„Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 21:59 Kjartan Atli Kjartansson segir Álftnesinga þurfa að vinna í ýmsum hlutum til að snúa genginu við. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að stóru augnablikin hafi skilið á milli þegar hans menn máttu þola ellefu stiga tap gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Það komu stór augnablik þar sem þeir settu niður þriggja stiga skot og svo voru bara stór skot. Það er svona það sem situr í hausnum á mér núna,“ sagði Kjartan eftir tapið í kvöld. „Við bjuggum okkur til ágætis stöðu, en náðum ekki að klára. Ég myndi segja að eftir að við komumst aftur inn í leikinn þá sé það þetta sem skilur liðin að í lokin. Það voru stór augnablik þar sem þeir voru þolinmóðir þegar við vorum að keyra út í skytturnar og þeir láta menn fljúga fram hjá einu sinni og jafnvel tvisvar og svo koma þrista upp úr því. Það er kannski fyrsta skýringin sem ég get gefið þér.“ Hann segir einnig að mögulega hafi það kostað liðið of mikla orku að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn. „Það getur alveg verið. Við náum ekki takti í leiknum fyrr en um miðbik annars leikhluta. Þá fannst mér við loksins fara að ná einhverjum varnarstoppum. Í byrjun þriðja náum við svo að hægja aðeins á þeim og komast yfir. Hvort það sé orkufrekt eða ekki þá ná þeir allavega að grípa taktinn aftur til sín og þetta snýst svo mikið um það.“ Þá var Kjartan einnig spurður út í atvik sem átti sér stað undir lok annars leikhluta þar sem David Okeke þurfti að taka sér smá pásu og fannst mörgum viðstöddum eins og leikmaðurinn ætti erfitt með andardrátt. Okeke er með bjargráð og hneig niður í leik með Haukum á síðasta tímabili og því höfðu margir áhyggjur af leikmanninum. Kjartan segir áhyggjurnar þó vera óþarfar. „Þetta var öxlin. Hún var eitthvað að kippast til segir hann. Valdimar sjúkraþjálfari meðhöndlaði það bara.“ Þó mátti sjá að liðsfélagar Okeke voru fljótir að grípa inn í og báðu dómarana um að stoppa leikinn áður en þeir báðu Okeke um að taka sér pásu. „Svo fór hann bara út af, fékk bót sinna meina og kom aftur inn á,“ sagði Kjartan, sem vildi gera sem minnst úr atvikinu. Gengi Álftnesingar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Kjartan segir margt þurfa að gerast ef liðið ætlar að snúa genginu við fyrir jól. „Það er margt. Ég myndi segja að við þurfum að skerpa á varnarleiknum. Það eru ákveðnir þættir þar sem við þurfum að ná inn. Við þurfum líka að byrja leikina betur. Mér fannst orkustigið í leiknum í kvöld vera gott þegar við komumst aftur inn í leikinn. Við tökum 15 sóknarfráköst og erum að fara á hringinn og svona. Mér fannst ekki vanta upp á það í kvöld.“ „En það eru ýmsir taktískir hlutir og við erum bara ekki sáttir með stöðuna eins og hún er núna. Þá er ekkert annað en að fara bara inn í sal og laga hlutina. Það er það eina sem þú getur gert. Það er þannig að það er auðvelt að vera til þegar stemningin er mikil, en það þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind. Núna þurfum við bara að fara að vinna í lausnum því við erum ekki sáttir með að tapa þremur í röð,“ sagði Kjartan að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira
„Það komu stór augnablik þar sem þeir settu niður þriggja stiga skot og svo voru bara stór skot. Það er svona það sem situr í hausnum á mér núna,“ sagði Kjartan eftir tapið í kvöld. „Við bjuggum okkur til ágætis stöðu, en náðum ekki að klára. Ég myndi segja að eftir að við komumst aftur inn í leikinn þá sé það þetta sem skilur liðin að í lokin. Það voru stór augnablik þar sem þeir voru þolinmóðir þegar við vorum að keyra út í skytturnar og þeir láta menn fljúga fram hjá einu sinni og jafnvel tvisvar og svo koma þrista upp úr því. Það er kannski fyrsta skýringin sem ég get gefið þér.“ Hann segir einnig að mögulega hafi það kostað liðið of mikla orku að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn. „Það getur alveg verið. Við náum ekki takti í leiknum fyrr en um miðbik annars leikhluta. Þá fannst mér við loksins fara að ná einhverjum varnarstoppum. Í byrjun þriðja náum við svo að hægja aðeins á þeim og komast yfir. Hvort það sé orkufrekt eða ekki þá ná þeir allavega að grípa taktinn aftur til sín og þetta snýst svo mikið um það.“ Þá var Kjartan einnig spurður út í atvik sem átti sér stað undir lok annars leikhluta þar sem David Okeke þurfti að taka sér smá pásu og fannst mörgum viðstöddum eins og leikmaðurinn ætti erfitt með andardrátt. Okeke er með bjargráð og hneig niður í leik með Haukum á síðasta tímabili og því höfðu margir áhyggjur af leikmanninum. Kjartan segir áhyggjurnar þó vera óþarfar. „Þetta var öxlin. Hún var eitthvað að kippast til segir hann. Valdimar sjúkraþjálfari meðhöndlaði það bara.“ Þó mátti sjá að liðsfélagar Okeke voru fljótir að grípa inn í og báðu dómarana um að stoppa leikinn áður en þeir báðu Okeke um að taka sér pásu. „Svo fór hann bara út af, fékk bót sinna meina og kom aftur inn á,“ sagði Kjartan, sem vildi gera sem minnst úr atvikinu. Gengi Álftnesingar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Kjartan segir margt þurfa að gerast ef liðið ætlar að snúa genginu við fyrir jól. „Það er margt. Ég myndi segja að við þurfum að skerpa á varnarleiknum. Það eru ákveðnir þættir þar sem við þurfum að ná inn. Við þurfum líka að byrja leikina betur. Mér fannst orkustigið í leiknum í kvöld vera gott þegar við komumst aftur inn í leikinn. Við tökum 15 sóknarfráköst og erum að fara á hringinn og svona. Mér fannst ekki vanta upp á það í kvöld.“ „En það eru ýmsir taktískir hlutir og við erum bara ekki sáttir með stöðuna eins og hún er núna. Þá er ekkert annað en að fara bara inn í sal og laga hlutina. Það er það eina sem þú getur gert. Það er þannig að það er auðvelt að vera til þegar stemningin er mikil, en það þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind. Núna þurfum við bara að fara að vinna í lausnum því við erum ekki sáttir með að tapa þremur í röð,“ sagði Kjartan að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira