Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2025 23:40 Hverfið Pacific Palisades hefur farið einna verst út úr eldunum. AP/Ethan Swope Slökkviliðið í Los Angeles hefur fyrirskipað tæplega 150 þúsund manns að rýma heimili sín vegna gróðurelda. Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Sterkir vindar fóru að blása aftur í Kaliforníu í morgun eftir að það lægði ögn í gær. Rokið hefur gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir að berjast við gróðureldana sem brenna allt í kring um borgina, þar sem hefur ekki rignt í meira en átta mánuði. Minnst tíu þúsund hús brunnin Slökkvilið hafa þurft að sækja vatn um langan veg þar sem ekkert vatn er sums staðar að finna í brunahönum. „Sérstaklega fyrstu tvo dagana var þetta ótrúlegt. Maður kemur inn í hverfi sem er bókstaflega í björtu báli og við sitjum uppi með slökkvibíl með tvö þúsund lítra af vatni því kerfið hérna er vatnslaust. Svo þetta er erfitt. Þetta gerir okku erfitt fyrir,“ segir Derek Blenkarn, slökkviliðsstjóri í San Bernardino. Talið er að minnst 10 þúsund hús hafi orðið eldinum að bráð og minnst tíu látið lífið. Margir þeirra sem hafa flúið heimili sín dvelja nú í fjöldahjálparstöðvum. Heimili rústir einar „Eldurinn æddi áfram. Hann var ekki kominn að húsinu mínu en ég vaknaði og sá hann nálgast svo ég varð að hefja brottflutning og taka hundana mína. Ég hafði ekki nóg vatn. Það var ekkert vatn og húsið mitt brann til grunna,“ segir Jim Mayfield, íbúi í Los Angeles. „Við bjuggum í Altadena í 25 ár og nú er allt horfið. Allt úr húsinu, bílarnir, allir pappírar, allt. Við fórum í fötunum se mvið stóðum í og skildum allt annað eftir,“ segir José Luís Godinez, íbúi í Altadena sem hefur farið einna verst úr eldunum. Einhverjir hafa snúið aftur til að skoða rústir heimila sinna. „Ég held að við séum leiðari yfir að missa samfélagið en húsið okkar. Eins og sonur minn sagði: Ef þetta væri bara húsið okkar væri allt í lagi með okkur. Við myndum bara byggja það aftur og flytja aftur inn í þetta samfélag. Nú þurfum við að fylgjast með enduruppbyggingu alls samfélagsins. Það er erfiðast við þetta allt saman,“ segir Jackie Hassett, íbúi í Pacific Palisades. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Sterkir vindar fóru að blása aftur í Kaliforníu í morgun eftir að það lægði ögn í gær. Rokið hefur gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir að berjast við gróðureldana sem brenna allt í kring um borgina, þar sem hefur ekki rignt í meira en átta mánuði. Minnst tíu þúsund hús brunnin Slökkvilið hafa þurft að sækja vatn um langan veg þar sem ekkert vatn er sums staðar að finna í brunahönum. „Sérstaklega fyrstu tvo dagana var þetta ótrúlegt. Maður kemur inn í hverfi sem er bókstaflega í björtu báli og við sitjum uppi með slökkvibíl með tvö þúsund lítra af vatni því kerfið hérna er vatnslaust. Svo þetta er erfitt. Þetta gerir okku erfitt fyrir,“ segir Derek Blenkarn, slökkviliðsstjóri í San Bernardino. Talið er að minnst 10 þúsund hús hafi orðið eldinum að bráð og minnst tíu látið lífið. Margir þeirra sem hafa flúið heimili sín dvelja nú í fjöldahjálparstöðvum. Heimili rústir einar „Eldurinn æddi áfram. Hann var ekki kominn að húsinu mínu en ég vaknaði og sá hann nálgast svo ég varð að hefja brottflutning og taka hundana mína. Ég hafði ekki nóg vatn. Það var ekkert vatn og húsið mitt brann til grunna,“ segir Jim Mayfield, íbúi í Los Angeles. „Við bjuggum í Altadena í 25 ár og nú er allt horfið. Allt úr húsinu, bílarnir, allir pappírar, allt. Við fórum í fötunum se mvið stóðum í og skildum allt annað eftir,“ segir José Luís Godinez, íbúi í Altadena sem hefur farið einna verst úr eldunum. Einhverjir hafa snúið aftur til að skoða rústir heimila sinna. „Ég held að við séum leiðari yfir að missa samfélagið en húsið okkar. Eins og sonur minn sagði: Ef þetta væri bara húsið okkar væri allt í lagi með okkur. Við myndum bara byggja það aftur og flytja aftur inn í þetta samfélag. Nú þurfum við að fylgjast með enduruppbyggingu alls samfélagsins. Það er erfiðast við þetta allt saman,“ segir Jackie Hassett, íbúi í Pacific Palisades.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33
Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50