Innlent

Undir á­hrifum fíkni­efna á vinnu­vél

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ekki liggur fyrir á hvernig vinnuvél viðkomandi var. Myndin er úr safni.
Ekki liggur fyrir á hvernig vinnuvél viðkomandi var. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Einstaklingur var handtekinn í Árbænum í gær þar sem hann var undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél. Hann var síðan látinn laus að sýnatöku lokinni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar segir að alls hafi 65 mál verið bókuð í kerfum lögreglunnar frá því klukkan fimm síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun.

Í Múlahverfinu var einstaklingur handtekinn vegna líkamsárásar og hótanna. Sá var vistaður í fangaklefa.

Þá var maður sem var til vandræða á skemmtistað í Hlíðahverfinu í Reykjavík handtekinn. Sá er líka sagður hafa verið til vandræða á lögreglustöðinni. Reynt hafi verið með öllum mætti að leysa málið þar, en án árangurs og hann á lokum vistaður í fangaklefa. Maðurinn er sagður eiga von á kærum fyrir hin ýmsu brot.

Einnig var nokkuð um umferðarlaga- og fíkniefnabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×