Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 14. desember 2024 08:03 Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun. Hinn 12. desember sl. voru slétt 9 ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað af þjóðum heims sem sammæltust þar með um að stefna að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C frá iðnbyltingu. Allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum svo halda megi hlýnun jarðar innan þeirra marka og koma þannig í veg fyrir kostnaðarsamar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þar skiptir samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda mestu máli. Samdrátturinn má þó ekki koma niður á öðrum umhverfisþáttum, svo sem líffræðilegri fjölbreytni. Miklar skuldbindingar Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um samdrátt í losun og hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Samfélagslosun er öll losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum, sem og losun vegna úrgangs, landbúnaðar, orkuvinnslu jarðvarma og vegna smærri iðnaðar. Standi íslensk stjórnvöld ekki við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun munum við þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir það sem upp á vantar. Sá kostnaður gæti árlega numið 1 milljarði kr. til að byrja með og allt að10 milljörðum kr. þegar fram líða stundir. Til þess að uppfylla skuldbindingar okkar um 41% samdrátt í samfélagslosun þurfum við að draga úr árlegri losun um 900 þúsund tonn koldíoxíðsígilda fyrir árið 2030. Burt með olíuna Samfélagslosun vegna olíunotkunar, t.d. í vegasamgöngum og á fiskiskipum, er um 1,5 milljónir tonna ár hvert. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar olían líka töluvert – um 65 milljarðar árlega sem eru þá greiddir út úr landi. Því er ljóst að til mikils er að vinna með því að skipta olíunni út fyrir innlenda endurnýjanlega orku. Samkvæmt orkuspá Landsnets gæti þurft um 5 teravattstundir (TWst) af raforku fyrir orkuskiptin til ársins 2035, til viðbótar við þær 20 TWst sem nú eru unnar hér á landi árlega. Áætlað er að um 1 TWst til viðbótar þyrfti til að klára að skipta út allri olíu innan samfélagslosunar. Meiri óvissa ríkir um þróun orkuskipta árin þar á eftir. Þau verkefni sem við hjá Landsvirkjun erum nú að hefja framkvæmdir við, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, ásamt stækkun Sigöldu og Þeistareykja sem eru á lokametrum undirbúnings, munu skila 1,7 TWst samanlagt. Uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings, leyfisferla og framkvæmdatíma enda þurfum við að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru, samhliða ávinningi til samfélagsins. Orkuskiptin ein og sér nægja ekki. Við þurfum líka að bæta orkunýtingu. Samkvæmt rannsókn á tækifærum til bættrar orkunýtingar á Íslandi sem gerð var árið 2023 er hægt að spara um 0,4 TWst árlega með tækni sem þegar er til, án óheyrilegs kostnaðar. Að auki væri hægt að ná fram sparnaði á um 0,8 TWst til viðbótar á næstu 5 - 10 árum, en þó með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Loks mætti svo enn spara um 0,4 TWst, en til þess þyrfti miklar fjárfestingar, betri tækni og lengri tíma. Leggjumst öll á árar Við þurfum öll að leggjast á árarnar svo hægt verði að afla meiri endurnýjanlegrar orku til orkuskipta, hætta að nota jarðefnaeldsneyti og draga úr annarri losun. Skuldbindingar Íslands til alþjóðasamfélagsins eru skýrar og mikilvægt að stjórnvöld haldi dampi – enda er ávinningur fyrir okkur öll af því að búa í samfélagi sem tekur loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim alvarlega. Við skulum öll halda áfram að leggja grunn til framtíðar, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að því að hlýnun jarðar verði haldið í skefjum. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Orkuskipti Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun. Hinn 12. desember sl. voru slétt 9 ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað af þjóðum heims sem sammæltust þar með um að stefna að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C frá iðnbyltingu. Allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum svo halda megi hlýnun jarðar innan þeirra marka og koma þannig í veg fyrir kostnaðarsamar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þar skiptir samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda mestu máli. Samdrátturinn má þó ekki koma niður á öðrum umhverfisþáttum, svo sem líffræðilegri fjölbreytni. Miklar skuldbindingar Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um samdrátt í losun og hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Samfélagslosun er öll losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum, sem og losun vegna úrgangs, landbúnaðar, orkuvinnslu jarðvarma og vegna smærri iðnaðar. Standi íslensk stjórnvöld ekki við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun munum við þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir það sem upp á vantar. Sá kostnaður gæti árlega numið 1 milljarði kr. til að byrja með og allt að10 milljörðum kr. þegar fram líða stundir. Til þess að uppfylla skuldbindingar okkar um 41% samdrátt í samfélagslosun þurfum við að draga úr árlegri losun um 900 þúsund tonn koldíoxíðsígilda fyrir árið 2030. Burt með olíuna Samfélagslosun vegna olíunotkunar, t.d. í vegasamgöngum og á fiskiskipum, er um 1,5 milljónir tonna ár hvert. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar olían líka töluvert – um 65 milljarðar árlega sem eru þá greiddir út úr landi. Því er ljóst að til mikils er að vinna með því að skipta olíunni út fyrir innlenda endurnýjanlega orku. Samkvæmt orkuspá Landsnets gæti þurft um 5 teravattstundir (TWst) af raforku fyrir orkuskiptin til ársins 2035, til viðbótar við þær 20 TWst sem nú eru unnar hér á landi árlega. Áætlað er að um 1 TWst til viðbótar þyrfti til að klára að skipta út allri olíu innan samfélagslosunar. Meiri óvissa ríkir um þróun orkuskipta árin þar á eftir. Þau verkefni sem við hjá Landsvirkjun erum nú að hefja framkvæmdir við, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, ásamt stækkun Sigöldu og Þeistareykja sem eru á lokametrum undirbúnings, munu skila 1,7 TWst samanlagt. Uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings, leyfisferla og framkvæmdatíma enda þurfum við að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru, samhliða ávinningi til samfélagsins. Orkuskiptin ein og sér nægja ekki. Við þurfum líka að bæta orkunýtingu. Samkvæmt rannsókn á tækifærum til bættrar orkunýtingar á Íslandi sem gerð var árið 2023 er hægt að spara um 0,4 TWst árlega með tækni sem þegar er til, án óheyrilegs kostnaðar. Að auki væri hægt að ná fram sparnaði á um 0,8 TWst til viðbótar á næstu 5 - 10 árum, en þó með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Loks mætti svo enn spara um 0,4 TWst, en til þess þyrfti miklar fjárfestingar, betri tækni og lengri tíma. Leggjumst öll á árar Við þurfum öll að leggjast á árarnar svo hægt verði að afla meiri endurnýjanlegrar orku til orkuskipta, hætta að nota jarðefnaeldsneyti og draga úr annarri losun. Skuldbindingar Íslands til alþjóðasamfélagsins eru skýrar og mikilvægt að stjórnvöld haldi dampi – enda er ávinningur fyrir okkur öll af því að búa í samfélagi sem tekur loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim alvarlega. Við skulum öll halda áfram að leggja grunn til framtíðar, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að því að hlýnun jarðar verði haldið í skefjum. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun