Enski boltinn

Sjáðu sigur­mark Bergvall gegn Liverpool

Valur Páll Eiríksson skrifar
Lucas Bergvall fagnar sigurmarkinu í Lundúnum í gær.
Lucas Bergvall fagnar sigurmarkinu í Lundúnum í gær. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images

Tottenham vann 1-0 sigur á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum í fótbolta í gærkvöld. Svíinn ungi Lucas Bergvall réði úrslitum.

Tottenham náði í leiknum að halda hreinu í aðeins sjöunda sinn í vetur en hélt góðu gengi sínu í deildabikarnum áfram. Tottenham hefur þegar slegið grannliðin Manchester City og United úr keppni.

Staðan var markalaus fram á 86. mínútu leiksins þegar Bergvall kom boltanum fram hjá Alisson Becker í marki Liverpool til að tryggja Tottenham 1-0 sigur.

Tottenham fer því með eins marks forskot til Liverpool þar sem síðari undanúrslitaleikurinn fer fram 6. febrúar.

Sigurlið einvígisins mætir annað hvort Arsenal eða Newcastle í úrslitaleik keppninnar. Newcastle leiðir 2-0 í undanúrslitum þeirra liða eftir sigur í fyrrakvöld.

Markið má sjá í spilaranum.


Tengdar fréttir

Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal

Newcastle vann góðan 2-0 útisigur á Arsenal í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum í gærkvöld. Alexander Isak, sem var orðaður við Skytturnar í sumar, átti þátt í báðum mörkum gestanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×