Fótbolti

Brynjólfur Willums­son á skotskónum í tap­leik Gronin­gegn

Siggeir Ævarsson skrifar
Brynjólfur fagnar marki fyrr á tímabilinu
Brynjólfur fagnar marki fyrr á tímabilinu vísir/Getty

Brynjólfur Andersen Willums­son og félagar í Groningen þurftu að sætta sig við svekkjandi 2-1 tap gegn GA Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í dag en sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma.

Brynjólfur skoraði eina mark Groningen í leiknum þegar hann jafnaði metin á 31. mínútu en þetta var þriðja mark hans í deildinni í vetur.

Stig hefði verið kærkomið fyrir Groningen en liðið er aðeins fjórum stigum frá umspilssæti og sjö stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×