Það hjálpar ekki neitt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. 19. janúar 2025 22:17 Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. 20. janúar 2025 08:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Undirritaður náði stuttlega tali af Degi á fjölmiðlasvæðinu áður en hann þurfti að drífa sig á blaðamannafund. Þá hafði hann þegar farið í þrjú önnur viðtöl á hinu svokallaða „mixed zone“ þar sem öllum leikmönnum og þjálfurum er gert að ganga í gegn og gefa kost á viðtali. Fyrirsagnirnar sem blöstu við í morgun voru ekki sérlega hliðhollar okkar manni eftir 28-24 tap Króata fyrir Egyptum í gær. Króatar hófu leikinn ekki nægilega vel og áttu í 60 mínútna eltingaleik. Í miðlinum Jutarnji er talað um svartholskafla króatíska liðsins, en í hvert skipti sem þeir króatísku virtust ætla að jafna svöruðu Egyptar með nokkrum mörkum í röð til að auka forskotið. Veselin Vujovic var ekkert sérlega skemmt.Skjáskot Handboltaþjálfarinn Veselin Vujović segir þá við 24 Sata að Dagur hafi aldrei unnið leik sem skiptir máli með króatíska liðinu. Hann þurfi að axla ábyrgð. Degi til varnar, sem einhverjir króatísku miðlanna taka skýrt fram, þá var hann án tveggja heimsklassa leikmanna sem hrukku úr skaftinu fyrir leik. Fyrirliðinn Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru á meðal fremri útilínumanna heims. Báðir eru úr leik á HM. Duvnjak meiddist í síðasta leik og er frá út mótið. Því kom á óvart þegar Cindrić var tekinn úr hópnum en ekki Duvnjak í gærmorgun. Cindrić sagður meiddur en fyrrum hornamaðurinn Mirza Džomba greindi hins vegar frá því í sjónvarpsútsendingu í gær að Cindrić hefði verið tekinn úr hópnum vegna erja milli hans og Dags. Það var þétt setið og mikil stemning í 15 þúsund manna höllinni í Zagreb. Þúsundir Króata fór hins vegar heim fúlir.Vísir/Vilhelm Džomba gagnrýndi þar Cindrić fyrir egóstæla, hann ætti að setja liðið ofar sjálfum sér. Dagur var spurður út í téð rifrildi við Cindrić á blaðamannafundi eftir leikinn í gær og sagði engan fót fyrir þeim sögum. „Ég er ekki læknir en það er erfitt að búast við því að hann snúi aftur. Hann mun reyna, hann mun gera sitt besta, við sjáum hvort það er hægt. Voru átök á milli okkar? Ég hef heyrt um það frá öðrum blaðamönnum, en það er ekkert til í því,“ sagði Dagur á fundinum. Dagur tók nokkur leikhlé en tókst ekki að finna lausnir með nýju útilínuna.Vísir/Vilhelm Sóknarleikur Króata var stirður í gær og þarf Dagur nú að finna lausnir með glænýja útilínu fyrir komandi átök í milliriðli. Króatía mætir annað hvort Grænhöfðaeyjum eða Kúbu í næsta leik á miðvikudaginn kemur. Það veltur á úrslitum leiks þeirra liða síðar í dag hvort fer með Íslandi og Slóveníu í milliriðilinn. Ísland og Slóvenía mæta Króötum í næstu tveimur leikjum þeirra þar á eftir en í kvöld kemur í ljós hvort þeirra liða fer með fullt hús stiga í milliriðilinn.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. 20. janúar 2025 09:40 „Það hjálpar ekki neitt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. 19. janúar 2025 22:17 Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. 20. janúar 2025 08:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. 20. janúar 2025 09:40
„Það hjálpar ekki neitt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. 19. janúar 2025 22:17
Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. 20. janúar 2025 08:01
HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti