Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. janúar 2025 20:19 Jacob Falko, leikmaður ÍR, fór á kostum í kvöld en meiddist undir lok framlengingar. Vísir/Anton Brink Topplið Stjörnunnar þurfti að sætta sig við þriðja tapið á tímabilinu þegar liðið heimsótti ÍR í Skógarselið. Heimamenn unnu leikinn 103-101 eftir framlengingu. ÍR byrjaði af krafti í kvöld, heimamenn voru greinilega vel gíraðir í slag gegn toppliðinu og hafa væntanlega komist í enn betri gír þegar þeir áttuðu sig á því að Stjarnan væri án Orra Gunnarssonar og Viktors Jónasar Lúðvíkssonar. Þrátt fyrir að sakna þeirra tveggja var Stjarnan hins vegar í fínu stuði, þeir sýndu þess merki í fyrsta leikhluta og tóku svo völdin á vellinum í öðrum leikhluta. Snögghitnuðu þá og gerðu ÍR-ingum lífið leitt fyrir utan þriggja stiga línuna. Stjarnan negldi fimm þristum niður í öðrum leikhluta en ÍR aðeins einum, sem skilaði tólf stiga mismuni á stigatöflunni í hálfleik, 38-50. Borche Illievski tók tvö leikhlé með skömmu millibili til að reyna að stöðva blæðinguna, en varð ekki erindi sem erfiði. Honum virðist hins vegar hafa tekist í hálfleik að koma því sem þurfti til skila. Hilmar Smári snemma í villuvandræðum ÍR mætti með mikla orku inn í seinni hálfleikinn og eftir að hafa varla tekið, hvað þá hitt, úr þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik fór allt í einu að rigna. Ekki hjálpaði það Stjörnunni að Hilmar Smári, sem hafði verið einn besti leikmaður liðsins, lenti í villuvandræðum og þurfti að setjast á bekkinn. Hann kom svo inn á undir lok þriðja leikhluta, fékk sína fimmtu villu og tók ekki meira þátt í leiknum. Rándýrt fyrir Stjörnuna að missa hann þegar liðið var nú þegar þunnskipað. Endurkoma úr erfiðri stöðu hjá Stjörnunni ÍR leiddi með sex stigum þegar þriðja leikhluta lauk, byrjaði svo fjórða leikhluta á nokkrum stemningsskotum og var skyndilega komið með þrettán stiga forystu, 78-65. Það leit ekki út fyrir endurkomu hjá Stjörnunni á þeim tímapunkti en þeir áttu frábærar lokamínútur og söxuðu sífellt á ÍR-inga sem börðust af öllum krafti við að halda forystunni. Stjörnumönnum tókst svo að jafna leikinn 88-88 þegar minna en fimm sekúndur voru eftir, Jacob Falko rann til í lokasókn ÍR og því var haldið í framlengingu. Framlenging Þar voru ÍR-ingar alltaf skrefinu á undan og sýndu gríðarlegan sigurvilja, fórnuðu lífi og limum fyrir sigurinn. Bókstaflega, í tilfelli Jacob Falko sem fór meiddur út af þegar tæpar tuttugu sekúndur voru eftir. ÍR missti þar leikmanninn sem hefði líklega tekið síðasta skotið fyrir þá, en heimamenn þurftu ekki á honum að halda því Bjarni Guðmann í liði Stjörnunnar kastaði loftbolta sem hitti ekki hringinn, ÍR gat því tekið frákastið og látið klukkuna renna út í rólegheitum. Lokatölur 103-101. Atvik leiksins Fyrirliðinn Hákon Örn fór langt með að leiða lið sitt að sigrinum þegar hann stal boltanum í framlengingu og keyrði á körfu Stjörnunnar, setti svo þriggja stiga skot í næstu sókn og breikkaði bilið í fimm stig. Stjörnur og skúrkar Jacob Falko var stórkostlegur í kvöld, stigahæstur allra með 35 stig, á góðri skotnýtingu auk þess að gefa sjö stoðsendingar og grípa þrjú fráköst. Oscar Jorgensen bætti vel upp fyrir það þegar Falko missti dampinn um stund. Matej Kavas líka frábær í kvöld, setti stór skot í hvert sinn sem liðið þurfti á því að halda. Hákon Örn sýndi og sannaði ástæður þess að hann er fyrirliði. Ægir Þór hitti varla úr skoti en Hilmar Smári var skúrkur Stjörnunnar, liðið mátti ekki við því að missa hann af velli. Annars voru margir fleiri í Stjörnuliðinu sem áttu ekki sinn besta dag. Stemning og umgjörð Frábær stemning í Skógarhlíðinni í kvöld. Vel mætt – sérstaklega í ljósi þess að leikurinn hófst klukkutíma fyrr en aðrir og handboltalandsleikurinn var á sama tíma. Ghetto Hooligans létu vel í sér heyra allan tímann, stórt hrós líka á stuðningsmann Stjörnunnar sem stóð í hárinu á þeim. Heilt yfir frábær upplifun í alla staði. Staðan í deildinni Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar, með tveggja stiga forskot á Tindastól sem á þó leik til góða gegn Haukum á morgun. ÍR hefur nú safnað tólf stigum eftir fjórtán umferðir og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Viðtöl „Ég myndi glaður skrifa undir það, að enda í sjöunda sæti í deildinni og mæta Stjörnunni“ Borche Ilievski tók við ÍR á miðju tímabili. vísir / anton „Mér líður stórkostlega, það verður bara að segjast. Þetta var erfiður leikur, sem við byrjuðum ekki mjög vel. Mikið af mistökum í fyrri hálfleik, við lentum tólf stigum undir og ég var frekar harðorður við mína leikmenn í hálfleik. Við vorum ekki að spila sem lið og finna réttu lausnirnar, en við mættum virkilega vel út í seinni hálfleik. Tókum forystuna og hefðum að mínu mati átt að klára leikinn í venjulegum leiktíma, en svona er körfubolti, alltaf áhugaverður. Þannig að þetta endaði í framlengingu og við fórum sem betur fer með sigurinn að lokum,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir leik. „Það sem þurfti að breytast [í hálfleik] var flæðið í spilamennskunni. Menn voru ekki að deila boltanum með sér eða opna stöður fyrir liðsfélaga sína. Það átti alltaf að gera hlutina upp á eigin spýtur, keyra bara á körfuna með ekkert plan. Ég tók nokkra leikmenn tali í hálfleik og lét þá heyra það. Þeir þyrftu að spila sem lið, ég ætlaði ekki að sjá bara tólf stoðsendingar í leiknum eins og á móti Tindastóli í síðustu umferð. Seinni hálfleikurinn var líklega sá besti sem ég hef séð síðan ég tók við liðinu. Þó ég sjái enn rými til bætinga hjá mínum mönnum,“ sagði hann svo aðspurður um hálfleiksræðuna sem hann hélt, og kveikti greinilega undir ÍR-ingum. Borche hefur áður stýrt ÍR gegn Stjörnunni, í úrslitakeppninni 2019 þegar ÍR sló deildarmeistaraliðið óvænt út í undanúrslitum. Ingi Þór Steinarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í dag, var aðalþjálfari KR á þessum tíma, liðsins sem vann ÍR á endanum í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Miðað við stöðu liðanna í deildinni í dag gæti það gerst aftur, að Stjarnan verði deildarmeistari og mæti ÍR á einhverjum tímapunkti í úrslitakeppninni. „Ef ég gæti myndi ég glaður skrifa undir það, að enda í sjöunda sæti í deildinni og mæta Stjörnunni. Að sjálfsögðu. Eins og ég sagði fyrir leik þurfum við að halda þessum ríg lifandi milli Stjörnunnar og ÍR. Njóta þess að spila gegn hvoru öðru, Stjarnan er með frábært lið sem hefur náð góðum árangri, en okkur tókst að gera það sem við þurftum í kvöld,“ sagði hann að lokum. Hákon Örn: Gott fyrir sjálfstraustið þó þeim hafi vantað tvo ógeðslega góða Hákon með boltann í leik gegn KR fyrr á tímabilinu. Vísir/Anton Brink „Hver einasti sigur er rosalega mikilvægur. Deildin er bara þannig, hún á eftir að enda þannig að þú verður einum leik frá því að falla eða einum leik frá því að komast í úrslitakeppnina. Þannig að hver sigur er ógeðslega stór,“ sagði fyrirliði ÍR, Hákon Örn Hjálmarsson, eftir leik. Þrátt fyrir að vera gríðarlega sáttur með sigurinn vildi hann ekki gera of mikið úr afreki sinna manna, að hafa unnið topplið deildarinnar, en segir sigurinn samt gefa liðinu sjálfstraust. „Það vantar nú einn ógeðslega góðan hjá þeim [Orri Gunnarsson var meiddur] og annar ógeðslega góður dettur út [Hilmar Smári lenti í villuvandræðum] en jú, að sjálfsögðu er þetta gott confidence boost fyrir okkur. Hver sigur telur tvö stig, við tökum því.“ Hákon þekkir það vel að mæta Stjörnunni, hann var hluti af sjöunda sætis liði ÍR sem vann deildarmeistara Stjörnunnar í oddaleik í undanúrslitum árið 2019. Gætum við séð eitthvað svipað gerast í ár? „Það er aldrei að vita, við erum bara með eitt markmið og það er að koma okkur í úrslitakeppnina. Við tökum bara einn leik í einu, núna erum við bara að einbeita okkur að Þorlákshöfn í næstu viku,“ sagði Hákon að lokum. Bónus-deild karla ÍR Stjarnan
Topplið Stjörnunnar þurfti að sætta sig við þriðja tapið á tímabilinu þegar liðið heimsótti ÍR í Skógarselið. Heimamenn unnu leikinn 103-101 eftir framlengingu. ÍR byrjaði af krafti í kvöld, heimamenn voru greinilega vel gíraðir í slag gegn toppliðinu og hafa væntanlega komist í enn betri gír þegar þeir áttuðu sig á því að Stjarnan væri án Orra Gunnarssonar og Viktors Jónasar Lúðvíkssonar. Þrátt fyrir að sakna þeirra tveggja var Stjarnan hins vegar í fínu stuði, þeir sýndu þess merki í fyrsta leikhluta og tóku svo völdin á vellinum í öðrum leikhluta. Snögghitnuðu þá og gerðu ÍR-ingum lífið leitt fyrir utan þriggja stiga línuna. Stjarnan negldi fimm þristum niður í öðrum leikhluta en ÍR aðeins einum, sem skilaði tólf stiga mismuni á stigatöflunni í hálfleik, 38-50. Borche Illievski tók tvö leikhlé með skömmu millibili til að reyna að stöðva blæðinguna, en varð ekki erindi sem erfiði. Honum virðist hins vegar hafa tekist í hálfleik að koma því sem þurfti til skila. Hilmar Smári snemma í villuvandræðum ÍR mætti með mikla orku inn í seinni hálfleikinn og eftir að hafa varla tekið, hvað þá hitt, úr þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik fór allt í einu að rigna. Ekki hjálpaði það Stjörnunni að Hilmar Smári, sem hafði verið einn besti leikmaður liðsins, lenti í villuvandræðum og þurfti að setjast á bekkinn. Hann kom svo inn á undir lok þriðja leikhluta, fékk sína fimmtu villu og tók ekki meira þátt í leiknum. Rándýrt fyrir Stjörnuna að missa hann þegar liðið var nú þegar þunnskipað. Endurkoma úr erfiðri stöðu hjá Stjörnunni ÍR leiddi með sex stigum þegar þriðja leikhluta lauk, byrjaði svo fjórða leikhluta á nokkrum stemningsskotum og var skyndilega komið með þrettán stiga forystu, 78-65. Það leit ekki út fyrir endurkomu hjá Stjörnunni á þeim tímapunkti en þeir áttu frábærar lokamínútur og söxuðu sífellt á ÍR-inga sem börðust af öllum krafti við að halda forystunni. Stjörnumönnum tókst svo að jafna leikinn 88-88 þegar minna en fimm sekúndur voru eftir, Jacob Falko rann til í lokasókn ÍR og því var haldið í framlengingu. Framlenging Þar voru ÍR-ingar alltaf skrefinu á undan og sýndu gríðarlegan sigurvilja, fórnuðu lífi og limum fyrir sigurinn. Bókstaflega, í tilfelli Jacob Falko sem fór meiddur út af þegar tæpar tuttugu sekúndur voru eftir. ÍR missti þar leikmanninn sem hefði líklega tekið síðasta skotið fyrir þá, en heimamenn þurftu ekki á honum að halda því Bjarni Guðmann í liði Stjörnunnar kastaði loftbolta sem hitti ekki hringinn, ÍR gat því tekið frákastið og látið klukkuna renna út í rólegheitum. Lokatölur 103-101. Atvik leiksins Fyrirliðinn Hákon Örn fór langt með að leiða lið sitt að sigrinum þegar hann stal boltanum í framlengingu og keyrði á körfu Stjörnunnar, setti svo þriggja stiga skot í næstu sókn og breikkaði bilið í fimm stig. Stjörnur og skúrkar Jacob Falko var stórkostlegur í kvöld, stigahæstur allra með 35 stig, á góðri skotnýtingu auk þess að gefa sjö stoðsendingar og grípa þrjú fráköst. Oscar Jorgensen bætti vel upp fyrir það þegar Falko missti dampinn um stund. Matej Kavas líka frábær í kvöld, setti stór skot í hvert sinn sem liðið þurfti á því að halda. Hákon Örn sýndi og sannaði ástæður þess að hann er fyrirliði. Ægir Þór hitti varla úr skoti en Hilmar Smári var skúrkur Stjörnunnar, liðið mátti ekki við því að missa hann af velli. Annars voru margir fleiri í Stjörnuliðinu sem áttu ekki sinn besta dag. Stemning og umgjörð Frábær stemning í Skógarhlíðinni í kvöld. Vel mætt – sérstaklega í ljósi þess að leikurinn hófst klukkutíma fyrr en aðrir og handboltalandsleikurinn var á sama tíma. Ghetto Hooligans létu vel í sér heyra allan tímann, stórt hrós líka á stuðningsmann Stjörnunnar sem stóð í hárinu á þeim. Heilt yfir frábær upplifun í alla