Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2024 18:46 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að mögulega sé stutt í mótefni við RS-veirunni. Vísir/Sigurjón Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. RS-veiran leggst á öndunarveg og getur verið þung fyrir fyrirbura og ung börn. Sýkingin gengur oftast yfir á einni viku og algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, hitavella og þurr hósti. Þá getur veiran valdið berkju- og lungnabólgu í börnum yngri en eins árs. „Tilfinningin er að þetta sé ansi harður faraldur í ár. Bæði mörg börn sem eru að veikjast og þau eru að fá ansi mikil einkenni. Það eru nokkur börn sem hafa þurft að fara inn á gjörgæslu og það tekur oft langan tíma að komast í gegnum veikindin,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir veiruna leggjast þungt á börn í ár.Landspítali Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni. Nokkur Evrópuríki hafa hafið mótefnagjafir gegn veirunni og vill Valtýr að svo verði einnig á Íslandi. „Þó það komi ekki veg fyrir smit, þá dregur það verulega, allt að áttatíu prósent, úr alvarlegum veikindum,“ segir Valtýr. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er með málið til skoðunar. „Ég tek bara heilshugar undir með Valtý, þetta er mikilvægt málefni. Það er komið þetta nýja mótefni sem fékkst góð reynsla á síðasta vetur, meðal annars í Evrópu. Við erum einmitt að skoða þetta,“ segir Guðrún. Álagið á Barnaspítala hringsins er mikið vegna RS-veirunnar.Vísir/Sigurjón Málið er nokkuð langt komið og það gæti verið stutt í mótefnagjöf. Það er þó mikil flækja að koma þessu í gegnum kerfið og á endanum verður þetta ákvörðun næsta heilbrigðisráðherra. „Það er ekkert útilokað og upprunalega vorum við að hugsa um að fá þetta inn jafnvel veturinn 2025-26,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Landspítalinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
RS-veiran leggst á öndunarveg og getur verið þung fyrir fyrirbura og ung börn. Sýkingin gengur oftast yfir á einni viku og algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, hitavella og þurr hósti. Þá getur veiran valdið berkju- og lungnabólgu í börnum yngri en eins árs. „Tilfinningin er að þetta sé ansi harður faraldur í ár. Bæði mörg börn sem eru að veikjast og þau eru að fá ansi mikil einkenni. Það eru nokkur börn sem hafa þurft að fara inn á gjörgæslu og það tekur oft langan tíma að komast í gegnum veikindin,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir veiruna leggjast þungt á börn í ár.Landspítali Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni. Nokkur Evrópuríki hafa hafið mótefnagjafir gegn veirunni og vill Valtýr að svo verði einnig á Íslandi. „Þó það komi ekki veg fyrir smit, þá dregur það verulega, allt að áttatíu prósent, úr alvarlegum veikindum,“ segir Valtýr. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er með málið til skoðunar. „Ég tek bara heilshugar undir með Valtý, þetta er mikilvægt málefni. Það er komið þetta nýja mótefni sem fékkst góð reynsla á síðasta vetur, meðal annars í Evrópu. Við erum einmitt að skoða þetta,“ segir Guðrún. Álagið á Barnaspítala hringsins er mikið vegna RS-veirunnar.Vísir/Sigurjón Málið er nokkuð langt komið og það gæti verið stutt í mótefnagjöf. Það er þó mikil flækja að koma þessu í gegnum kerfið og á endanum verður þetta ákvörðun næsta heilbrigðisráðherra. „Það er ekkert útilokað og upprunalega vorum við að hugsa um að fá þetta inn jafnvel veturinn 2025-26,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Landspítalinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent