Innlent

Snarpur skjálfti við Trölla­dyngju

Samúel Karl Ólason skrifar
Trölladyngja (379 m) er eldfjall á Reykjanesskaga, nyrst í Núpshlíðarhálsi.
Trölladyngja (379 m) er eldfjall á Reykjanesskaga, nyrst í Núpshlíðarhálsi. Vísir/Vilhelm

Snarpur jarðskjálfti mældist við Trölladyngju á Reykjanesskaga í dag. Skjálftinn var 3,3 að stærð og greindinst hann á mælum klukkan 13:45 í dag. Þá hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt honum.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að engar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð hafi borist.

Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærð á svipuðum slóðum þann 29. september. Sá var 3,6 að stærð. Frá janúar 2024 hafa sex skjálftar mælst stærri en 3,0 á svæðinu. Sá stærsti var 4,2 stig en hann varð þann 3. janúar 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×