„Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2024 08:04 Borche Ilievski er mættur aftur í efstu deild. Hann ætlaði sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi en núna hefur hann verið hér á landi í átján ár með sinni fjölskyldu og er ekkert á förum. vísir/daníel „Líf okkar er á Íslandi,“ segir körfuboltaþjálfarinn Borche Ilievski sem ætlaði að stoppa stutt við á Íslandi með fjölskyldu sinni en nú, átján árum síðar, hafa þau fest rætur hér á landi. Á dögunum sögðum við ykkur frá frábæru gengi Bónus deildar lið ÍR í körfubolta sem hefur nú unnið fjóra leik í röð eftir að ráðist var í þjálfarabreytingar og Borche Ilievski ráðinn til starfa. Auk þess að þjálfa ÍR starfar Borche sem íþróttakennari í Landakotsskóla og hefur gert undanfarin þrjú ár. Þú ert allan daginn í íþróttasalnum. Hljóma eins og fullkomnar aðstæður. „Já klárlega,“ svarar Borche. „Síðustu þrjú ár hef ég starfað sem íþróttakennari hjá Landakotsskóla. Mínir dagar hefjast hér í íþróttasalnum hjá KR þar sem að ég kenni frá klukkan átta á morgnanna til klukkan tvö á daginn. Ég nýt þess að starfa í kringum þessi börn. Svo þarf maður að hvílast á milli, undirbúa sig og halda síðan aftur í íþróttasalinn að þjálfa ÍR. Ég nýt þessa fyrirkomulags, auðvitað getur það reynt á en er einnig mjög gaman. Í leik okkar gegn KR á dögunum voru flestir minna nemenda í stúkunni, og studdu auðvitað KR. En það var mjög gaman.“ Ætlaði að stoppa stutt á Íslandi Borche var þjálfari ÍR yfir sjö ára tímabil til ársins 2021 og gerði frábæra hluti með liðið en saga hans og fjölskyldunnar hér á landi teygir sig átján ár aftur í tímann þegar að þau fluttust hingað búferlum frá Norður-Makedóníu og Borche tók við liði KFÍ á Ísafirði. „Árið 2006 þegar að ég kem fyrst til Ísland og tek við KFÍ á Ísafirði varst þú þar sem krakki. Ég ætlaði bara stoppa stutt við á Íslandi. Á þessum tíma hafði ég verið valinn efnilegasti þjálfarinn í heimalandi mínu Norður-Makedóníu. Með því fóru hjólin að snúast og ég fékk atvinnutilboð frá Mið-Austurlöndum, Barein og Íslandi þá 31 árs gamall. Ég ákvað að reyna fyrir mér á Íslandi. Þannig hófst þessi saga. Fyrstu árunum varði ég á Ísafirði, átti þar frábær ár. Þaðan fórum við til Sauðárkróks og svo til Reykjavíkur. Okkur fjölskyldunni líður sífellt meira eins og Íslendingum. Þrátt fyrir að ég tali ekki íslensku. Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar. Líf okkar er á Íslandi og ég nýt þess að gefa til baka í gegnum körfuboltann, hvort sem það er í gegnum yngri landsliðin eða félagsliðin. Körfuboltinn er mitt líf.“ Bónus-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Á dögunum sögðum við ykkur frá frábæru gengi Bónus deildar lið ÍR í körfubolta sem hefur nú unnið fjóra leik í röð eftir að ráðist var í þjálfarabreytingar og Borche Ilievski ráðinn til starfa. Auk þess að þjálfa ÍR starfar Borche sem íþróttakennari í Landakotsskóla og hefur gert undanfarin þrjú ár. Þú ert allan daginn í íþróttasalnum. Hljóma eins og fullkomnar aðstæður. „Já klárlega,“ svarar Borche. „Síðustu þrjú ár hef ég starfað sem íþróttakennari hjá Landakotsskóla. Mínir dagar hefjast hér í íþróttasalnum hjá KR þar sem að ég kenni frá klukkan átta á morgnanna til klukkan tvö á daginn. Ég nýt þess að starfa í kringum þessi börn. Svo þarf maður að hvílast á milli, undirbúa sig og halda síðan aftur í íþróttasalinn að þjálfa ÍR. Ég nýt þessa fyrirkomulags, auðvitað getur það reynt á en er einnig mjög gaman. Í leik okkar gegn KR á dögunum voru flestir minna nemenda í stúkunni, og studdu auðvitað KR. En það var mjög gaman.“ Ætlaði að stoppa stutt á Íslandi Borche var þjálfari ÍR yfir sjö ára tímabil til ársins 2021 og gerði frábæra hluti með liðið en saga hans og fjölskyldunnar hér á landi teygir sig átján ár aftur í tímann þegar að þau fluttust hingað búferlum frá Norður-Makedóníu og Borche tók við liði KFÍ á Ísafirði. „Árið 2006 þegar að ég kem fyrst til Ísland og tek við KFÍ á Ísafirði varst þú þar sem krakki. Ég ætlaði bara stoppa stutt við á Íslandi. Á þessum tíma hafði ég verið valinn efnilegasti þjálfarinn í heimalandi mínu Norður-Makedóníu. Með því fóru hjólin að snúast og ég fékk atvinnutilboð frá Mið-Austurlöndum, Barein og Íslandi þá 31 árs gamall. Ég ákvað að reyna fyrir mér á Íslandi. Þannig hófst þessi saga. Fyrstu árunum varði ég á Ísafirði, átti þar frábær ár. Þaðan fórum við til Sauðárkróks og svo til Reykjavíkur. Okkur fjölskyldunni líður sífellt meira eins og Íslendingum. Þrátt fyrir að ég tali ekki íslensku. Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar. Líf okkar er á Íslandi og ég nýt þess að gefa til baka í gegnum körfuboltann, hvort sem það er í gegnum yngri landsliðin eða félagsliðin. Körfuboltinn er mitt líf.“
Bónus-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira