Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2025 11:24 Klara Sveinsdóttir hefur starfað hjá kerecis frá árinu 2018 og haldið utan um nokkrar lykildeildir hjá félaginu á miklum vaxtartímum. Klara Sveinsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri líftæknifyrirtækisins Arterna Biosciences. Klara kemur til Arterna Biosciences frá Kerecis en þar hefur hún starfað frá árinu 2018 og haldið utan um nokkrar lykildeildir hjá félaginu á miklum vaxtartímum. Í tilkynningu frá Arterna Biosciences kemur fram að hjá Kerecis hafi Klara meðal annars gegnt framkvæmdastjórastöðum, verið ábyrg fyrir sölu og viðskiptaþróun í Evrópu og Asíu, gæða- og skráningarmálum og framleiðslu og vöruþróun félagsins. Klara starfaði áður hjá Icepharma og Actavis og býr að áralangri reynslu í lyfjageiranum. Hún er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Klara býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á markaðssetningu líftækniafurða og þeim þróunarferlum sem ung líftæknifyrirtæki vinna eftir. Við hjá Arterna erum mjög spennt að fá Klöru í þetta hlutverk og hlökkum til að vinna með henni að framtíðarverkefnum félagsins“ segir Margrét Helga Ögmundsdóttir, einn stofnenda Arterna Biosciences. Auk Margrétar Helgu, eru Eiríkur Steingrímsson og Steingrímur Stefánsson stofnendur fyrirtækisins. Mikil framþróun Í tilkynningunni segir að Arterna Biosciences hafi verið stofnað árið 2021 og þróað nýjar lausnir til þess að bæta gæði RNA í framleiðslu. Gæði RNA séu lykilatriði þegar komi að virkni RNA lyfja og rannsókna sem byggja á líffræði RNA. „Undanfarin ár hefur orðið mikil framþróun í nýrri tækni sem gerir kleift að nýta RNA sameindir sem lyfjaform. Bóluefni hafa verið þróuð og samþykkt sem RNA lyf. Verið er að þróa RNA meðferðarmöguleika við margvíslegum sjúkdómum svo sem krabbameinum. Mörg lyfjamörk eru í þróun og viðbúið að bylting verði á þessu sviði á næstu árum,“ segir í tilkynningunni. Mikilvægt að koma á markað sem fyrst Haft er eftir Klöru að hún sé gríðarlega spennt fyrir þeim nýjungum sem Arterna hafi þróað og telji afar mikilvægt að koma þeim á markað sem fyrst. „Vörurnar eru einkum miðaðar að RNA lyfjaframleiðslu en ná einnig til líftæknifyrirtækja og rannsóknastofnana. Áhersla fyrirtækisins á að bæta gæði RNA lyfja er mikilvæg þegar fjölmörg RNA lyf eru í þróun á heimsvísu og því eru spennandi tímar framundan,“ segir Klara. Líftækni Vistaskipti Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu frá Arterna Biosciences kemur fram að hjá Kerecis hafi Klara meðal annars gegnt framkvæmdastjórastöðum, verið ábyrg fyrir sölu og viðskiptaþróun í Evrópu og Asíu, gæða- og skráningarmálum og framleiðslu og vöruþróun félagsins. Klara starfaði áður hjá Icepharma og Actavis og býr að áralangri reynslu í lyfjageiranum. Hún er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Klara býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á markaðssetningu líftækniafurða og þeim þróunarferlum sem ung líftæknifyrirtæki vinna eftir. Við hjá Arterna erum mjög spennt að fá Klöru í þetta hlutverk og hlökkum til að vinna með henni að framtíðarverkefnum félagsins“ segir Margrét Helga Ögmundsdóttir, einn stofnenda Arterna Biosciences. Auk Margrétar Helgu, eru Eiríkur Steingrímsson og Steingrímur Stefánsson stofnendur fyrirtækisins. Mikil framþróun Í tilkynningunni segir að Arterna Biosciences hafi verið stofnað árið 2021 og þróað nýjar lausnir til þess að bæta gæði RNA í framleiðslu. Gæði RNA séu lykilatriði þegar komi að virkni RNA lyfja og rannsókna sem byggja á líffræði RNA. „Undanfarin ár hefur orðið mikil framþróun í nýrri tækni sem gerir kleift að nýta RNA sameindir sem lyfjaform. Bóluefni hafa verið þróuð og samþykkt sem RNA lyf. Verið er að þróa RNA meðferðarmöguleika við margvíslegum sjúkdómum svo sem krabbameinum. Mörg lyfjamörk eru í þróun og viðbúið að bylting verði á þessu sviði á næstu árum,“ segir í tilkynningunni. Mikilvægt að koma á markað sem fyrst Haft er eftir Klöru að hún sé gríðarlega spennt fyrir þeim nýjungum sem Arterna hafi þróað og telji afar mikilvægt að koma þeim á markað sem fyrst. „Vörurnar eru einkum miðaðar að RNA lyfjaframleiðslu en ná einnig til líftæknifyrirtækja og rannsóknastofnana. Áhersla fyrirtækisins á að bæta gæði RNA lyfja er mikilvæg þegar fjölmörg RNA lyf eru í þróun á heimsvísu og því eru spennandi tímar framundan,“ segir Klara.
Líftækni Vistaskipti Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira