Lífið

Heitustu trendin árið 2025

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Þau eru fjölbreytt og skemmtileg trendin 2025.
Þau eru fjölbreytt og skemmtileg trendin 2025. SAMSETT

Nú er splunkunýtt ár gengið í garð og nýju ári fylgja óumflýjanlega ný trend sem sækja þó mörg hver innblástur til fortíðar. Það er engum skylt að fylgja tískubylgjum og eflaust forðast einhverjir þær eins og heitan eldinn en þó getur verið skemmtilegt að vera með puttann á púlsinum á því sem slær í gegn. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga um heitustu trendin á margvíslegum sviðum.

Tíska

Júlía Grønvaldt, stílisti og listrænn stjórnandi: 

Júlía Grønvaldt er stílisti og listrænn stjórnandi.Instagram

Ég held að árið 2025 verði mjög skemmtilegt ár fyrir tískuna. 

Samfélagsmiðla „micro-trend“ skalinn er loksins sprengdur og allir orðnir vel þreyttir á áhrifavalda fagurfræði. 

Tískuhúsin virðast líka vera hætt að fylgja ákveðnum trendum og ýta meira undir persónulegan stíl sem er frábær þróun.

Stemningin almennt í tískunni þetta árið myndi ég segja vera mjög frjálsleg og mun koma smá á óvart með óvanalegum samsetningum á stílum og flíkum. Þessi bylgja mun líklegast þróast í það að tískuunnendur breyti um áherslur og setji meira vægi á flíkurnar sem þau kaupa. 

Tímalaus hönnun og endingargóðar flíkur verða enn vinsælli og það verður meira svigrúm til þess að hafa gaman að tískunni.

Tískudrottningin Bella Hadid blandar hér saman íþróttajakka og rúskinnspilsi.Arnold Jerocki/GC Images

Það sem mun þá koma sterkt inn í ár eru nýstárlegar leiðir til að nota og/eða setja saman flíkur.

Samsetningar sem koma á óvart og eru miklar andstæður. Til dæmis íþróttabuxur við silkikjóla og hettupeysur við minipils. Alls konar leiðir til að leika sér að tískunni og prófa nýja hluti.

Vintage gersemar eru algjört möst í ár. Það er ekkert skemmtilegra en að blanda saman vintage og nútíma flíkum.

Förðun

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík MakeUp School: 

Heiður Ósk förðunarfræðingur er með puttann á púlsinum.Aðsend

Satín/skýja húð (Satin/Cloud skin)

Eftir að Hailey Bieber kom, sá og sigraði síðustu tvö ár með sitt „sykurhúðaða kleinuhringja“ trend (e. Glazed Donut) erum við að sjá aðeins meira jafnvægi milli gljáa og mattleika í húðinni. Satín húð eða „cloud skin“ er að koma sterk inn og lýsir útkoman sér þannig að hún er hvorki mött né of ljómandi. 

Þessi förðunaraðferð sameinar matta og ljómandi eiginleika til að búa til mjúka, náttúrulega og þokukennda áferð á húðinni. Húðin virðist heilbrigð og geislandi, án þess að vera feit eða glansandi.

Mjóar augabrúnir

Ég er búin að taka eftir því núna í dágóðan tíma að augabrúnirnar eru byrjaðar að þynnast aftur. Þetta kemur ekkert rosalega mikið á óvart þar sem augabrúna trendin fara í endalausa hringi og við erum farin að nálgast níunda áratuginn óvenju mikið. 

Örþunnar augabrúnir eru búnar að vera á tískupöllunum frá því í haust og spái ég því að við munum sjá mikið af þeim á tísku-vikunum fram undan.

Metal og marglaga (e. Metallic & multidimensional) litir

Ég er búin að sjá ótrúlega mikið af látlausri förðun þar málmkenndir litir eru notaðir til að setja punktinn yfir i-ið. Til dæmis á Miu Miu S/S 2025 tók yfirförðunarfræðingurinn Pat McGrath silfurlitaðan augnblýant og setti á amors-bogann (cupid’s bow) hjá módelunum og gaf það heildar útkomunni ótrúlega mikið án þess að yfirþyrma okkur með metallic litum. 

Við erum einnig að sjá mjög mikið af multidimensional augnskuggum. Það eru augnskuggar sem breyta um lit þegar ljósið skín á þá. Einn augnskuggi yfir allt augnlokið og búmm! Lúkkið komið. Förðunarmerki eins og Patrick Ta Beauty og Pat McGrath Labs eru með yfirhöndina á þessu trendi og hafa þau verið að gefa út tryllta augnskugga með þessari áferð fyrir komandi ár.

Berjalitir

Árið 2024 sáum við ótrúlega mikið af bleikum tónum og þá sérstaklega í kinnalitum og glossum. Ég er búin að vera að sjá meiri vídd í þessari bleik/rauðu litapallettu. 

Ég sé berja-rauðan og berja-bleikan koma sterkan inn og verða þeir í öllum tónum, alveg frá ljós fölum yfir í dökka og djúpa berjatóna. Það verður mikið um monochromatic förðunarlúkk þar sem notaðir eru svipaðir tónar á augu, kinnar og varir.

Hár

Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur, hársnyrtir og þáttastjórnandi: 

Förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María spáir í hártískuspilin fyrir 2025.Vísir

Í klippingunum í ár verður áfram vinsælt að vinna með „bob“ stílinn. Bob klippingar hafa verið vinsælar um nokkurt skeið og halda áfram að trenda. 

Bob klippingin heldur áfram að trenda að mati Rakelar Maríu.Getty

Það er hægt að rokka þessa klippingu í alls konar síddum en í ár verður meira um stuttar, sterk lína við kjálkalínuna verður mjög heitt og toppar verða líka sterkir. Við höldum áfram að sjá mikið af gardínutoppum eða „curtain bangs“ en þeir ramma andlitið fallega inn og gefa hvaða klippingu sem er mikið líf.

Blásna „blow out“ lúkkið verður enn heitara og allir ættu að eignast rúllur fyrir árið. Sabrina Carpenter er búin að búa til gott trend með sínum hárstíl sem verður áfram mjög áberandi.

Fyrir síða hárið verður vinsælt að hafa svolítið „messy“ bylgjur. Svolítið eins og krullurnar sem koma eftir fastar fléttur. Frekar látlaust en samt ótrúlega fallegt og gefur hárinu mikla hreyfingu og mikið líf.

Prinsessu uppgreiðslur eins og þær kallast verða mjög vinsælar en það er lúkk sem er innblásið af til dæmis Pamelu Anderson þar sem hárið er pinnað hátt upp á frjálslegan hátt með lausum lokkum hér og þar.

Matur

Snædís Xyza Mae Ocampo, þjálfari Kokkalandsliðsins:

Snædís Xyza Mae Ocampo er yfirkokkur á veitingastaðnum Silfra.Ruth Ásgeirsdóttir

Ég held að fólk sé meira að horfa á hráefni úr nærumhverfi og hvað íslenskir bændur eru að framleiða. Hönnun á réttum hjá matreiðslufólki eru undir einhverjum erlendum innblæstri. Fólk vill fá að vita hvaðan hráefnið kemur.

Einfaldleikinn verður í fyrirrúmi og maturinn fallega framsettur. „Less is more“, við viljum leyfa hráefninu að njóta sín. Fólk vill ekki flækja hlutina! 

Drykkir

Oddur Atlason, rekstrarstjóri Petersen svítunnar:

Oddur Atlason er rekstrarstjóri Petersen svítunnar og starfar í vetur á skíðahótelinu Hotel Speiereck í Ölpunum.Instagram

Drykkjartrend eru eins og önnur tíska og fer í hringi. Áhugavert trend sem ég hef verið að taka eftir seinustu mánuði er meiri koníaks drykkja. 

Bæði í kokteilum eins og French Connection þar sem koníaki er blandað við amaretto og Sidecar þar sem Cointreau er blandað við sítrónusafa en einnig bara eitt og sér. 

Apres ski skál!Getty

Kannski er það veturinn sem kallar á hlýju koníaksins eða kannski er ég litaður af því að vera staddur í snjónum í Ölpunum. 

Eftir langan skíðadag er einkar vinsælt að skála í freyðivínsdrykkjum sem virðast ekki detta úr tísku, sama hvort það er Aperol, St. Germain eða Limoncello spritz.

Fljúgandi dádýr (Flying Hirsch) er afar vinsælt hér en þá er lítilli Jägermeister flösku skellt í glas sem er hálf fullt af red bull og fólk drekkur svo að báðir drykkirnir blandist í munninum.

Heilsa

Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og eigandi SheSleep:

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum.Saga Sig

Hormónaheilsa og að lifa í takt við tíðahringinn:

Það hefur verið mikil vitundavakning um áhrif hormóna á heilsu okkar en í gegnum tíðina hefur konum og körlum verið sagt að lifa, borða og hreyfa sig á sama hátt frá degi til dags án tillits til þess hve ólík hormónanakerfi þeirra eru. 

Hormónakerfi kvenna er mun flóknara en karla. Það eru miklar sveiflur á kvenhormónum yfir tíðahringinn sem hafa áhrif á ótal marga þætti líkt og orku, kynhvöt, sjálfstraust, matarlyst, svefn og svona mætti áfram telja. 

Það er sífellt að færast í aukana að fylgjast með tíðahring sínum og að reyna að haga daglegu skipulagi í takt við þessar sveiflur. 

Þannig er til dæmis mikilvægt að sýna sér sjálfsmildi og forgangsraða hvíld á ákveðnum tímum á meðan orkan og sköðunargleðin er allsráðandi á öðrum tímum og mikilvægt að nýta kraft hvers tímabils fyrir sig til fulls.

Snjallheilsa:

Það er sífellt að verða vinsælla að nýta snjalltækin til að fylgjst með heilsunni. Hvort sem það er svefn, hreyfing, hjartsláttur, súrefnismettun, streituástand eða annað þá er algegnt að fólk noti snjallúr eða snjallhring til að mæla þessa þætti. 

Ég held að þetta verði enn vinsælla á þessu ári og úrvalið af smáforritum sem tengjast þessum tækjum og gefa okkur góð ráð eru sífellt að aukast. 

Það er mikilvægt að nota þessi tæki til að hvetja sig áfram á jákvæðan hátt en passa sig þó að fara ekki að lifa eftir þessum niðurstöðum eða láta þær stýra sér of mikið þar sem slíkt getur valdið kvíða og búið til nýtt vandamál.

Hvíld og slökun:

Ég hef lengi sagt að svefn og hvíld séu besta hugar- og líkamsrækt sem við getum stundað og ég held að við séum smám saman að átta okkur betur á mikilvægi hvíldar fyrir almenna heilsu.

Í yoga nidra upplifa iðkendur mikla og djúpa slökun.Getty

Svefninn er grunnur að öllu öðru og góður svefn gerir okkur hamingjusamari, orkumeiri, heilsuhraustari, fallegri og betri í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins. 

Ég held í að hraða nútímasamfélags þar sem við erum umkringd áreitum allan sólarhringinn þá séum við að finna aukna þörf fyrir kyrrð, ró og slökun. 

Jóga nidra er djúpslökun sem róar taugakerfið og ég mæli með að allir prófi slíka slökun þar sem áviningurinn er margvíslegur. Ég held að leiðir sem stuðla að rólegra taugakerfi og betri svefni muni trenda í ár.

Hreinn lífsstíll:

Það hefur verið mikil umræða um eiturefni í matvælum og umhverfi okkar undanfarin misseri og ég held að það muni færast í aukana að fólk leitist eftir því að lifa hreinum líffstíl. Borða hreina fæðu beint frá nátúrunni og forðast aukaefni og einnota vörur. 

Ég held að það verði aukin áhersla á sjálfbærni og heilsu í mataræði, þar sem umhverfisáhrif verða stór þáttur í heilsutengdum ákvörðunum.

Góð meltingarflóra:

Meltingarflóran gegnir mikilvægu hlutverki og hefur áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Almennt finnst mér fólk vera mun meðvitaðara um þetta og ég held að það muni færast í aukana að fólk leiti leiða til að viðhalda góðri meltingarflóru. 

Til þess er mikilvægt að drekka nóg vatn, borða trefjaríkan mat, takmarka sykurneyslu og borða gerjuð matvæli. Einnig er mikilvægt að takmarka neyslu koffíns og áfengis og taka inn góðgerla.

Skemmtileg hreyfing:

Það er ótrúlega mikilvægt að hafa gaman að þeirri hreyfingu sem við stundum ef okkur langar til að endast í henni. 

Erla mælir með því að finna hreyfingu sem er skemmtileg, hafa gaman að henni og taka sig ekki of alvarlega.Getty

Úrvalið af hreyfingu hefur sjaldan verið meira og því held ég að allir ættu að finna sér heryfingu sem losar um gleðihormónin á þessu ári. 

Hvort sem það er að dansa, fara í jóga, hlaupa, ganga á fjöll eða lyfta lóðum að þá er lykilatriðið að hafa gaman og að taka sig ekki of alvarlega. 

Ég helf að það sé mikilvægt að nota gleði og bætta heilsu sem hvata að hreyfingu frekar en að einblína eingöngu á mælanlegan árangur.

Kulda og hitameðferðir:

Það er auðvitað mjög vinsælt að stunda sjósund eða köld böð og einnig hafa gufur sjaldan verið vinsælli. Nú er til dæmis orðið vinsælt að mæta í gusur þar sem dvalið er í heitri gufu í þremur lotum og kælt inná milli. 

Infrarauða gufan er einnig áfram vinsæl og ég held að hita og kulda lotuþjálfun muni verða enn vinsælli á þessu ári enda getur ávinningurinn verið margvíslegur líkt og hraðari endurheimt, hreinsun, núvitund og fleira. 

Tónlist

DJ Sóley Bjarna: 

2025 er árið þar sem fólk er tilbúið fyrir eitthvað nýtt í tónlist. Tónlistarfólk mun fara að gera tilraunir með mismunandi stíla af tónlist og brjótast út úr hefðbundum meginstraums (e. mainstream) stíl til þess að skapa eitthvað einstakt, til dæmis með því að blanda saman mismunandi tónlistarstefnum.

Tónlistarfólk mun í sífellt meira mæli reyna að verða „viral“ á samfélagsmiðlum og gefa út tónlist sem hentar því formi enda eru það lögin sem verða vinsælust, bæði á streymisveitum og skemmtistöðum.

Tónlistarstefnur á borð við house, tech-house og indie-sleaze eru á uppleið og popptónlist frá 2000-2010 tekur yfir á þessu ári.

Þetta ár verður áfram stórt hjá tónlistarkonum á borð við Chappell Roan og Sabrina Carpenter en nýjar stjörnur munu einnig brjótast fram á sjónarsviðið með ferskan blæ.

Árið 2025 er tími breytinga í tónlist en á sama tíma höldum við í nostalgíuna með gamalli og dansvænni popptónlist.

Hreyfing

Karitas María Lárusdóttir, þjálfari hjá World Class: 

Karitas María Lárusdóttir þjálfari hjá World Class er í fanta formi og fer yfir vinsæla hreyfingu á árinu.Aldís Pálsdóttir

Pilates er mjög heitt núna og það í mismunandi útfærslu. Á dýnu, á reformer bekk, hiit pilates og svo nýjasta hjá World Class er pilates klúbbur þar sem unnið er á reformer bekk í infrared heitum sal með góða tónlist og ljós blikkandi í takt. 

@pilatesbyalice__ Get the f*** up, were going to PILATES 😜🤍😂 @Reform by Mia #pilates #pilatesworkout #reformerpilates #reformer #reformerinstructor ♬ LET'S GO - Jaden Bojsen & Sami Brielle

Barre heldur áfram að vera vinsælt og svo almenn styrktarþjálfun. Farið er að fylgjast betur með tíðahring kvenna og æfa í takt við hann, einnig á meðan breytingaskeiðið stendur sem og eftir það.

Infrared salir halda áfram að vera vinsælir en þar nær líkaminn dýpri vöðvavinnu, meiri liðleika og miklum svita sem hefur góð hreinsunar áhrif, svo mætti telja fleiri kosti þess.

Vinsældir pilates eru miklar um þessar mundir.Getty

Svo er meiri vitundarvakning á almennri heilsu og hvað svefn, mataræði, húðumhirða, streitulosun og núvitund skipta miklu máli.

Heimili og hönnun

Hildur Gunnlaugsdóttir, arkítekt, skipulagsfulltrúi og eigandi Stúdíó Jæja: 

Hildur Gunnlaugsdóttir rekur Stúdíó Jæja og heldur uppi Instagram reikningnum Hvassó heima.Aðsend

Sjálfbærni, persónuleiki og tímalaus stíll

Þegar við horfum til ársins 2025 endurspegla innanhúshönnun og arkitektúr aukna áherslu á sjálfbærni og að skapa rými sem stuðla að vellíðan.

Sjálfbærni árið 2025 snýst um að fjárfesta í hágæða, tímalausum hlutum sem endast í áraraðir og ganga á milli kynslóða. Þessi nálgun dregur úr sóun. Náttúruleg efni eins og viður, steinn og leir eru í forgrunni, veita hlýju, endingu og hafa jákvæð áhrif á umhverfið. 

Lífræn hönnun heldur áfram að vera vinsæl, með jafnvægi gróðurs og náttúrulegra efna sem stuðla að ró og vellíðan.

Hildur segir að gróður og lífræn efni haldi áfram vinsældum sínum.Getty

Litapalettur innblásnar af náttúrunni eru áberandi, með hlýjum, lífrænum tónum eins og salvíugrænum, steingráum og mildum jarðarlitum sem skapa jafnvægi. Mildar andstæður, svo sem grænir og bláir tónar eða bleikir og gulleitir litir, verða áberandi.

Baðherbergi með mynstruðum flísum, eins og röndóttum og köflóttum í mildum andstæðum, verða áberandi á meðan eldhús fá nýjan karakter með „húsgagna“-innréttingum, eins og frístandandi skápum og frístandandi eldavélum í litum. Handgert keramik og einstök lýsing gera heimilið einstakt og persónulegt.

Árið 2025 snýst arkitektúr ekki aðeins um sjálfbærni heldur einnig um að skapa byggingar sem bæta umhverfi sitt. Þetta felur í sér endurnýtingu efna og notkun efna sem annars yrði fargað, eins og sést í Stúdíói Arnildar Pálsdóttur arkiekts eða notkun á íslenskum nytjaskógi sem við vinnum með á okkar teiknistofu. 

Áherslan er á að hanna byggingar sem hafa jákvæð áhrif á borgarlíf með góðri borgarhönnun. Mikilvægi dagsbirtu, sólrík, skjólgóð og vel hönnuð útirými tryggir að arkitektúr stuðli að vellíðan og góðri borgarhönnun.

Í uppáhaldi hjá mér núna tímalaus keramik frá KER, ljósin frá Studio Miklo og úrvalið frá SKEKK, þar á meðal hönnun frá AND (Kanada). Tímalaus hönnun Artek og Vitra frá Pennanum, dönsk klassík frá Epal og ítölsk fegurð frá Vest sem allt eru húsgögn sem endast kynslóð eftir kynslóð. 

La Boutique Design er með skemmtileg litrík húsgögn og Hrím með frábært úrval, til dæmis af Seletti sem gleður hvert rými. Það má líka ekki gleyma Góða Hirðinum en fátt skemmtilegra en að fara í fjársjóðsleit þangað.

Góð hönnun, gæði, notagildi og fegurð sem endist í áratugi er alltaf í tísku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.