Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Arnar Skúli Atlason skrifar 15. janúar 2025 21:10 vísir/jón gautur Þór Akureyri vann Tindastól 80-83 í Bónus deild kvenna í körfubolta í uppgjöri liðana á Norðurlandinu. Leikurinn byrjaði rólega en og liðinn voru að þreifa hvort á öðru og skiptast á að skora körfur. Mikið jafnræði var í fyrsta leikhluta og eftir hann var staðan 18-18. Í öðrum leikhluta tóku Tindastóll völdin og komu þessu upp í tíu stiga mun þegar lítið var eftir af leik hlutanum en Þór Akureyri skoraði seinustu fimm stig fjórðungsins og Tindastóll leiddi því aðeins með 5 stigum í hálfleik en staðan var 44-39. Randi Brown var öflug í lið Tindastóls og skoraði af vild og það skipti ekki máli hvaða leikmanni Þór henti fyrir framan hana. Hjá Þór var meira jafnræði en Amadine Justine Toi var mjög öflug á sóknarhelmingi liðsins. Þór byrjaði betur í seinni hálfleik og Esther Marjolein Fokke hrökk í gangi og hún skoraði af vild fyrir utan þriggja stiga línuna. Tindastóll kom varla til leiks í leik hlutanum. Þór leiddi að honum loknum 53-63. Sama leit út fyrir að vera upp á teningnum í upphafi fjórða leikhluta. Þór hélt Tindastól í þægilegri fjarlægð og var eins og þær væru með svör við öllu sem Tindastóll gerði. Eins og hendi væri veifað mætti Edyta Ewa Falenzcyk og fór að raða niður þriggja stiga skotunum og kom hún Tindastól aftur inn í leikinn. Þær komust meira að segja yfir þegar 8,4 sekúndur voru eftir af eiknum. Tindastóll klúðrar þá tveimur vítaskotum og Þórsliðið brunar í sókn og Amadine setur körfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún skildi 0,5 sekúndur eftir á klukkunni. Tindastóll setti upp í sókn en náði ekki að koma skoti að körfunni og Þórssigur var því staðreynd í Síkinu. Atvikið Klárlega vitaklúðrin tvö frá Tindastól sem leiddi til þriggja stiga skotsins frá Amadine. Það var skotið sem skildi liðin af í lokin. Stjörnur Randi Brown og Edyta Ewa drógu vagninn sóknarlega og flest allt fór í gegnum þær. Frábærir leikmenn sem geta refsað bæði undir körfunni og inn í teig. Hjá Þór Akureyri voru Amadine og Esther sem Tindastóll átti í vandræðum með, báðar alveg frábærar. Einnig ætla ég að minnast á mikilvægi Evu Wium en hún skoraði 17 stig og var 15 af 16 af vítalínunni. Stemning og umgjörð Fullt af fólki, frá báðum liðum en margir frá Akureyri hafa gert sér leið yfir Öxnadalsheiðina í kvöld. Hefði verið gaman að sjá fleiri Grettismenn og jafnvel eldri. Dómarar [9] Voru frábærir í dag, góð lína og besta tríó í sem hefur komið í Síkið í vetur. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari ÞórsVísir/Hulda Margrét „Við ríghöldum í annað sætið í deildinni“ Daniel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins var mjög ánægður eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara skemmtilegur leikur, bara vægast sagt, eins og grannaslagur á að vera að mínu mati. Bara frábær endir fyrir okkur og við ríghöldum í annað sætið í deildinni,“ sagði Daníel Andri. Tindastóll komst inn í leikinn í fjórða leikhluta en Daníel benti á litla róteringu í sínu liðið. „Við erum að spila á fáum leikmönnum. Það voru sennilega þreytu merki, rosaleg orka sem fór í þriðja leikhluta og leikmenn mínir sennilega farnir að hvíla sig fyrir lokamínúturnar í fjórða leikhluta,“ sagði Daníel. Daníel segir að hann sé að leita af leikmönnum áður en glugginn lokar. „Við erum að leita af leikmönnum og við höldum því áfram fram að gluggalokun. Við erum samt með frábæra róteringu en það er orðið mjög þreytandi að æfa á sjö leikmönnum,“ sagði Daníel. Israel Martin er þjálfari Tindastólskvenna.Vísir/Jón Gautur „Þær virkuðu einbeittari en við“ Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var svekktur með að tapa en stoltur af baráttunni í liðinu sínu. „Við komum við sterkar til baka inn í fjórða leikhlutann. Við vissum að þær vilja keyra upp tempóið. Ég held að þriðji leikhlutinn sé leikhlutinn sem skiptir máli. Þær skoruðu 24 stig en við bara 9 stig og mest af þeirra körfum voru opinn sniðskot. Þær virkuðu einbeittari en við,“ sagði Israel Martin. „Ég er samt ánægður með liðið mitt því við komum til baka í lokaleikhlutanum. Við vorum að gera vel varnarlega og ná stoppum. Við vorum einnig að spila vel sóknarlega. Svo er það þetta lokaskot en leikurinn tapast ekki þar. Við áttum tvö víti og klikkuðum. Við hefðum getað tekið þetta þá en að lokum er þetta jafn leikur og Þór vinnur þennan,“ sagði Martin. Þór byrjaði betur í seinni hálfleik og fór Martin yfir þá sálma aðeins. „Það var tvennt sem skildi liðin af í þriðja leikhluta. Þórsarar voru rosalega ákafar og líka voru þær að láta finna fyrir sér. Við vorum samt að fá opin skot sem við vorum að klikka á,“ sagði Martin. Tindastóll er að fara inn í bikarhelgi sem þær mæta Njarðvík í 8 liða úrslitum. Bónus-deild kvenna Tindastóll Þór Akureyri
Þór Akureyri vann Tindastól 80-83 í Bónus deild kvenna í körfubolta í uppgjöri liðana á Norðurlandinu. Leikurinn byrjaði rólega en og liðinn voru að þreifa hvort á öðru og skiptast á að skora körfur. Mikið jafnræði var í fyrsta leikhluta og eftir hann var staðan 18-18. Í öðrum leikhluta tóku Tindastóll völdin og komu þessu upp í tíu stiga mun þegar lítið var eftir af leik hlutanum en Þór Akureyri skoraði seinustu fimm stig fjórðungsins og Tindastóll leiddi því aðeins með 5 stigum í hálfleik en staðan var 44-39. Randi Brown var öflug í lið Tindastóls og skoraði af vild og það skipti ekki máli hvaða leikmanni Þór henti fyrir framan hana. Hjá Þór var meira jafnræði en Amadine Justine Toi var mjög öflug á sóknarhelmingi liðsins. Þór byrjaði betur í seinni hálfleik og Esther Marjolein Fokke hrökk í gangi og hún skoraði af vild fyrir utan þriggja stiga línuna. Tindastóll kom varla til leiks í leik hlutanum. Þór leiddi að honum loknum 53-63. Sama leit út fyrir að vera upp á teningnum í upphafi fjórða leikhluta. Þór hélt Tindastól í þægilegri fjarlægð og var eins og þær væru með svör við öllu sem Tindastóll gerði. Eins og hendi væri veifað mætti Edyta Ewa Falenzcyk og fór að raða niður þriggja stiga skotunum og kom hún Tindastól aftur inn í leikinn. Þær komust meira að segja yfir þegar 8,4 sekúndur voru eftir af eiknum. Tindastóll klúðrar þá tveimur vítaskotum og Þórsliðið brunar í sókn og Amadine setur körfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún skildi 0,5 sekúndur eftir á klukkunni. Tindastóll setti upp í sókn en náði ekki að koma skoti að körfunni og Þórssigur var því staðreynd í Síkinu. Atvikið Klárlega vitaklúðrin tvö frá Tindastól sem leiddi til þriggja stiga skotsins frá Amadine. Það var skotið sem skildi liðin af í lokin. Stjörnur Randi Brown og Edyta Ewa drógu vagninn sóknarlega og flest allt fór í gegnum þær. Frábærir leikmenn sem geta refsað bæði undir körfunni og inn í teig. Hjá Þór Akureyri voru Amadine og Esther sem Tindastóll átti í vandræðum með, báðar alveg frábærar. Einnig ætla ég að minnast á mikilvægi Evu Wium en hún skoraði 17 stig og var 15 af 16 af vítalínunni. Stemning og umgjörð Fullt af fólki, frá báðum liðum en margir frá Akureyri hafa gert sér leið yfir Öxnadalsheiðina í kvöld. Hefði verið gaman að sjá fleiri Grettismenn og jafnvel eldri. Dómarar [9] Voru frábærir í dag, góð lína og besta tríó í sem hefur komið í Síkið í vetur. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari ÞórsVísir/Hulda Margrét „Við ríghöldum í annað sætið í deildinni“ Daniel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins var mjög ánægður eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara skemmtilegur leikur, bara vægast sagt, eins og grannaslagur á að vera að mínu mati. Bara frábær endir fyrir okkur og við ríghöldum í annað sætið í deildinni,“ sagði Daníel Andri. Tindastóll komst inn í leikinn í fjórða leikhluta en Daníel benti á litla róteringu í sínu liðið. „Við erum að spila á fáum leikmönnum. Það voru sennilega þreytu merki, rosaleg orka sem fór í þriðja leikhluta og leikmenn mínir sennilega farnir að hvíla sig fyrir lokamínúturnar í fjórða leikhluta,“ sagði Daníel. Daníel segir að hann sé að leita af leikmönnum áður en glugginn lokar. „Við erum að leita af leikmönnum og við höldum því áfram fram að gluggalokun. Við erum samt með frábæra róteringu en það er orðið mjög þreytandi að æfa á sjö leikmönnum,“ sagði Daníel. Israel Martin er þjálfari Tindastólskvenna.Vísir/Jón Gautur „Þær virkuðu einbeittari en við“ Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var svekktur með að tapa en stoltur af baráttunni í liðinu sínu. „Við komum við sterkar til baka inn í fjórða leikhlutann. Við vissum að þær vilja keyra upp tempóið. Ég held að þriðji leikhlutinn sé leikhlutinn sem skiptir máli. Þær skoruðu 24 stig en við bara 9 stig og mest af þeirra körfum voru opinn sniðskot. Þær virkuðu einbeittari en við,“ sagði Israel Martin. „Ég er samt ánægður með liðið mitt því við komum til baka í lokaleikhlutanum. Við vorum að gera vel varnarlega og ná stoppum. Við vorum einnig að spila vel sóknarlega. Svo er það þetta lokaskot en leikurinn tapast ekki þar. Við áttum tvö víti og klikkuðum. Við hefðum getað tekið þetta þá en að lokum er þetta jafn leikur og Þór vinnur þennan,“ sagði Martin. Þór byrjaði betur í seinni hálfleik og fór Martin yfir þá sálma aðeins. „Það var tvennt sem skildi liðin af í þriðja leikhluta. Þórsarar voru rosalega ákafar og líka voru þær að láta finna fyrir sér. Við vorum samt að fá opin skot sem við vorum að klikka á,“ sagði Martin. Tindastóll er að fara inn í bikarhelgi sem þær mæta Njarðvík í 8 liða úrslitum.