Innlent

Ók inn í snjó­flóð í Færivallaskriðum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Sigurjón

Ferðamenn óku inn í snjóflóð sem hafði fallið í Færivallaskriðum á Austfjörðum í dag. Bíllinn festist í flóðinu en ferðamennirnir eru óslasaðir.

Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi.

Hann segir að bíllinn hafi verið losaður úr flóðinu, en ekki er vitað hvort miklar skemmdir hafi orðið á honum.

Frekari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu.

Hringvegurinn er ýmist lokaður eða merktur ófær frá Höfn í Hornafirði alla leið að Stöðvarfirði. Frá Stöðvarfirði yfir á Fáskrúðsfjörð er þungfært og stórhríð, en Fjarðarheiði er lokuð.

Hægt er að fylgjast með færð á vegum á umferdin.is

Upphaflega stóð að snjóflóð hefði fallið í Breiðdal en hið rétta er að það féll í Færivallaskriðum milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar, og hefur fréttin verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×