staði. Staðan í deildinni Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar, með tveggja stiga forskot á Tindastól sem á þó leik til góða gegn Haukum á morgun. ÍR hefur nú safnað tólf stigum eftir fjórtán umferðir og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Viðtöl „Ég myndi glaður skrifa undir það, að enda í sjöunda sæti í deildinni og mæta Stjörnunni“ Borche Ilievski tók við ÍR á miðju tímabili. vísir / anton „Mér líður stórkostlega, það verður bara að segjast. Þetta var erfiður leikur, sem við byrjuðum ekki mjög vel. Mikið af mistökum í fyrri hálfleik, við lentum tólf stigum undir og ég var frekar harðorður við mína leikmenn í hálfleik. Við vorum ekki að spila sem lið og finna réttu lausnirnar, en við mættum virkilega vel út í seinni hálfleik. Tókum forystuna og hefðum að mínu mati átt að klára leikinn í venjulegum leiktíma, en svona er körfubolti, alltaf áhugaverður. Þannig að þetta endaði í framlengingu og við fórum sem betur fer með sigurinn að lokum,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir leik. „Það sem þurfti að breytast [í hálfleik] var flæðið í spilamennskunni. Menn voru ekki að deila boltanum með sér eða opna stöður fyrir liðsfélaga sína. Það átti alltaf að gera hlutina upp á eigin spýtur, keyra bara á körfuna með ekkert plan. Ég tók nokkra leikmenn tali í hálfleik og lét þá heyra það. Þeir þyrftu að spila sem lið, ég ætlaði ekki að sjá bara tólf stoðsendingar í leiknum eins og á móti Tindastóli í síðustu umferð. Seinni hálfleikurinn var líklega sá besti sem ég hef séð síðan ég tók við liðinu. Þó ég sjái enn rými til bætinga hjá mínum mönnum,“ sagði hann svo aðspurður um hálfleiksræðuna sem hann hélt, og kveikti greinilega undir ÍR-ingum. Borche hefur áður stýrt ÍR gegn Stjörnunni, í úrslitakeppninni 2019 þegar ÍR sló deildarmeistaraliðið óvænt út í undanúrslitum. Ingi Þór Steinarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í dag, var aðalþjálfari KR á þessum tíma, liðsins sem vann ÍR á endanum í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Miðað við stöðu liðanna í deildinni í dag gæti það gerst aftur, að Stjarnan verði deildarmeistari og mæti ÍR á einhverjum tímapunkti í úrslitakeppninni. „Ef ég gæti myndi ég glaður skrifa undir það, að enda í sjöunda sæti í deildinni og mæta Stjörnunni. Að sjálfsögðu. Eins og ég sagði fyrir leik þurfum við að halda þessum ríg lifandi milli Stjörnunnar og ÍR. Njóta þess að spila gegn hvoru öðru, Stjarnan er með frábært lið sem hefur náð góðum árangri, en okkur tókst að gera það sem við þurftum í kvöld,“ sagði hann að lokum. Hákon Örn: Gott fyrir sjálfstraustið þó þeim hafi vantað tvo ógeðslega góða Hákon með boltann í leik gegn KR fyrr á tímabilinu. Vísir/Anton Brink „Hver einasti sigur er rosalega mikilvægur. Deildin er bara þannig, hún á eftir að enda þannig að þú verður einum leik frá því að falla eða einum leik frá því að komast í úrslitakeppnina. Þannig að hver sigur er ógeðslega stór,“ sagði fyrirliði ÍR, Hákon Örn Hjálmarsson, eftir leik. Þrátt fyrir að vera gríðarlega sáttur með sigurinn vildi hann ekki gera of mikið úr afreki sinna manna, að hafa unnið topplið deildarinnar, en segir sigurinn samt gefa liðinu sjálfstraust. „Það vantar nú einn ógeðslega góðan hjá þeim [Orri Gunnarsson var meiddur] og annar ógeðslega góður dettur út [Hilmar Smári lenti í villuvandræðum] en jú, að sjálfsögðu er þetta gott confidence boost fyrir okkur. Hver sigur telur tvö stig, við tökum því.“ Hákon þekkir það vel að mæta Stjörnunni, hann var hluti af sjöunda sætis liði ÍR sem vann deildarmeistara Stjörnunnar í oddaleik í undanúrslitum árið 2019. Gætum við séð eitthvað svipað gerast í ár? „Það er aldrei að vita, við erum bara með eitt markmið og það er að koma okkur í úrslitakeppnina. Við tökum bara einn leik í einu, núna erum við bara að einbeita okkur að Þorlákshöfn í næstu viku,“ sagði Hákon að lokum.