Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 14:17 Heung-Min Son, Mohamed Salah og Kevin De Bruyne gætu allir farið frítt frá félögum sínum í sumar. Vísir/Getty Óhætt er að segja að það séu nokkur stór nöfn á listanum yfir þá leikmenn sem renna út á samningi í ensku úrvalsdeildinni næsta sumar. Liverpool, Manchester City og Tottenham eru meðal þeirra liða sem geta átt í hættu á því að missa frá sér sínar stærstu stjörnur í sumar og þeir leikmenn sem renna út á samningi að tímabilinu loknu geta farið að ræða við erlend lið strax í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir þá helstu sem verða að öllu óbreyttu samningslausir í sumar. Salah, Trent og Van Dijk á lista Liverpool Ef allt fer á versta veg gæti Liverpool misst þrjá af sínum bestu leikmönnum í sumar. Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar ef liðinu tekst ekki að endursemja við þá. Salah hefur, að öðrum ólöstuðum, verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Egyptinn hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 11 í aðeins 17 leikjum. Mohamed Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.vísir/Getty Þá hefur Van Dijk verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár og Trent Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður heims, í það minnsta þegar kemur að sóknarframlagi bakvarða. Gætu De Bruyne og Son farið? Englandsmeistar síðustu fjögurra ára gætu einnig verið að missa einn af sinn dáðustu sonum. Samningur Kevins De Bruyne rennur út í sumar og gæti einn besti miðjumaður sem deildin hefur sé því verið á útleið. Tímabilið hefur hins vegar ekki verið gott hjá Belganum, ekki frekar en öðrum hjá meisturunum ríkjandi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne undanfarin ár og hefur hann aðeins komið við sögu í 16 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Kevin De Bruyne hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester City undanfarið.Carl Recine/Getty Images Þá gæti annar leikmaður sem er ekki að eiga sitt besta tímabil yfirgefið sitt félag. Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er á sínu síðasta samningsári og gæti því yfirgefið félagið. Son hefur verið burðarás í liði Tottenham frá árinu 2018 og er átjándi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 125 mörk. Hann hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur aðeins komið boltanum fimm sinnum í netið fyrir þá hvítklæddu. Aðrir sem gætu farið Salah, Van Dijk, Trent, De Bruyne og Son eru ekki einu leikmennirnir sem gætu farið frítt frá sínum liðumí sumar. Chris Wood, sem hefur raðað inn mörkum fyrir spútniklið Nottingham Forest, er á sínu síðasta samningsári og gæti því farið. Það sama má segja um leikmenn á borð við Amad Diallo, Harry Maguire, Victor Lindelof, Thomas Partey, Callum Wilson, Tyrick Mitchell og Sean Longstaff. Chris Wood hefur raðað inn fyrir Nottingham Forest í vetur.Carl Recine/Getty Images Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Liverpool, Manchester City og Tottenham eru meðal þeirra liða sem geta átt í hættu á því að missa frá sér sínar stærstu stjörnur í sumar og þeir leikmenn sem renna út á samningi að tímabilinu loknu geta farið að ræða við erlend lið strax í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir þá helstu sem verða að öllu óbreyttu samningslausir í sumar. Salah, Trent og Van Dijk á lista Liverpool Ef allt fer á versta veg gæti Liverpool misst þrjá af sínum bestu leikmönnum í sumar. Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar ef liðinu tekst ekki að endursemja við þá. Salah hefur, að öðrum ólöstuðum, verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Egyptinn hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 11 í aðeins 17 leikjum. Mohamed Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.vísir/Getty Þá hefur Van Dijk verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár og Trent Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður heims, í það minnsta þegar kemur að sóknarframlagi bakvarða. Gætu De Bruyne og Son farið? Englandsmeistar síðustu fjögurra ára gætu einnig verið að missa einn af sinn dáðustu sonum. Samningur Kevins De Bruyne rennur út í sumar og gæti einn besti miðjumaður sem deildin hefur sé því verið á útleið. Tímabilið hefur hins vegar ekki verið gott hjá Belganum, ekki frekar en öðrum hjá meisturunum ríkjandi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne undanfarin ár og hefur hann aðeins komið við sögu í 16 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Kevin De Bruyne hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester City undanfarið.Carl Recine/Getty Images Þá gæti annar leikmaður sem er ekki að eiga sitt besta tímabil yfirgefið sitt félag. Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er á sínu síðasta samningsári og gæti því yfirgefið félagið. Son hefur verið burðarás í liði Tottenham frá árinu 2018 og er átjándi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 125 mörk. Hann hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur aðeins komið boltanum fimm sinnum í netið fyrir þá hvítklæddu. Aðrir sem gætu farið Salah, Van Dijk, Trent, De Bruyne og Son eru ekki einu leikmennirnir sem gætu farið frítt frá sínum liðumí sumar. Chris Wood, sem hefur raðað inn mörkum fyrir spútniklið Nottingham Forest, er á sínu síðasta samningsári og gæti því farið. Það sama má segja um leikmenn á borð við Amad Diallo, Harry Maguire, Victor Lindelof, Thomas Partey, Callum Wilson, Tyrick Mitchell og Sean Longstaff. Chris Wood hefur raðað inn fyrir Nottingham Forest í vetur.Carl Recine/Getty Images
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira