Akureyringar eins og beljur að vori Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 14:00 Brekkur Hlíðarfjalls eru loksins opnar. Vísir/Tryggvi Skíðabrekkur Hlíðarfjalls á Akureyri voru í morgun opnaðar í fyrsta sinn í vetur. Snjóleysi í fjallinu hefur verið skíðafólki fyrir norðan til vandræða. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir svæðið strax vera pakkfullt. Veðrið hefur ekki verið með skíðafólki á Akureyri í liði þennan veturinn. Lítil sem engin snjókoma, með hlýindum inni á milli, hefur sett strik í reikninginn og ekki var hægt að opna brekkur Hlíðarfjalls í desember líkt og venjan er. Í dag var þó mikill gleðidagur þegar fjallið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mikil aðsókn fyrsta dag opnunar Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, var sjálfur á leið á skíði þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það er stilla og átta stiga frost. Gott skíðafæri og mikil aðsókn. Mér sýnist bílaplanið vera fullt,“ segir Brynjar. Margir að nýta sér þennan fyrsta dag? „Já, eins og beljur að vori.“ Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Óvenjulegur vetur Snjóframleiðsla hefur verið í gangi í fjallinu í fjörutíu daga til að flýta fyrir opnuninni. „Um leið og það koma framleiðsluaðstæður, þá höfum við verið með sólarhringsvaktir. Við höfum sjaldan þurft að framleiða jafn mikið. Við lentum líka í því að vera búin að framleiða en þá kom hiti og tók upp slatta af snjó, þannig þetta er búið að vera óvenjulegt að því leytinu til,“ segir Brynjar. Skíðaþyrstir geta skellt sér norður á Akureyri næstu fjóra mánuðina eða svo. „Þetta er bara það sem þarf yfir vetrarmánuðina. Þegar myrkrið er, þá þarf þessa afþreyingu. Hún er svo skemmtileg,“ segir Brynjar. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Veðrið hefur ekki verið með skíðafólki á Akureyri í liði þennan veturinn. Lítil sem engin snjókoma, með hlýindum inni á milli, hefur sett strik í reikninginn og ekki var hægt að opna brekkur Hlíðarfjalls í desember líkt og venjan er. Í dag var þó mikill gleðidagur þegar fjallið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mikil aðsókn fyrsta dag opnunar Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, var sjálfur á leið á skíði þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það er stilla og átta stiga frost. Gott skíðafæri og mikil aðsókn. Mér sýnist bílaplanið vera fullt,“ segir Brynjar. Margir að nýta sér þennan fyrsta dag? „Já, eins og beljur að vori.“ Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Óvenjulegur vetur Snjóframleiðsla hefur verið í gangi í fjallinu í fjörutíu daga til að flýta fyrir opnuninni. „Um leið og það koma framleiðsluaðstæður, þá höfum við verið með sólarhringsvaktir. Við höfum sjaldan þurft að framleiða jafn mikið. Við lentum líka í því að vera búin að framleiða en þá kom hiti og tók upp slatta af snjó, þannig þetta er búið að vera óvenjulegt að því leytinu til,“ segir Brynjar. Skíðaþyrstir geta skellt sér norður á Akureyri næstu fjóra mánuðina eða svo. „Þetta er bara það sem þarf yfir vetrarmánuðina. Þegar myrkrið er, þá þarf þessa afþreyingu. Hún er svo skemmtileg,“ segir Brynjar.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira