Innlent

Kviknaði í gámi í byggingar­svæði við gamla Orku­húsið

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang.
Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í stórum gámi á byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut. Slökkvilið er á vettvangi og engin hætta er á ferðum.

Þetta staðfestir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu.

Hann segir að einn bíll hafi verið sendur í verkefnið. Um sé að ræða „einhvern grænan stóran gám.“

Engin hætta sé á ferðum og gert sé ráð fyrir því að niðurlögum eldsins verði ráðið tiltölulega fljótt.

Ekkert liggi fyrir um upptök eldsins að svo stöddu.

Gömul mynd af framkvæmdunum við gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut tekin sumarið 2023.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×