Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 15:33 Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn hefur ekki áður verið kært til lögreglu vegna rannsóknar þar. Vísir/EPA Rannsóknasiðanefnd Danmerkur hefur kært ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og lækni vegna rannsóknar á ungum drengjum. Upp komst um ágalla á rannsókninni þegar þurfti að skrá hana í nýtt samevrópskt kerfi. Rannsóknin, sem var gerð á barnaskurðstofu ríkissjúkrahússins, fólst í tilraunum með hvort að nýtt lyf gæti aukið framtíðarfrjósemi ungra drengja sem hefðu gengist undir skurðaðgerð vegna eistna sem hafa ekki gengið niður. Fimmtán börn yngri en tveggja ára tóku þátt í rannsókninni sem hófst í maí 2022, að sögn danska ríkisútvarpsins. Danska lyfjastofnunin stöðvaði rannsóknina eftir að hún taldi 28 brot á reglum hafa átt sér stað. Börnum hefði þannig verið gefin saltvatnslausn sem lyfleysa sem var framleidd án tilskilinna leyfa og tilraunalyf sem var útrunnið. Malene Fischer, rannsóknastjóri ríkissjúkrahússins, segir að börnin í rannsókninni hafi fengið nefsprey sem innihélt ýmist tilraunalyfið eða saltvatnslausn. Foreldrar áttu að gefa börnum sínum spreyið á hverjum degi í nokkrar vikur. Engum meint af Yfirlæknir sem starfaði við ríkissjúkrahúsið stýrði rannsókninni. Rannsóknasiðanefndin segir að hann starfi ekki þar lengur. Hann var einnig kærður til lögreglu. Nefndin segir að einu sinni áður hafi aðstandendur rannsóknar verið kærðir til lögreglu. Það var árið 2020 en nefndin gefur ekki upp út á hvað hún gekk. Fischer segist ekki kunnugt um að sjúkrahúsið hafi áður verið kært vegna heilbrigðisrannsóknar. Sjúkrahúsið taki málið alvarlega og hafi beðið börnin og foreldrana sem tóku þátt í rannsókninni afsökunar. Engu að síður benda gögn sjúkrahússins ekki til þess að nokkru barnanna hafi orðið meint af tilrauninni. Þeim verða þó greiddar bætur. Ríkissjúkrahúsið fór yfir allar þær 65 lyfjatilraunir sem standa þar yfir en fann enga ágalla á þeim. Danmörk Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Rannsóknin, sem var gerð á barnaskurðstofu ríkissjúkrahússins, fólst í tilraunum með hvort að nýtt lyf gæti aukið framtíðarfrjósemi ungra drengja sem hefðu gengist undir skurðaðgerð vegna eistna sem hafa ekki gengið niður. Fimmtán börn yngri en tveggja ára tóku þátt í rannsókninni sem hófst í maí 2022, að sögn danska ríkisútvarpsins. Danska lyfjastofnunin stöðvaði rannsóknina eftir að hún taldi 28 brot á reglum hafa átt sér stað. Börnum hefði þannig verið gefin saltvatnslausn sem lyfleysa sem var framleidd án tilskilinna leyfa og tilraunalyf sem var útrunnið. Malene Fischer, rannsóknastjóri ríkissjúkrahússins, segir að börnin í rannsókninni hafi fengið nefsprey sem innihélt ýmist tilraunalyfið eða saltvatnslausn. Foreldrar áttu að gefa börnum sínum spreyið á hverjum degi í nokkrar vikur. Engum meint af Yfirlæknir sem starfaði við ríkissjúkrahúsið stýrði rannsókninni. Rannsóknasiðanefndin segir að hann starfi ekki þar lengur. Hann var einnig kærður til lögreglu. Nefndin segir að einu sinni áður hafi aðstandendur rannsóknar verið kærðir til lögreglu. Það var árið 2020 en nefndin gefur ekki upp út á hvað hún gekk. Fischer segist ekki kunnugt um að sjúkrahúsið hafi áður verið kært vegna heilbrigðisrannsóknar. Sjúkrahúsið taki málið alvarlega og hafi beðið börnin og foreldrana sem tóku þátt í rannsókninni afsökunar. Engu að síður benda gögn sjúkrahússins ekki til þess að nokkru barnanna hafi orðið meint af tilrauninni. Þeim verða þó greiddar bætur. Ríkissjúkrahúsið fór yfir allar þær 65 lyfjatilraunir sem standa þar yfir en fann enga ágalla á þeim.
Danmörk Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira