Innlent

Rann á snjó­ruðnings­tæki og bíllinn óökuhæfur

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ökumaður missti stjórn á bílnum sem hafnaði framan á snjóruðningstæki. Sem betur fer urðu engin slys á fólki.
Ökumaður missti stjórn á bílnum sem hafnaði framan á snjóruðningstæki. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Vísir/Vilhelm

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og rann á snjómoksturstönn á snjóruðningstæki á Skeiðarársandi á sjötta tímanum í gær. Engin slys urðu á fólki en talsverðar skemmdir urðu á bílnum sem var óökuhæfur.

Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu.

Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum, lögregla ók þeim upp á hótel eftir að störfum hafði lokið á vettvangi slyssins.

Garðar segir að bíllinn hafi verið fjarlægður, en snjóruðningstækið hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×